Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit. Lífið 24.1.2026 13:38
Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og einkaþjálfari, kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna, líkt og greint var frá í slúðurdálki Mannlífs í gær. Lífið 24.1.2026 09:56
„Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ „Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum. Lífið 24.1.2026 09:32
Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er byrjuð á TikTok til að miðla þar efni um störf lögreglunnar. Fyrsta myndbandið á aðganginum fjallar um piparúða og voru útvarpsmennirnir Egill Ploder Ottósson og Ríkharður Óskar Guðnason úðaðir. Lífið 23.1.2026 10:54
Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Sú óvænta staða kom upp í undankeppni Gettu betur að lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík kepptu á móti hvort öðru tvisvar í röð. Kvenskælingar, sem töpuðu báðum umferðum, eru svekktir en gömul Gettu betur-kempa segir að óheppni og „feil í kerfinu“ hafi valdið þessum tvöfalda tjarnarslag. Lífið 22.1.2026 19:09
Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Aðalleikarar geysivinsælu þáttanna Heated Rivalry hafa verið valdir sem formlegir kyndilberar Vetrarólympíuleikanna sem hefjast í febrúar. Lífið 22.1.2026 15:01
Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins. Lífið 22.1.2026 10:01
Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Ofurhlauparinn Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, eiga von á barni í sumar. Lífið 22.1.2026 09:33
Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Ég sat skömmustuleg við eldhúsborðið og skrollaði á Facebook yfir afgöngum af jólakonfekti – þar fór súkkulaði- og samfélagsmiðlabindindi janúarmánaðar fyrir bí – þegar mér svelgdist skyndilega á. Lífið 22.1.2026 07:01
Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segist hafa leitað til miðilsins Önnu Birtu Lionaraki sem hann segir að hafi séð fyrir að hann þyrfti að leita til læknis. Tveimur mánuðum eftir miðilsheimsóknina hafi hann greinst með lífshættulega kransæðastíflu. Lífið 21.1.2026 16:50
Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Anna Birta Lionaraki er eftirsóttur miðill, bæði hér heima og erlendis. Hún uppgötvaði miðilshæfileikana á unglingsaldri og reyndi fyrst um sinn að afneita þessum eiginleika. Í dag lifir hún í sátt við sína tilveru, starfar sem miðill og lifir á því. Lífið 21.1.2026 15:02
Désirée prinsessa látin Prinsessan Désirée Elisabeth Sibylla, Silfverschiöld-barónessa og eldri systir Karls Gústafs XVI Svíakonungs, lést miðvikudaginn 21. janúar 2026, 87 ára að aldri. Lífið 21.1.2026 12:25
Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Poppsöngkonan Meghan Trainor er orðin þriggja barna móðir eftir að staðgöngumóðir eignaðist stúlku. Trainor segir staðgöngumæðrun hafa verið öruggustu leiðina fyrir hjónin til að stækka fjölskyldu sína. Lífið 21.1.2026 11:45
Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynlífstækjaverslunin Blush virðist hafa tekið vöru umdeildrar klámleikkonu úr sölu eftir að auglýsing á samfélagsmiðlum vakti hörð viðbrögð víða. Móðir sem fordæmdi söluna segir vörur sem þessar grafa undan kvenréttindum og senda skökk skilaboð út í samfélagið. Lífið 21.1.2026 10:18
Kynntist manninum á Tinder í Covid Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt. Lífið 21.1.2026 09:47
Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. Lífið 20.1.2026 20:57
Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti lýðinn. Lífið 20.1.2026 20:00
Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, birti á TikTok í gær skjáskot af samskiptum sínum við ónefndan knattspyrnumann. Viðkomandi segist þar eiga kærustu og sé ekki samkynhneigður en vilji samt hitta Binna aftur til að sofa hjá honum. Lífið 20.1.2026 13:15
Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt. Lífið 20.1.2026 12:03
Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Það var gríðarlegt fjör í KR heimilinu á laugardagskvöld þegar Vesturbæingar blótuðu þorrann með miklum stæl. Meðal gesta voru Komið gott skvísurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, grínistinn Bergur Ebbi, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Eva Björg Ægisdóttir og svo mætti lengi telja. Lífið 20.1.2026 11:20
Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína. Lífið 20.1.2026 10:26
Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Elín Íris Fanndal Jónasdóttir varaþingmaður Flokks fólksins sagði brot af ævintýralega harðneskjulegu uppeldi sínu en móðir hennar „fór í Kanann“ frá fjórum börnum. Faðir hennar gat fyrirgefið framhjáhaldið en aldrei með hverjum það var. Lífið 20.1.2026 09:52
„Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til. Lífið 20.1.2026 09:04
Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York „Ég hélt alltaf að það væri einhver leikþáttur hjá kananum að vera svona „næs“ en það kom mér á óvart að hann er yfirleitt einlægt bara svona,“ segir forritarinn Árni Freyr Magnússon sem flutti til New York til að fara í meistaranám við hinn virta háskóla Columbia. Í kjölfarið fékk hann vinnu hjá sprotafyrirtæki í Brooklyn og þá var ekki aftur snúið. Lífið 20.1.2026 07:02