Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Ástin var allsráðandi í liðinni viku þar brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái. Þar á meðal má nefna brúðkaup athafnamannsins Skúla Mogensen og Grímu Bjargar Thorarensen innanhússhönnuðar sem giftu sig við glæsilega athöfn í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardag. Lífið 18.8.2025 10:08
„Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Geir Ólafsson söngvari lýsir því í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni að hann hafi glímt við kvíðaröskun allt frá því hann var lítið barn og sé jafnframt félagsfælinn. Hann rifjar upp þegar hann söng fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem hafi verið stórmerkileg lífsreynsla. Lífið 18.8.2025 08:43
Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Bandaríski áhættuleikarinn Ronnie Rondell Jr. er látinn 88 ára að aldri. Lífið 17.8.2025 14:20
Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Það er fátt sem jafnast á við notalega kvöldstund með góðum vinkonum þar sem hægt er að slaka á, kúpla sig frá hversdagsleikanum og hlaða batteríin. Lífið á Vísi setti saman hugmyndir að ógleymanlegu vinkonukvöldi heima fyrir. Lífið 15.8.2025 16:31
Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Leikkonan Halle Berry hefur svarað yfirlýsingum fyrrverandi eiginmanns síns, Davids Justice, um skilnað þeirra árið 1997. Justice sagði nýlega að slitnað hefði upp úr hjónabandi þeirra vegna væntinga hans til heimilisstarfa hennar. Lífið 15.8.2025 15:57
Þorsteinn og Rós orðin hjón Þorsteinn Baldur Friðriksson, athafnamaður og stofnandi Plain Vanilla, og Rós Kristjánsdóttir, gullsmiður og annar eigandi skartgripafyrirtækisins Hik & Rós, eru orðin hjón. Frá þessu greinir Rós í hringrásinni (e.story) á Instagram. Lífið 15.8.2025 15:09
Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Ylströndin í Nauthólsvík fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni verðum því öllum boðið til veislu á ströndinni á morgun, laugardaginn 16. ágúst, með skemmtidagskrá fyrir öll. Lífið 15.8.2025 13:50
Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Lífið 15.8.2025 13:26
Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, gekkst undir margþætta aðgerð á vinstra hné í gær eftir að hafa slasast á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska. Hún segist nú vera á batavegi og stefnir á að mæta aftur til starfa í október. Lífið 15.8.2025 12:07
Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Lífið 15.8.2025 12:03
Bieber fékk sér smók í Skagafirði Nýtt tónlistarmyndband kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber er tekið upp hér á landi, sér í lagi í Fljótunum í Skagafirði. Lífið 15.8.2025 11:34
Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna. Lífið 15.8.2025 10:57
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. Lífið 15.8.2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Lífið 15.8.2025 08:15
„Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Þegar RAX hóf störf á Morgunblaðinu 16 ára gamall var Árni Johnsen, þá blaðamaður, einn sá fyrsti sem bauð hann velkominn og tókst með þeim mikil vinátta. Þeir urðu fljótlega að teymi blaðamanns og ljósmyndara og fóru í alls kyns svaðilfarir til að afla frétta. Skipsströnd, eldgos, og hvalrekar voru meðal þess sem félagarnir gerðu saman fréttir um. Lífið 15.8.2025 06:31
Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning. Lífið 14.8.2025 16:38
Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Myndefni úr nýrri heimildarmynd um Kanye West, sem var tekin upp yfir sex ára tímabil, sýnir hvernig molnaði undan hjónabandi hans við Kim Kardashian samhliða versnandi andlegri heilsu hans. Lífið 14.8.2025 14:01
„Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum. Lífið 14.8.2025 11:54
Heillandi arkitektúr í Garðabæ Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir. Lífið 14.8.2025 10:49
Valdi hættur að spila í neðri deildunum Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um. Lífið 14.8.2025 06:46
Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið. Lífið 13.8.2025 20:01
Hall og Oates ná sáttum Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi. Lífið 13.8.2025 17:03
Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum skein skært á rauða dreglinum í London við forsýningu Freakier Friday þann 31. júlí síðastliðnin. Meðal gesta var aðalleikkona kvikmyndarinnar, Lindsay Lohan. Lífið 13.8.2025 15:08
Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. Lífið 13.8.2025 14:40