Lífið

Ragnar Magnússon kominn til Reyðarfjarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Magnússon er kominn til Reyðarfjarðar. Mynd/ Stöð 2.
Ragnar Magnússon er kominn til Reyðarfjarðar. Mynd/ Stöð 2.

Ragnar Magnússon athafnamaður er fluttur af höfuðborgarsvæðinu og farinn að starfa hjá álverinu í Reyðarfirði. Hann hefur aðsetur á Egilsstöðum og lætur vel af lífinu. „Ég kann ágætlega við mig hérna í sveitinni," segir Ragnar.

Ragnar hefur fjölbreyttan starfsferil að baki og hefur oft verið kenndur við skemmtistaðinn Oliver, sem hann rak um skeið. Hann hefur þó líklegast aldrei verið meira áberandi en undanfarna daga vegna Kompássþáttar sem sýndur var í gær þar sem sagt er frá deilum hans og Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, meints handrukkara.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.