Viðskipti innlent

Gengisspár Seðlabankans ganga illa upp

Hagfræðideild Landsbankans gerir spár Seðlabankans í ár að umtalsefni í Hagsjá sinni. Þar segir að til að spárnar gangi eftir þurfi gengi krónunnar að styrkjast um 1,8% á mánuði að meðaltali fram að áramótum.

Viðskipti innlent

Full veð á bak við persónulegar ábyrgðir Róberts

Straumur hefur veð í 315 hektara landssvæði í Brasilíu vegna sex milljarða persónulegra ábyrgða Róbert Wessman hjá bankanum í tengslum við landakaup hans og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Spáni. Þetta segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments félags Róberts.

Viðskipti innlent

Ríkiskaup semja við Vodafone

Fulltrúar Ríkiskaupa og Vodafone hafa undirritað rammasamning um alhliða fjarskiptaþjónustu. Samningurinn tryggir opinberum stofnunum og sveitarfélögum aðgengi að sérstökum kjörum á síma- og netþjónustu, sem Ríkiskaup semja um í krafti stærðar sinnar.

Viðskipti innlent

Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst

Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans.

Viðskipti innlent

Volvo velur þjónustu Applicon

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur valið að innleiða fasteignarumsjónarkerfi í SAP með aðstoð Applicon, sem er í eigu Nýherja samstæðunnar. Um er að ræða lausn fyrir Volvo Real Estate, sem hluti af Volvo fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Gjaldeyririnn safnast upp hjá fyrirtækjum

Innistæður íslenskra fyrirtækja í erlendum gjaldmiðlum hjá viðskiptabönkunum hafa hækkað um tugi milljarða króna frá áramótum. Það sýnir svart á hvítu að íslensk fyrirtæki forðast krónuna eins og hægt er meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Viðskipti innlent

Hefur yfirheyrt yfir fimmtíu manns

Um 460 erindi hafa borist embætti sérstaks saksóknara og vel yfir fimmtíu manns hafa verið yfirheyrðir eða gefið skýrslu í tengslum við rannsóknir mála. Ekkert þeirra er enn komið á lokastig rannsóknar.

Viðskipti innlent

Ánægður með aðkomu AGS

Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunarhafi og hagfræðiprófessor segir krónuna hafa hjálpað Íslandi mikið í kreppunni. Hann er að mörgu leyti ánægður með aðkomu Aþjóðagjaldeyrssjóðnum hér á landi og lítur á Ísland sem fórnarmlamb í kreppunni sem þurfi að hjálpa. Stiglitz var gestur í Sílfri Egils á Rúv.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn verður að afnema gjaldeyrishöftin

Jón Daníelsson hagfræðiprófessor segir að Ísland sé eina landið í heiminum sem beitir hagstjórnarlegum mistökum frá fimmta áratugnum og á þar við gjaldeyrishöftin. Hann segir það besta sem stjórn Seðlabanka Íslands gæti gert þegar hún mætir til vinnu í fyrramálið sé að afnema höftin sem virka ekki að hans mati. Þetta kom fram í máli Jóns í Silfri Egils á Rúv fyrir stundu.

Viðskipti innlent

Sagði suma stunda viðskipti á gráum svæðum

Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði í ræðu á ráðstefnu Fjármáleftirlitsins í janúar árið 2005 að eftirlitið ætti frekar að taka harðar á ákveðnum einstaklingum en að gefa út almennar yfirlýsingar um æskilega hegðun á markaði. Hann sagði að þrátt fyrir að allir væru sammála um að fylgja ætti settum reglum væru sumir á gráum svæðum, í sumum tilfellum væri það gert af ásetningi.

Viðskipti innlent

Fjárfestar hafa sýnt Securitas áhuga

Securitas er verðmætasta eign þrotabús Fons og nokkrir hafa sýnt áhuga á að kaupa það. Kröfu Landsbankans um veð í fyrirtækinu hefur verið hafnað. Á næstu dögum ræðst hvort farið verður í almenna sölu á fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Nettur áhugi fyrir Össur hf. á fyrsta degi

Þótt umfang viðskipta með hluti í Össur hf. hafi ekki verið mikið á fyrsta degi félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn var nettur áhugi fyrir félaginu til staðar. Þetta segir í nokkuð ítarlegri frétt á börsen.dk undir fyrirsögninni: „Pæn interesse for Össur på förstedagen“.

Viðskipti innlent