Lífið

Björk sló í gegn í Los Angeles

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Lífið

Íslensk CrossFit stjarna á forsíðu Women´s Fitness

CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er glæsileg þar sem hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Women´s Fitness . Blaðið er virt og vinsælt rit sem hefur fjölmarga lesendur um allan heim og fjallar um hreyfingu og heilsu kvenna.

Lífið

Opna sig um opin sam­bönd við Wil­son bræður

Í nýjum þætti af spjallþættinum The Drew Barrymore Show ræða leikkonurnar Drew Barrymore og Kate Hudson um sambönd sín við bræðurna Luke Wilson og Owen Wilson. Þær tala frjálslega um það að sambönd þeirra hafi verið opin og rifja þær hlægjandi upp gamlar minningar.

Lífið

Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi

Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971.

Lífið

Fyrsta platan, síðasta naslið

Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd.

Tónlist

Vill auka fjölbreytileikann í forritun

Gamithra Marga var fyrsta stelpan sem vann forritunarkeppni framhaldsskólanna og tók þátt fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í keppnisforritun. Hún heldur nú forritunarnámskeið sem er ætlað stelpum, sís og trans, intersex og kynsegin ungmennum.

Lífið

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu

Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

Lífið

Viðtalið sem allir Spider-Man aðdáendur hafa beðið eftir

Aðdáendur Spider-Man myndanna hafa beðið spenntir eftir viðtali þar sem allir leikarnir sem hafa leikið hann koma saman. Draumurinn rættist og komu þeir Tom Holland, Andrew Garfield og Tobey McGuire saman í viðtali hjá Pete Hammond. Viðtalið fór fram í gegnum fjarskiptabúnað og virtust þeir allir vera hæstánægðir með hvorn annan.

Lífið

Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify

Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19.

Lífið

Bónorð í bíó

Rómantíkusinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro kærustu sína til nokkurra ára um að giftast sér í Sambíóunum Egilshöll eftir heimagerða stuttmynd.

Lífið

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tónlist