Viðskipti innlent

Skuldabréfin aftur í tísku

„Skuldabréfamarkaðurinn er kominn í viðunandi horf þegar horft er til veltu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að veltan á skuldabréfamarkaði sé orðin mjög svipuð og hún var árið 2007, sem sé mikilvægt skref í enduruppbyggingu á fjármálamörkuðunum hér á landi. Velta á skuldabréfamarkaði hefur aukist töluvert að undanförnu og hefur verið 13,5 milljarðar á viku að meðaltali í júní. Fram að þeim tíma var meðalvelta 8,8 milljarðar á viku. Vikan sem leið var sú veltumesta á árinu og nam veltan 15,7 milljörðum.

Viðskipti innlent

Uppsagnir eða launaskerðing hjá ríkisstarfsmönnum boðaðar

„Einnig blasir við að launastefna ríkisins verður óhjákvæmilega að taka mið af því að launakostnaðurinn verður að lækka og að því verður ekki náð fram nema annað hvort með breyttum launatekjum eða fækkun starfsfólks,“ segir í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum árin 2009 til 2013 sem lögð hefur verið fram á alþingi.

Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið sektar Senu og Haga um milljónir króna

Í nýjum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að annars vegar Sena og hinsvegar Hagar hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Er lögð tuttugu milljóna króna sekt á Haga og fimmtán milljóna króna sekt á Senu vegna þessara brota.

Viðskipti innlent

Fjárvakur semur við Air Baltic um tekjubókhald

Lettneska flugfélagið Air Baltic og Fjárvakur, í gegnum dótturfélag sitt Airline Services Estonia, hafa skrifað undir fimm ára samning þar sem Air Baltic útvistar tekjubókhaldi félagsins ásamt rekstri og hýsingu tekjubókhaldskerfis frá og með 1. október 2009.

Viðskipti innlent

BYR: Lögbannskröfu frestað

Úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík í máli, þar sem nokkrir stofnfjáreigendur í Byr kröfðust lögbanns á setu Matthíasar Björnssonar í stjórn fyrirtækisins, hefur verið frestað til þriðjudags en úrskurður átti að falla í dag, föstudag.

Viðskipti innlent

Byr ræður þýskan sérfræðing vegna endurskipulagningar

Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðsins Byr í samstarfi við Fjármálaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið og fleiri hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að tryggja hagsmuni allra aðila sem best og hefur Byr ráðið til sín þýskan sérfræðing í tengslum við þessa vinnu og miðar henni vel.

Viðskipti innlent

Enn nokkur verðbólga í pípunum

Greiningardeild Kaupþings segir enn nokkra verðbólgu í pípunum, m.a. vegna veikingar krónunnar og hækkunar á álögum hins opinbera. Tólf mánaða verðbólga lækkar óverulega á næstu þremur mánuðum miðað við að gengi krónunnar veikist lítillega.

Viðskipti innlent

Ríkiseignafélagið á síðustu metrunum

„Það er verið að undirbúa stofnun félaganna samhliða því sem fjallað er um málið á Alþingi. Félögin verða að taka til starfa sem fyrst,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um stofnun eignarhaldsfélags og bankaumsýslu sem halda á utan um hlut ríkisins í bönkunum og veita ráðgjöf um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki.

Viðskipti innlent

Skilanefnd Glitnis: Niðurstaðan vegna Sjóvár sú besta í stöðunni

Skilanefnd Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða samninga sem losuðu Sjóvá undan greiðsluskyldu vegna fasteignakaupa í Macau hafi verið sú besta sem unnt var að ná að teknu tilliti til allra aðstæðna. Ástæða tilkynningarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla um sölu Sjóvár á fasteigninni í Macau.

Viðskipti innlent

Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur

Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir.

Viðskipti innlent