Viðskipti innlent

Atlantic Airways hagnast um 322 milljónir

Hagnaður færeyska flugfélagsins Atlantic Airways nam 14 milljónum danskra kr. eða 322 milljónum kr. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar má nefna að félagið skilaði 2,5 milljónum danskra kr. í tap á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent

Slitastjórn skipuð yfir Gamla Glitni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur skipað slitastjórn yfir Gamla Glitni í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir kosningar. Í slitastórn Gamla Glitnis sitja Steinunn Guðbjartsdóttir, Einar Gautur Steingrímsson og Páll Eiríksson.

Viðskipti innlent

Forstjóri FME: Bara klúður hjá yfirlögfræðingnum

Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að um mannleg mistök eða klúður hafi verið að ræða þegar tilkynnt var um sölu á 2,6 prósenta hlut gamla Landsbankans í Byr til Reykjavík Invest. Endurskoðandi þess félags er Lárus Finnbogason formaður skilanefndar gamla Landsbankans. Það var yfirlögfræðingur skilanefndarinnar sem tilkynnti um söluna án þess að skilanefndin væri búin að gefa samþykki sitt.

Viðskipti innlent

Skilanefndarmenn þurfa að bera ábyrgð

Formaður skilanefndar og skilanefndamenn þurfa að bera ábyrgð á störfum nefndanna en ekki einstakir starfsmenn þeirra, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Álfheiður var fulltrúi VG í viðskiptanefnd Alþingis fram að kosningum.

Viðskipti innlent

Endurskipulagning Sjóvá er á lokastigum

Skilanefnd Glitnis hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurskipulagningu Sjóvar og er sú vinna nú á lokastigum. Markmið skilanefndarinnar með endurskipulagningunni er þríþætt: Að hámarka verðmæti félagsins, að tryggja áframhaldandi vátryggingarekstur og tryggja hagsmuni viðskiptavina félagsins.

Viðskipti innlent

Mjótt á mununum í stjórnarkjöri Byrs

Nú fyrir stundu lauk kosningu til stjórnar á aðalfundi Byr sparisjóðs á Nordica-Hilton hótelinu en um 800 stofnfjáreigendur voru mættir á fundinn. Í framboði voru tveir listar. Annarsvegar var það A listinn sem leiddur var af Sveini Margeirssyni og Herði Arnarssyni en hann er talinn vera fulltrúi grasrótarinnar í stofnfjárhópnum. Hinsvegar var það B listinn sem leiddur var af Jóni KR. Sólnes og talinn fulltrúi þeirra sem farið hafa með völdin í Byr.

Viðskipti innlent

800 manns á aðalfundi Byrs

Góð mæting er á aðalfund Byrs sem hófst á Hilton Nordica hótelinu klukkan fjögur en um 800 manns eru mættir. Um 1500 stofnfjáreigendur eru í Byr en málefni sjóðsins hafa verið í fréttum undanfarna daga í kjölfar umdeildrar sölu skilanefndar gamla Landsbankans á 2,6 prósenta hlut í sjóðnum til Reykjavík Invest sem er í eigu Arnars Bjarnasonar en hann gefur kost á sér til stjórnarsetu á fundinum. Ekkert varð af sölunni þar sem skilanefndin féllst ekki á gjörninginn, sem þó var búið að tilkynna og taka fyrir hjá stjórn Byrs.

Viðskipti innlent

Mikil eftirspurn eftir ríkisvíxlum

Mikil eftirspurn var eftir ríkisvíxlum á útboði með tilboðsfyrirkomulagi sem fór fram hjá Seðlabanka Íslands í dag. Alls bárust 55 gild tilboð í flokkinn RIKV 09 0915 að fjárhæð 53,4 milljarðar kr. að nafnverði.

Viðskipti innlent