Lífið

McCartney í Ísrael - Ást og friður í Miðausturlöndum

McCartney með friðarmerkið á lofti.
McCartney með friðarmerkið á lofti. MYND/AP
Hinn 66 ára gamli Sir Paul McCartney kemur í fyrsta sinn fram í Ísrael á fimmtudaginn þegar hann treður upp fyrir ríflega 50.000 áhorfendur í Yarkon-garðinum í Tel Aviv.

Paul sagði við aðdáendur sína á Ben-Gurion flugvellinum í Tel Aviv að hann legði áherslu á ást og frið í Miðausturlöndum.

Árið 1965 komu ísraelsk stjórnvöld í veg fyrir að Bítlarnir héldu tónleika í landinu vegna ótta við að félagarnir frá Liverpool myndu spilla æsku landsins. Paul segir að honum og félögum sínum hafi þátt atvikið fyndið. En þeir fundu til með umboðsmanni sveitarinnar - Brian Epstein - en hann var gyðingur.

Yfirvöld báðu Paul og Ring Starr afsökunar á ákvörðun sinni fyrr á þessu ári og sendu jafnframt fjölskyldum John Lennon og George Harrison afsökunarbeiðni.

Paul lofar miklu stuði á tónleikunum á fimmtudaginn en hann hyggst leika Bítlalög í bland við lög frá sólóferli sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.