Lífið

Blaine á hvolfi

Bandríski töframaðurinn og ofurhuginn David Blaine komst heill og ómeiddur frá nýjasta glæfrabragði sínu í gær.

David Blaine er þekktur fyrir ýmis töfra- og glæfrabrögð. Hann hefur reynt að halda jafnvægi á þrjátíu metra hárri stöng, hann var lokaður í ísklumpi í rúmlega tvo daga og fastaði í fjörutíu og fjóra daga meðan hann hélt til í kassa.

Á mánudaginn lét hann hengja sig á fótunum með höfuðið niður yfir skautasvelli í Central garði í New York. Ekkert öryggisnet var undir honum. Þannig ætlaði hann að hanga óslitið í sextíu klukkustundir.

Það gerði hann án þess að matast eða sofa en varð þó að drekka vökva með reglulegu millibili samkvæmt læknisráði til að koma í veg fyrir ofþornun. Það útheimti pissupásur. Áhorfendur segja að með því hafi Blaine svindlað en hann segist ekki hafa átt aðra kosti.

Þegar Blaine var losaður í gærkvöldi fagnaði hann afrekinu í beinni sjónvarpsútsendingu með því að kasta sér af tæplega fjórtán metra háum palli festur í beisli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.