Lífið samstarf

Grófur sveitastíll í fágaðri kantinum

Bætt um betur

Hönnunarþættirnir Bætt um betur eru frábær innblástur fyrir fólk í framkvæmdum.

Grófur sveitastíll getur verið mjög flottur í inn í eldri hús og sumarbústaði og þarf alls ekki að vera óheflaður. Þau Ragnar og Hanna Stína útfærðu fallegt hús í sveit í þessum stíl og útkoman er bæði fáguð og flott.

Hér má fletta í gegnum myndir af húsinu og fá hressilegan innblástur ef taka á í gegn heima:

Grænar veggflísar ásamt grábæsuðum við í innréttingunum tala vel saman. Handlaugartæki og postulínsvaskur koma frá Ísleifi. 

Græna veggfóðrið frá Sérefni heitir Sequioa kemur með náttúruna inn í rýmið. Einnig er veggfóður í bakinu á skápunum í fataherberginu sem er einsog það sé ofið - það heitir Puro Gunmetal. Allar mublur og aukahlutir koma frá Tekk fyrir utan rúmgaflinn. 

Grófu hörgardínurnar koma frá Casa Lisa og taka vel utan um rýmið. Efnið heitir Verona litur númer 6. 

Lýsingin kórónar svo sveitastemninguna en lesljósin við rúmið og loftljós koma frá frá Lýsingu og hönnun.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Klippa: Draumahús Tómasar og Idu varð enn fallegra





Fleiri fréttir

Sjá meira


×