Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. Lífið 1.7.2025 16:26
Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Lífið 1.7.2025 16:16
Fyrst skíði og nú golf Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni. Lífið 1.7.2025 13:35
Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Júlímánuður er handan við hornið og sumargleðin er í hámarki. Sólríkar utanlandsferðir og skvísulæti einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Lífið 30.6.2025 10:13
Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar. Lífið 30.6.2025 10:05
„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. Lífið 30.6.2025 07:02
„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. Lífið 29.6.2025 22:01
Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko John Travolta kom gestum á Grease sing-a-long sýningu á óvart í gærkvöldi þegar hann mætti þangað í gervi Danny Zuko. Lífið 29.6.2025 19:33
Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Kanadíski leikarinn Elliot Page frumsýndi nýja kærustu sína, leikkonuna Juliu Shiplett, með því að birta mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman á regnbogagötunni Skólavörðustíg. Lífið 29.6.2025 15:00
Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes. Lífið 29.6.2025 14:27
Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 29.6.2025 07:02
Sonur Rögnu og Árna fæddur Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum. Lífið 28.6.2025 22:27
Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Einn heppin Lottó-spilari var einn með fjórfaldan fyrsta vinning í Lottó kvöld og fær rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að mið vinningshafans hafi verið í áskrift. Lífið 28.6.2025 20:13
Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lilja Sif Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Supranational 2025, var í gærkvöld krýnd Miss Supranational Europe sem efsti evrópski keppandinn. Einnig hlaut hún verðlaun sem myndfríðasti keppandinn. Lífið 28.6.2025 10:37
Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 28.6.2025 07:01
Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Lífið 27.6.2025 22:41
Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hefur sett rúmgóða og smekklega 144,9 fermetra íbúð við Háteigsveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er í húsi frá árinu 1946, teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 129,9 milljónir króna. Lífið 27.6.2025 16:21
Vægar viðreynslur en engir pervertar Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. Lífið 27.6.2025 14:39
Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Lífið 27.6.2025 11:42
Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram. Lífið 27.6.2025 11:37
Beckham á spítala David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla. Lífið 27.6.2025 09:34
Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum. Lífið 27.6.2025 09:28
Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson. Lífið 27.6.2025 07:01
Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Lífið 26.6.2025 23:34