Lífið

Metallica í frægðarhöllina

James Hetfield er söngvari Metallica.
James Hetfield er söngvari Metallica.
Rokksveitin Metallica er á leið í hina amerísku tónlistarfrægðarhöll. The Stooges og Run DMC hljóta einnig inngöngu í höllina þetta árið.

Frægðarhöllin var sett á laggirnar árið 1984 og er hugsuð fyrir þær hljómsveitir og söngvara sem þykja vera óaðskiljanlegur hluti af tónlistarsögunni.

Tónlistarmenn og hljómsveitir geta í fyrsta lagi komist á stall í höllinni 25 árum eftir útgáfu fyrstu breiðskífunnar.

Madonna, John Mellencamp, The Ventures, Leonard Cohen og The Dave Clark Five eru meðal þeirra sem hlutu inngöngun í höllina fyrri ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.