Lífið

32C kemur rappinu á kortið

Félagarnir Dabbi T, Emmsjé Gauti og Nagmús hafa stofnað rappsveitina 32C og er fyrsta lag hennar, É É É É, á leið í útvarpsspilun.

Tónlist

Katrín á sigurbraut

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldurs­götunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky.

Menning

Alíslensk tónleikadagskrá

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á heldur sérstökum tónleikum í kvöld, en á þeim verður einungis flutt tónlist eftir íslensk tónskáld. Ástæðan fyrir verkavalinu er sú að hljómsveitin heldur utan í næsta mánuði og kemur fram á tónleikum í Japan. Af því tilefni var sett saman þessi tónleikadagskrá þar sem kynnt er tónlist eftir nokkur af helstu tónskáldum íslensku þjóðarinnar.

Tónlist

Busta Rhymes haldið og sleppt

Bandaríski rapparinn Busta Rhymes, fékk heldur óblíðar móttökur á City flugvellinum í London í dag. Rapparinn var mættur á svæðið til að taka þátt í góðgerðatónleikum á ekki ómerkari stað en Royal Albert Hall. Honum var hins vegar stungið í steininn þegar hann steig út úr einkaþotunni þrátt fyrr að vera með fullgilt atvinnuleyfi í Bretlandi. Lögregla gaf þá skýringu að Busta ætti einhver óútkljáð mál heima fyrir gagnvart þarlendri lögreglu.

Lífið

Blaine á hvolfi

Bandríski töframaðurinn og ofurhuginn David Blaine komst heill og ómeiddur frá nýjasta glæfrabragði sínu í gær.

Lífið

Bjössi súpermódel svaramaður í stjörnubrúðkaupi

„Já það er rétt. Ég er að fara að ganga í það heilaga 18. október," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Svörtum englum þegar Vísir spyr hvort hún sé um það bil að ganga í heilagt hjónaband.

Lífið

Kakan var bara nokkuð góð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bloggaði í gær að þegar ríkisstjórnin hélt 100. fundinn í gærmorgun kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, með ljúffenga, heimabakaða tertu til hátíðabrigða. Vísir hafði samband við Þorgerði og spurði hvort kona í hennar stöðu hefur tíma í kökubakstur og hvernig kakan smakkaðist.

Lífið

Sharon Stone missir forræði yfir syninum

Meðfylgjandi mynd var tekin af leikkonunni Sharon Stone þegar hún fékk sér kaffi eftir að hún missti forræðið yfir átta ára syni hennar og fyrrverandi eiginmanni, Phil Bronstein. Í dómsúrskurðinum er því haldið fram að Phil er færari um að sjá um drenginn því hann býr í stöðugra umhverfi en Sharon.

Lífið

Clay Aiken úr skápnum í dag

American Idol-stjarnan Clay Aiken mun játa að hann sé hommi í viðtali við tímaritið People sem birtist á vefsíðu þess síðar í dag.

Lífið

Vinsæl Abba-sýning kemur til Íslands

Hið ótrúlega Abba-æði sem gengið hefur yfir Ísland virðist engan enda ætla að taka. Ríflega hundrað þúsund manns hafa séð kvikmyndina Mamma Mia! í bíóhúsum landsins og plata með tónlistinni úr myndinni hefur rokið út. Abba-óðir Íslendingar fá nú enn eitt tilefnið til að gleðjast því vinsælasta Abba-sýning í heimi er á leið til landsins. Sýningin kallast The Music of Abba og er flutt af sænsku hljómsveitinni Arrival.

Lífið

100 myndir frá 27 löndum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum.

Menning

Vox vantar raddir

Kórinn Vox academica er að hefja sitt 13. starfsár. Vox academica er blandaður 60 manna kór skipaður tónlistarmenntuðu fólki og þrautreyndum kórsöngvurum. Æfingar eru einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum og fyrsta mánudag hvers mánaðar.

Menning

Thiago í gítarkeppni á netinu

Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu.

Tónlist

Tilbrigðatónsmíðar í kvöld

Kammerhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis­götu í kvöld kl. 20. Á þessum fyrstu tónleikum starfsvetrarins, sem bera yfirskriftina „Fram og til baka", verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum.

Menning

Fyrsti íslenski einsöngleikurinn

Einsöngleikur Lýðveldisleikhússins um skemmtikraftinn Kinki Geir Ólafsson eftir Benóný Ægisson verður sýndur í tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið klukkan átta.

Lífið

Metallica í frægðarhöllina

Rokksveitin Metallica er á leið í hina amerísku tónlistarfrægðarhöll. The Stooges og Run DMC hljóta einnig inngöngu í höllina þetta árið.

Lífið

Ragnar Magnússon kominn til Reyðarfjarðar

Ragnar Magnússon athafnamaður er fluttur af höfuðborgarsvæðinu og farinn að starfa hjá álverinu í Reyðarfirði. Hann hefur aðsetur á Egilsstöðum og lætur vel af lífinu. „Ég kann ágætlega við mig hérna í sveitinni," segir Ragnar.

Lífið

Mariah Carey vill næði á klósettinu

Söngkonan Mariah Carey fer aldrei út á meðal almennings nema í fylgd fjölda lífvarða. Þegar Mariah þarf nauðsynlega að nota almenningsklósett skipar öryggissveit söngkonunnar öllum konum að yfirgefa kvennasalernið í tíu mínútur á meðan Mariah lýkur sér af.

Lífið

Nýtt lag frá Lay Low

Önnur plata Lay Low nefnist Farewell Good Night"s Sleep og fer fyrsta lagið af henni, By and By, í spilun í dag. Platan kemur út sextánda október á vegum Cod Music og um kvöldið mun Lay Low halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún verður einnig á meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves-hátíðinni skömmu síðar.

Tónlist

Stjörnurnar í Litla Bretlandi ætla í bíó

Matt Lucas sem undanfarin ár hefur varið á kostum í hinum ýmsu hlutverkum í bresku gamanþáttunum Little Britain segir að hann og félagi hans úr þáttunum David Walliams vinni nú að kvikmyndahandriti.

Lífið

Biðst afsökunar á klósettferðinni

Breski söngvarinn George Michael hefur beðist afsökunar á framferði sínu en síðastliðinn föstudag var hann handtekinn á almenningssalerni í kjölfarið að lögreglan fann í fórum hans krakk og kannabis.

Lífið

Nektarsenur í Svörtum englum erfiðar

Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hafi það.

Lífið

Hefðin og arfleifðin - Arnaldur í viðtali hjá The Times

„Bækur Arnalds veita innsýn í hið sérstaka hugarfar Íslendinga og það virðast lesendur um gervallan heiminn kunna að meta,“ skrifar Doug Johnstone, blaðamaður hjá The Times og rithöfundur að auki, í viðtali sem hann tók við Arnald Indriðason og birtist í blaðinu á föstudaginn.

Lífið

Mynd af flugvélarflaki poppgoðs

Fyrrverandi trommari hljómsveitarinnar Blink 182, Travis Barker, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að Lear þota sem hann var farþegi í hrapaði í Suður Karólínu í Bandaríkjunum.

Lífið