Viðskipti innlent

Kaupmáttur dregst saman

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í búðinni Kaupmáttur dregst örlítið saman milli ágúst og september.
Í búðinni Kaupmáttur dregst örlítið saman milli ágúst og september. Fréttablaðið/Valli
Launavísitalan hækkaði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði í september síðastliðnum, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Í september stóð vísitalan í 436,3 stigum og hefur hækkað um 5,7 prósent síðastliðna tólf mánuði.

„Vísitala kaupmáttar launa í september er 112,0 stig og lækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði,“ segir á vef Hagstofunnar. Tólf mánaða hækkun kaupmáttarvísitölunnar er því 1,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×