Skjárinn tapaði um 300 milljónum í fyrra Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. október 2012 00:00 Skjár einn Skjárinn rekur næststærstu áskriftarsjónvarpsstöð landsins auk ýmissa minni rekstrareininga. SkjárEinn hóf göngu sína haustið 1999 og var framan af ókeypis, en hefur verið áskriftarstöð frá haustinu 2009. Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess. Velta Skjásins, sem samanstendur af tekjum af sölu áskrifta og auglýsinga, jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæplega 1,9 milljarðar króna. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, segir reksturinn hafa gengið enn betur í ár en í fyrra. „Það hefur orðið mjög mikill bati hér á tveimur árum. Ástæðan er blanda af mörgu. Undirliggjandi rekstrareiningar, sem eru nokkrar, hafa allar staðið sig ágætlega. Svo hefur verið stíft aðhald í rekstri líkt og þarf að vera.“ Spurður hvort það sé fyrirsjáanlegt að Skjárinn skili hagnaði í náinni framtíð svarar Friðrik því játandi. „Við förum nálægt því á þessu ári. Þetta er allt annað umhverfi í dag en það sem við höfðum verið að vinna í. Við höfum ekkert verið að flagga því, en ég skal ekkert neita því að þetta hefur gengið vonum framar að snúa þessum rekstri við. Þetta lítur vel út hjá okkur og menn eru bjartsýnir.“ Skjárinn skuldar móðurfélagi sínu Skiptum 1,4 milljarða króna og jukust þær skuldir um tæpar 400 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þessara skulda greiddi Skjárinn móðurfélaginu Skiptum 94 milljónir króna í vexti á árinu 2011. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtagreiðslur til Skipta numið um 154 milljónum króna. Eigandi Skjásins eru Skjá miðlar ehf., sem er að öllu leyti í eigu Skipta. Skipti er einnig móðurfélag Símans. Skjárinn keypti vöru og þjónustu frá Skiptum, Símanum og dótturfélagi hans Mílu fyrir samtals 405 milljónir króna í fyrra. Auk þess greiddi félagið 94,2 milljónir króna í vexti til Skipta vegna lána sem félagið veitti Skjánum. Á árinu 2010 keypti Skjárinn þjónustu af sömu félögum fyrir 343 milljónir króna og greiddi Skiptum 59,6 milljónir króna í vexti. Tengdar fréttir Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess. Velta Skjásins, sem samanstendur af tekjum af sölu áskrifta og auglýsinga, jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæplega 1,9 milljarðar króna. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, segir reksturinn hafa gengið enn betur í ár en í fyrra. „Það hefur orðið mjög mikill bati hér á tveimur árum. Ástæðan er blanda af mörgu. Undirliggjandi rekstrareiningar, sem eru nokkrar, hafa allar staðið sig ágætlega. Svo hefur verið stíft aðhald í rekstri líkt og þarf að vera.“ Spurður hvort það sé fyrirsjáanlegt að Skjárinn skili hagnaði í náinni framtíð svarar Friðrik því játandi. „Við förum nálægt því á þessu ári. Þetta er allt annað umhverfi í dag en það sem við höfðum verið að vinna í. Við höfum ekkert verið að flagga því, en ég skal ekkert neita því að þetta hefur gengið vonum framar að snúa þessum rekstri við. Þetta lítur vel út hjá okkur og menn eru bjartsýnir.“ Skjárinn skuldar móðurfélagi sínu Skiptum 1,4 milljarða króna og jukust þær skuldir um tæpar 400 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þessara skulda greiddi Skjárinn móðurfélaginu Skiptum 94 milljónir króna í vexti á árinu 2011. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtagreiðslur til Skipta numið um 154 milljónum króna. Eigandi Skjásins eru Skjá miðlar ehf., sem er að öllu leyti í eigu Skipta. Skipti er einnig móðurfélag Símans. Skjárinn keypti vöru og þjónustu frá Skiptum, Símanum og dótturfélagi hans Mílu fyrir samtals 405 milljónir króna í fyrra. Auk þess greiddi félagið 94,2 milljónir króna í vexti til Skipta vegna lána sem félagið veitti Skjánum. Á árinu 2010 keypti Skjárinn þjónustu af sömu félögum fyrir 343 milljónir króna og greiddi Skiptum 59,6 milljónir króna í vexti.
Tengdar fréttir Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun