Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni.

Lífið
Fréttamynd

Fyrst skíði og nú golf

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni.

Lífið
Fréttamynd

Drakk ó­geðs­lega illa og hætti eftir blindafyllerí

Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Lífið
Fréttamynd

„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“

„Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið.

Lífið
Fréttamynd

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug

Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir

Einn heppin Lottó-spilari var einn með fjórfaldan fyrsta vinning í Lottó kvöld og fær rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að mið vinningshafans hafi verið í áskrift.

Lífið
Fréttamynd

Stefnir á sigur í stærstu kokka­keppni heims

Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. 

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug selur glæsiíbúð í Reykja­vík

Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Vægar viðreynslur en engir pervertar

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Vikt­or Már Snorra­son mat­reiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Beckham á spítala

David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla.

Lífið
Fréttamynd

Albert og Guð­laug saman í fríi á Ibiza

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Byggir á viðskiptamódeli banda­rískrar trúboðsstöðvar

Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.

Lífið
Fréttamynd

Euro­vision að­dá­endur flykkjast enn til Húsa­víkur

Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Lífið