Lífið

Biðst afsökunar á klósettferðinni

Poppstjarnan George Michael.
Poppstjarnan George Michael. MYND/AFP
Breski söngvarinn George Michael hefur beðist afsökunar á framferði sínu en síðastliðinn föstudag var hann handtekinn á almenningssalerni í kjölfarið að lögreglan fann í fórum hans krakk og kannabis.

Í yfirlýsingu frá söngvaranum biður hann aðdáendur sína afsökunar á mistökum sínum. Jafnframt lofar hann því að hann hyggst bæta ráð sitt.

Frægt varð fyrir fáeinum árum þegar George var handtekinn fyrir það sem yfirvöld kölluðu ósiðlegt athæfi á almenningssalerni einu í Los Angeles.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.