Viðskipti innlent

Össur: Þriðji ársfjórðungir undir væntingum

Hæg sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti Össurar og er afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi undir væntingum.
Hæg sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti Össurar og er afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi undir væntingum.
Lítil sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti Össurar og er afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi undir væntingum. Söluvöxtur var 2 prósent en heildarsala nam 99 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 12.4 milljörðum króna, samanborið við 101 milljón dala á sama tímabili árið 2011.

Framlegð Össurar nam 61.7 milljónum Bandaríkjadala eða 63 prósent af sölu sem er sama hlutfall og á þriðja ársfjórðungi á síðasta ári.

Rekstrarhagnaður nam 18 milljónum Bandaríkjadala eða 19 prósentum af sölu, samanborið við 20 prósent af sölu á sama tímabili árið 2011. Samkvæmt upplýsingum frá Össuri var rekstrarhagnaður lægri vegna minni sölu og aukinnar fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarstarfi.

„Niðurstöður þriðja ársfjórðungs eru undir okkar væntingum og hafa áhrif á áætlun fyrir árið heild," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar í tilkynningu. „Samt sem áður hefur fjórðungurinn líka verið mjög ánægjulegur þar sem Oscar Pistorius skráði nafn sitt í sögubækurnar sem fyrsti aflimaði keppandinn á Ólympíuleikunum."

Vegna neikvæðrar markaðsaðstæðna á stoðtækjamarkaði í Bandaríkjunum og minni sölu þar gera stjórnendur Össurar ráð fyrir því að niðurstöður ársins verði undir áætlun fyrir árið 2012. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir innri söluvexti á bilinu 2-3%, mælt í staðbundinni mynt, og EBITDA leiðrétt á bilinu 18-19% af veltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×