Viðskipti innlent

Hótel Borg valið fremsta hótel Íslands

Hótel Borg var valið " Iceland´s Leading Hotel " eða fremsta hótel Íslands á verðlauna-afhendingu World Tavel Awards. Árlega verðlauna samtökin framúrskarandi fyrirtæki í ferðaþjónustu í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku.

Í tilkynningu segir að verðlaunaafhendingin í ár fór fram á Conrad Hótelinu á Algarve á Spáni í síðustu viku en þar komu saman margir helstu eigendur og stjórnendur í ferðaþjónustunni í Evrópu. Önnur Hótel á Íslandi sem fengu tilnefningu vöru Radison SAS og Hótel Holt. Það eru viðskiptavinir og aðilar í ferðaþjónustu sem kjósa til verðlaunana.

"Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir Hótel Borg. Hótelið var endurnýjað af miklum myndarskap nýlega. Þannig er það mín tilfinning að sú vinna og það markaðstarf sem unnið hefur verið síðustu ár sé nú að skila sér." segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótelanna sem rekur Hótel Borg í tilkynningunni.

"Þetta er ekki síður viðurkenning fyrir starfsfólkið okkar og við erum þakklát og stolt."

Árið 2009 fékk Hótel Borg önnur stór verðlaun frá Sunday Times travel magazine sem eitt af 100 bestu hótelum heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×