Lífið

Fyrsti íslenski einsöngleikurinn

Benóný Ægisson.
Benóný Ægisson.

Einsöngleikur Lýðveldisleikhússins um skemmtikraftinn Kinki Geir Ólafsson eftir Benóný Ægisson verður sýndur í tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið klukkan átta.

Kinkir Geir Ólafsson er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin.

Sýningin er einnig upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. ,,Kinkí mun meðal annars leiða dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sín, nafla alheimsins: 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr."

Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason en tónlist og texti er eins og áður sagði eftir Benóný Ægisson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.