Viðskipti innlent

Hans Petersen og Oddi í samstarf um ljósmyndabækur

Verslanir Hans Petersen og Oddi hafa hafið samstarf um framleiðslu á ljósmyndabókum. Inn á vef www.hanspetersen.is og www.oddi.is eru búnar til ljósmyndabækur á mjög einfaldan máta. Í boði eru margar stærðir og gerðir af bókum auk þess sem hægt er að velja um ýmsa aukahluti eins og gyllingu á bókina eða hlífðarkápu.

Í tilkynningu segir að ljósmyndabækur sem þessar hafa notið mikilla vinsælda erlendis enda er þarna um að ræða hagkvæma og fljótvirka leið til að koma minningum á prent. Viðskiptavinir raða upp myndum alveg eins og þeir vilja, bæta við texta og geta skreytt síðurnar á ýmsan hátt. Þannig er hægt að gera bækur fyrir séstaka atburði s.s.brúðkaup, afmæli, ættarmót, skýrn, fermingu eða bara með myndunum úr sumarfríinu.

„Með þessu samstarfi við Odda gefst Verslunum Hans Petersen kostur á að bjóða viðskiptavinum sínum gæðabækur á mjög góðu verði. Við teljum að svona ljósmyndabækur muni auka það að viðskiptavinir komi minningum sínum á prent. Það þekkja það margir hve slæmt það er að tapa minningunum í innbroti ef tölvunni er stolið eða vegna þess að tölvan hrynur og þarna erum við að bjóða uppá enn eina leiðina til að koma í veg fyrir það" segir Regína Steingrímsdóttir , framkvæmdastjóri Verslana Hans Petersen.

„Með þessu erum við að koma á móts við aukna þörf á markaðnum eftir lausn sem sameinar vandað útlit og hagkvæmt verð. Auk myndabóka er hægt að hanna og versla kort, dagatöl og veggspjöld. Allt notandaumhverfi er einfallt og að sjálfsögðu á íslensku" segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×