Viðskipti innlent

Hundruð starfa í óvissu vegna orkuskattsáforma

Hundruð starfa eru í óvissu vegna fyrirhugaðs orkuskatts. Erlendir fjárfestar sem undirbjuggu sjö verkefni hér á landi hafa sett áform sín í biðstöðu.

Það er verkfræðistofan Mannvit sem hefur unnið að undirbúningi verkefnanna en þau eru 7 talsins. Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, segir að fjárfestarnir hafi brugðist fljótt við eftir að fréttir bárust af fyrirhuguðum orkuskatti í fjárlögunum.

Verkefnin eru af ýmsum toga, t.a.m. álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík, gagnaverið á Suðurnesjum og sólarkísilverksmiðja á Grundartanga. Fjárfestarnir sem um ræðir eru frá Evrópu, Suður og Norður Ameríku.

Eyjólfur Árni segir að Ísland sé í samkeppni við önnur lönd um þessi verkefni og því beri að vanda vel hvaða skilaboð séu send út hérlendis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×