Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa minnkar

Vísitala kaupmáttar launa í september var 112,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir einnig að launavísitalan í september var 436,3 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×