Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood

Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Voru flutt inn saman eftir mánuð

Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017.

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara“

Útvarpsmaðurinn Gústi B plataði söngvarann Eyþór Inga til þess að taka símahrekk sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar. Líkt og þekkt er hefur Eyþór einstakt lag á eftirhermum og nýtti hæfileikann í símtalinu.

Lífið
Fréttamynd

„Bane“ vann brasilískt jiu-jitsu mót

Leikarinn Tom Hardy gerði sér lítið fyrir og tók heim gullverðlaun á brasilísku jiu-jitsu móti á Englandi um helgina. Samkvæmt the Guardian vann hann alla bardagana sína á mótinu. Netverjar hafa grínast með hvernig það sé fyrir aðra keppendur í íþróttinni að þurfa að mæta „Bane“.

Lífið
Fréttamynd

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn

Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Lífið
Fréttamynd

Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.

Lífið
Fréttamynd

„Það er svo gaman að lifa“

Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir.

Lífið
Fréttamynd

Vinir Cöru Delevingne hafa miklar áhyggjur af heilsu hennar

Heilsa fyrirsætunnar Cöru Delevingne hefur verið mikið í umræðunni vestanhafs og virðast vinir hennar hafa miklar áhyggjur. Leikkonan Margot Robbie sást meðal annars koma grátandi út af heimili Cöru sama dag og fyrirsætan átti að vera á viðburði sem hún mætti ekki á. 

Lífið
Fréttamynd

Kokkurinn úr Matador látinn

Danska leikkonan Elin Reimer er látin 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Matador sem naut mikilla vinsælda á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa verið viðhald Adam Levine

Áhrifavaldurinn Sumner Stroh segist hafa verið viðhald Maroon 5 söngvarans Adam Levine. Hún segir sambandið hafa staðið yfir í ár. Óljóst er hvenær meintu sambandi lauk en hún segir þau ekki hafa átt í samskiptum í nokkra mánuði. Nýlega tilkynnti Adam að von sé á þriðja barni hans og eiginkonu sinnar Behati Prinsloo.

Lífið
Fréttamynd

Prestar meira kinkí en trúboðar

Ný þáttaröð af Allskonar kynlíf er kominn í loftið á Stöð 2. Í þriðja þætti var fjallað um það að vera kinkí eða almennt um hugtakið kink og könnuðu Ahd og Sigga Dögg kynfræðingur það með skemmtilegum leiðum.

Lífið
Fréttamynd

Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjöl­skyldunnar í Sví­þjóð

Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum.

Lífið
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.