Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Grímuklæddir og óauðkenndir útsendarar innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna stöðvuðu Elaine Miles, bandaríska leikkonu, og neituðu að viðurkenna persónuskírteini frumbyggjaættbálks hennar. Dæmi eru um að frumbyggjar hafi verið handteknir í herferð Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. Lífið 28.11.2025 09:01
Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Ævintýramaðurinn Garpur I. Elísabetarson ákvað að klifra fjallið Súlur á Stöðvarfirði einn síns liðs. Á leiðinni upp missti hann takið og féll niður fimmtán metra. Klifurlína, hjálmur og mosagróið berg dempuðu fallið og björguðu lífi hans. Fall er fararheill og ákvað Garpur að reyna aftur við fjallið með góðum félögum. Lífið 28.11.2025 07:02
Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Hulda Salóme Guðmundsdóttir var 57 ára þegar hún fór í DNA próf til að sanna fyrir bróður sínum að hún væri alsystir systkina sinna en hann grunaði á einhvern óútskýrðan hátt að hún væri hálfsystir þeirra. Lífið 27.11.2025 20:02
Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 27.11.2025 15:03
Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi. Lífið 27.11.2025 09:33
Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. Lífið 27.11.2025 09:02
Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Rússneskur þjálfari og áhrifavaldur fór í hjartastopp í svefni og lést, eftir að hafa borðað um 10.000 hitaeiningar á dag í mánuð. Hann hugðist þyngjast til að léttast svo aftur, til að sýna fram á að æfingarprógrammið hans virkaði. Lífið 27.11.2025 08:50
Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Árið 2015 greindi breski rithöfundurinn Matt Haig aðdáendum frá umfjöllunarefni næstu bókar sinnar á Twitter. Viðbrögðin urðu önnur en hann ætlaði. Lífið 27.11.2025 07:02
50+: Það má segja Nei við barnapössun Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun. Lífið 27.11.2025 07:02
Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Gummi Ben og Eva Laufey brettu upp ermar á dögunum og hentu í ítalska matarveislu fyrir þrjú hundruð manns. Lífið 26.11.2025 17:02
Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Í síðasta þætti af Gott kvöld með þeim Benedikt Valssyni og Sverri Þór Sverrissyni mætti Inga Sæland formaður Flokks fólksins í spjall sem var heldur fróðlegt og skemmtilegt. Lífið 26.11.2025 15:02
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26.11.2025 14:52
Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans. Lífið 26.11.2025 11:32
Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline. Lífið 26.11.2025 11:25
Menningarmýs komu saman í jólafíling Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 26.11.2025 10:00
Retró-draumur í Hlíðunum Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna. Lífið 26.11.2025 09:59
Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Lífið 26.11.2025 09:15
„Ég heillast af hættunni“ „Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi. Lífið 26.11.2025 07:02
„Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Grínistinn og útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason og leikkonan Berglind Halla Elíasdóttir, fagna tíu ára sambandsafmæli sínu í dag. Í tilefni þess birti Bolli einlægi færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 25.11.2025 16:11
Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Við Lækjargötu í Hafnarfirði stendur hið glæsilega einbýlishús Þórsmörk. Húsið er 259 fermetrar að stærð á þremur hæðum og byggt árið 1927. Ásett verð er 199 milljónir króna. Lífið 25.11.2025 15:27
Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Þau Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og Sandra Barilli mættu sem gestir í síðasta þátt af Ísskápastríðinu á fimmtudagskvöldið á Sýn. Lífið 25.11.2025 14:00
Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Sunna Ben Guðrúnardóttir, plötusnúður og ljósmyndari, og Andri Freyr Þorgeirsson, tónlistarmaður, létu pússa sig saman við litla og persónulega athöfn þann 22. nóvember síðastliðinn. Lífið 25.11.2025 13:39
Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. Lífið 25.11.2025 12:56
Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Axel Þór Eysteinsson er fjögurra stúlkna faðir og eiginmaður sem býr í Kópavogi. Lífið hefur verið gott en allir þurfa þó að takast á við eitthvað og segir Axel að hann hafi fengið kerfið til að takast á við. Lífið 25.11.2025 12:02
Theodór Elmar og Pattra í sundur Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman. Lífið 25.11.2025 11:19