Viðskipti innlent

"Skipulagt, ólögmætt, markvisst og refsivert"

Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með "skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum.

Viðskipti innlent

Greining Íslandsbanka segir launahækkanir of miklar

Launahækkanir á Íslandi undanfarið ár eru langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og launahækkanir í samkeppnislöndunum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í morgun námu almennar launahækkanir 0,3% í nóvember síðastliðnum og launahækkanir síðustu tólf mánaða nema 9%.

Viðskipti innlent

Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland

míðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna.

Viðskipti innlent

Actavis semur um markaðssetningu á verkjalyfi

Actavis Group hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Limited um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetningar hefst þegar í stað, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis. Reiknað er með að lyfið komi á bandaríska markaðinn á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni, mun Actavis hafa einkaleyfi til að markaðssetja og selja MoxDuo á bandaríska markaðinum. Samkvæmt áætlunum verður MoxDuo aðal verkjalyf Actavis í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur þegar sett lyfið Kadian á þann markað. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Bandaríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári.

Viðskipti innlent

Kaupmáttur að aukast að nýju

Laun hækkuðu almennt um 0,3% í nóvember miðað við mánuðinn á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað almennt um 9%. Kaupmáttur launa, það er að segja hækkun launa að frádregnri verðbólgu, í nóvember hækkaði líka um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað um 3,6%.

Viðskipti innlent

Nýherji hýsir upplýsingakerfi Reita

Reitir fasteignafélag hafa ákveðið að velja Nýherja fyrir rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum félagsins. Reitir hafa ennfremur tekið í notkun Rent A Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja.

Viðskipti innlent

Fasteignaverð stendur í stað

Verð á fasteignum fer ekki lengur hækkandi. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í nóvember síðastliðnum og stendur í stað frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að síðastliðna 3 mánuði hafi vísitalan hækkað um 2,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Viðskipti innlent

Ársverðbólgan hækkar aðeins og mælist 5,3%

Ársverðbólgan mælist nú 5,3% og hækkaði lítillega frá síðasta mánuði þegar hún mældist 5,2%. Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember er 386,0 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun.

Viðskipti innlent

Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar

"Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent.

Viðskipti innlent

Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu

Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone.

Viðskipti innlent

Fasteignaverð hefur hækkað um 8%

Fasteignaverð hækkaði um 8% frá janúar og þar til í október á þessu ári, segir Hagfræðideild Landsbankans í Vegvísi, riti sínu. Íbúðaverð stóð hins vegar næstum í stað allt árið í fyrra, nánar tiltekið lækkaði það um 0,5%. Raunlækkun fasteignaverðs, það er að segja verð að teknu tilliti til verðbólgu, nam um 1,9% á síðasta ári en raunverð fasteigna hækkaði um 2,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Velta og fjöldi kaupsamninga á árinu 2011 segja svipaða sögu. Á fyrstu 11 mánuðum ársins jókst veltan á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Árborg og Suðurnesjum í heild sinni um 54% miðað við sama tímabil árið 2010. Á þessum svæðum hefur fjöldi kaupsamninga einnig aukist um 53% milli ára. Innan þessa hóps er þróunin þó mjög mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu hefur veltan aukist á fyrrnefndu tímabili um 65% og fjöldi kaupsamninga um 59%. Á Suðurnesjum hefur veltan aftur á móti dregist saman um 39%3 á milli fyrstu 11 mánaða áranna 2010 og 2011 og fjöldi kaupsamninga hefur lækkað um 3%.

Viðskipti innlent

Jólamaturinn miklu dýrari í ár

Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. ASÍ segir að þegar bornar séu saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlitið gerði í desember í fyrra og desember í ár, komi í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hafi til dæmis hækkað um allt að 41% í sumum verslunum. Sem dæmi um miklar hækkanir á reyktu kjöti nefndi ASÍ að verð á birkireyktu úrbeinuðu hangilæri frá SS hefur hækkaði um 41% hjá Hagkaupum, 39% hjá Krónunni, 27% hjá Bónus, 16% hjá Nóatúni og 6% hjá Fjarðarkaupum. SS hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7% hjá Nettó. Aðrar hækkanir sem benda má á eru til dæmis kartöflur í lausu sem hafa hækkað um 39% hjá Nettó, 34% hjá Nóatúni, 33% hjá Bónus, 23% hjá Krónunni, 22% hjá Fjarðarkaupum en lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum. 600 gramma konfektkassi frá Nóa hefur hækkað í verði um 25% hjá Nóatúni, Samkaupum-Úrvali og Fjarðarkaupum, 14% hjá Nettó, 7% hjá Bónus og nánast staðið í stað hjá Hagkaupum. Vinsæl jólavara eins og tveggja lítra Egils appelsín hefur hækkað um 2-13% frá því í fyrra, minnst hækkaði appelsínið hjá Nettó eða úr 265 krónum í 269, eða um 2% en mest hækkaði það hjá Samkaupum-Úrvali úr 287 krónum í 324, eða 13%.

Viðskipti innlent

Magnús Guðmundsson greiði rúmar 700 milljónir

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfakaupa en samhliða var ákvörðun um að aflétta persónulegum ábyrgðum hans vegna lánanna rift.

Viðskipti innlent

Subway hagnaðist um 124 milljónir

Stjarnan ehf., sem er með einkaleyfi á Íslandi fyrir veitingahúsakeðjunni Subway, hagnaðist um 124,3 milljónir króna í fyrra. Það er rúmum fimmtán milljónum króna meiri hagnaður en árið 2009 þegar félagið hagnaðist um 109 milljónir króna. Stjarnan er í 100% eigu félags Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns. Stjarnan opnaði nýverið tuttugasta Subway-staðinn á Íslandi.

Viðskipti innlent

Eignasala Icelandic Group nemur 41 milljarði

"Með sölu á starfseminni í Bandaríkjunum og sölu eigna í Þýskalandi og Frakklandi hefur Icelandic Group nú selt eignir fyrir samtals um 41 milljarð króna, þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á þessari starfsemi.“

Viðskipti innlent

Fleiri gætu fengið bakreikning

Afstaða skattayfirvalda varðandi vexti á lánum vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum er sú að þeir séu ekki frádráttarbærir frá tekjum fyrirtækja, þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði fyrir frádráttarbærni. Þetta segir í fréttatilkynningu frá embætti Ríkisskattstjóra frá desember 2009.

Viðskipti innlent