Viðskipti innlent

Smálán til einstaklinga 80 þúsund héðan í frá

Hámarksupphæð smálána til einstaklinga verða 80 þúsund krónur héðan í frá.
Hámarksupphæð smálána til einstaklinga verða 80 þúsund krónur héðan í frá. MYND/AP
Hámarksupphæð smálána til einstaklinga verða 80 þúsund krónur héðan í frá. Þetta var samþykkt á fundi Útlána, sem er vettvangur flestra íslenskra smálánafyrirtækja, þar á meðal 1909 ehf., Hraðpeningar ehf. Kredia ehf. og Smálán ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Útlánum voru jafnframt innleiddar breytingar sem útiloka að einstaklingar fjármagni afborganir smálána með öðrum smálánum.

„Með þessu móti er hugmyndin að tryggja að fólk lendi ekki í vítahring smálána, eins og talið hefur verið að hætta sé á, í þjóðmálaumræðunni," segir Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána í tilkynningu.

Þá var samþykkt að félögunum beri skylda til þess að upplýsa lánþega, sem sótt hafa um meira en sex lán á 12 mánaða tímabili, hvert þeir geti leitað til þess að fá langtímafjármögnun og þeim jafnframt ráðið frá því að taka fleiri smálán. Ekki verður hægt að fá meira en níu smálán á ári hverju.

Creditinfo hf. mun miðla upplýsingum til allra smálánafyrirtækjanna sem starfa á Íslandi í dag svo að hægt verði að tryggja að enginn einstaklingur geti tekið meira en 80 þúsund krónur að láni samanlagt hjá öllum smálánafélögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×