Nektarsenur í Svörtum englum erfiðar 22. september 2008 15:49 Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hefur það. Hvernig upplifðir þú að leika í Svörtum englum? „Mér fannst þetta mjög gaman. Ég veit ekki hvort það er klisja eða klassík að segja hvað það er gaman að fara úr leikhúsinu fyrir framan kameruna. Þar myndast öðruvísi nálægð við áhorfendur eða öðruvísi galdur í augnablikinu. Mín upplifun þegar leikstjórinn öskrar action þá er mikil krafa um að allt takist. Það er skrýtið að ganga frá þessu og vita að verkið er tilbúið og sýningar hafnar. Allt annað en í leikhúsinu því ef maður er lélegur á föstudegi og sér hvað maður gerði vitlaust þá leggur maður sig fram við að laga það á laugardegi." Var ekkert mál að leika í nektarsenunni? „Jú það er að sjálfsögðu mál. Ímyndaðu þér að fara úr fötunum með manni sem þú ert búin að þekkja í klukkutíma með 10 manns í herberginu. Við þannig aðstæður fara allar BA gráður út um gluggann og maður verður bara lítill feiminn strákur úr Keflavík. Eina sem hægt er að gera er að sleppa tökunum þegar það þarf að taka upp senuna," svarar Davíð. Mega áhorfendur eiga von á fleiri nektarsenum í þáttunum? „Það eru einhverjir berir kroppar í komandi þáttum en það verður að koma í ljós." Ertu búinn að fá þér umboðsmann? „Nei ertu með einhverja tillögu?" spyr Davíð að lokum. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hefur það. Hvernig upplifðir þú að leika í Svörtum englum? „Mér fannst þetta mjög gaman. Ég veit ekki hvort það er klisja eða klassík að segja hvað það er gaman að fara úr leikhúsinu fyrir framan kameruna. Þar myndast öðruvísi nálægð við áhorfendur eða öðruvísi galdur í augnablikinu. Mín upplifun þegar leikstjórinn öskrar action þá er mikil krafa um að allt takist. Það er skrýtið að ganga frá þessu og vita að verkið er tilbúið og sýningar hafnar. Allt annað en í leikhúsinu því ef maður er lélegur á föstudegi og sér hvað maður gerði vitlaust þá leggur maður sig fram við að laga það á laugardegi." Var ekkert mál að leika í nektarsenunni? „Jú það er að sjálfsögðu mál. Ímyndaðu þér að fara úr fötunum með manni sem þú ert búin að þekkja í klukkutíma með 10 manns í herberginu. Við þannig aðstæður fara allar BA gráður út um gluggann og maður verður bara lítill feiminn strákur úr Keflavík. Eina sem hægt er að gera er að sleppa tökunum þegar það þarf að taka upp senuna," svarar Davíð. Mega áhorfendur eiga von á fleiri nektarsenum í þáttunum? „Það eru einhverjir berir kroppar í komandi þáttum en það verður að koma í ljós." Ertu búinn að fá þér umboðsmann? „Nei ertu með einhverja tillögu?" spyr Davíð að lokum.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira