„Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Hrannar Björnsson uppgötvaði sem táningur að hægt væri að hafa lifibrauð af grín- og sketsagerð. Hann fór því í nám til New York eftir menntaskóla, lærði þar spunaleik og stofnaði sketsahóp með vinkonum sínum. Boltinn fór að rúlla þegar 45 milljónir manna horfðu á eitt myndbanda hans og er hópurinn nú í viðræðum um gerð á sjónvarpsþætti. Lífið 3.11.2025 16:15
Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Hvernig tekst sumum að halda ró þegar allt er á yfirsnúningi og jafnvel hafa jákvæð áhrif á aðra í kringum sig? Er hægt að læra þessa hæfni? Svörin liggja í færni sem hægt er að þjálfa, hæfni sem hefur áhrif á okkur sjálf og samskipti við aðra. Lífið 3.11.2025 15:21
Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Mikil snjókoma og veðurviðvaranir höfðu engin áhrif á skemmtanalífið sem var upp á sitt besta í síðastliðinni viku. Hrekkjavakan bar hæst og fylltust samfélagsmiðlar af myndum af veisluhöldum og glæsilegum búningum. Lífið 3.11.2025 09:44
Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið 3.11.2025 09:01
Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum. Lífið 2.11.2025 13:59
Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 2.11.2025 07:02
Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Guðmundur Elvar Orri Pálsson hefur verið með nýrnasjúkdóm frá unglingsaldri. Nýrun hans eru nú að komast á lokastig og því auglýsti hann nýlega eftir nýrnagjafa. Hann segir viðbrögðin hafa verið mikil og hann orðinn vongóður um að hann finni réttan gjafa. Lífið 2.11.2025 07:02
Tchéky Karyo látinn Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein. Lífið 1.11.2025 23:59
Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum. Lífið 1.11.2025 16:23
Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 1.11.2025 07:00
Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík. Lífið 31.10.2025 23:56
Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir. Lífið 31.10.2025 14:54
Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Skemmtiþáttur vetrarins Gott kvöld er á leiðinni í loftið á Sýn og það er nú ekki lið af verri endanum sem mun stjórna þessum þætti. Lífið 31.10.2025 14:00
Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fjölskylduköttur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ronja, fannst á lífi við Grindavíkurafleggjara Reykjanesbrautar eftir miðnætti, eftir sjö vikur á vergangi. Þórdís Kolbrún þakkar sjálfboðaliðum Villakatta í Reykjanesbæ fyrir björgunina og segist nú formlega vera hluti af kattasamfélaginu. Lífið 31.10.2025 13:00
Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Lífið 31.10.2025 11:17
Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík í gærkvöldi. Rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks var samankomið í sínu fínasta pússi til að fagna síðustu tveimur árum. Lífið 31.10.2025 11:04
Atli Steinn fann ástina á ný Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman. Lífið 31.10.2025 10:42
„Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins. Lífið 31.10.2025 09:34
Már Gunnars genginn út Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum. Lífið 30.10.2025 17:35
Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Auglýsingahlé snýr aftur í janúar og fyrstu daga mánaðarins mun verk Þordísar Erlu Zoëga prýða auglýsingaskjái á flettiskiltum og auglýsingaskjám víða um höfuðborgarsvæðið. Lífið 30.10.2025 15:53
Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Það vakti talsverða athygli á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í gær þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri var með sólgleraugu á meðan hún kynnti húsnæðisuppbyggingu í hverfinu. Lífið 30.10.2025 15:08
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30.10.2025 15:01
Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna bjarta 120 fermetra íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og innréttuð af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræði ræður ríkjum. Ásett verð er 109,9 milljónir. Lífið 30.10.2025 12:00
Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Patrekur Jaime tekur hrekkjavökuna með trompi í ár og ætlar að klæða sig í þrjá metnaðarfulla búninga. Þema búninganna eru „latínó íkon“ og sá fyrsti er brasilíska ofurfyrirsætan Adriana Lima. Lífið 30.10.2025 11:08
„Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ósk Gunnarsdóttir, markaðs- og viðburðastýra og últrarhlaupari, greinir frá því að hún hafi vaknað aðfaranótt laugardags með svima og dofa í hægri hlið líkamans. Hún getur enn ekki gengið óstudd og dvelur nú á taugalækningadeild Landspítalans. Frá þessu greinir hún á samfélagsmiðlum. Lífið 30.10.2025 08:31