Viðskipti innlent

Sparnaðaraðgerðir skila ekki árangri hjá ríkinu

Ríkisendurskoðun segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í sumar til að hemja kostnað og bæta afkomu ríkissjóðs til ársloka hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Þá hafi 50 valdar ríkisstofanir almennt ekki farið að tilmælum Ríkisendurskoðunnar um að bæta stöðu sína.

Viðskipti innlent

Velheppnað útboð á íbúða- og ríkisbréfum í morgun

Seðlabankinn hélt í morgun útboð á þeim íbúða- og ríkisbréfum sem lögð höfðu verið inn í bankann til tryggingar verðbréfalánum fyrir hrun og ríkissjóður yfirtók í kjölfarið. Í boði voru 4,3 milljarðar kr. í HFF24, 3,2 milljarðar kr. í HFF34, 3,8 milljarðar kr. í RIKB13 og 3,12 milljarðar kr. í RIKB19.

Viðskipti innlent

Íslenska hrunið eftirlitsleysi að kenna

Tony Shearer fyrrverandi forstjóri Singer og Friedlander bankans í Bretlandi sem Kaupþing keypti á sínum tíma kennir eftirlitsaðilum um hrun íslenska fjármálakerfisins. Shearer, sem áður hefur borið vitni fyrir breskri þingnefnd og gagnrýnt íslensku bankana harðlega var í viðtali á Sky sjónvarpsstöðinni í gær og þar sagði hann að eftirlitsaðilar hefðu brugðist í hlutverki sínu þrátt fyrir að það hafi blasað við að áhættan hjá íslensku bönkunum hafi verið allt of mikil.

Viðskipti innlent

Þúsund milljarðar í vanskilum

Rúmlega eittþúsund milljarðar sem lánaðir hafa verið til einkahlutafélaga eru í vanskilum. Ýmislegt bendir til að útlánastefna gömlu bankanna hafi var óábyrg segir seðlabankastjóri sem telur að fari allt á versta veg geti mikil útlán bankanna til einkahlutafélaga gert endurreisnina erfiðari en ella.

Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,59% í kauphöllinni í dag og stendur í rúmum 821 stigum. Føroya Bank hækkaði um 1,08% og Össur stóð í stað. Hinsvegar lækkaði Marel um 0,88%. Mestu heildarviðskipti voru með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir rúmar 27 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Lokun McDonalds á Íslandi vekur heimsathygli

Jón Garðar Ögmundsson eigandi Lystar sem rekur McDonalds á Íslandi segir ólíklegt að fyrirtækið muni opna hamborgarastaði undir vörumerkinu aftur hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum í dag hefur fyrirtækið ákveðið að loka þremur stöðum sínum en opna nýja undir nafninu Metro. AFP fréttastofan fjallar um málið í dag og ræðir við Jón Garðar.

Viðskipti innlent

Ísland loksins komið á dagskrá AGS

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur loksins sett Ísland á dagskrá sína en það geriðst nú í hádeginu. Þar með er ljóst að endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda verður tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins í þessari viku.

Viðskipti innlent

Hans Petersen og Oddi í samstarf um ljósmyndabækur

Verslanir Hans Petersen og Oddi hafa hafið samstarf um framleiðslu á ljósmyndabókum. Inn á vef www.hanspetersen.is og www.oddi.is eru búnar til ljósmyndabækur á mjög einfaldan máta. Í boði eru margar stærðir og gerðir af bókum auk þess sem hægt er að velja um ýmsa aukahluti eins og gyllingu á bókina eða hlífðarkápu.

Viðskipti innlent