Lífið

Jackson kvaddur

Fjölskylda og vinir poppkóngsins Michaels Jackson kvöddu hann í hinsta sinn þegar hann var jarðaður í Los Angeles. Á meðal þeirra tvö hundruð gesta sem voru viðstaddir jarðarförina voru Elizabeth Taylor, Macaulay Culkin og upptökustjórinn Quincy Jones. Gladys Knight söng við athöfnina auk þess sem mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton hélt ræðu.

Lífið

Óvinsæll sálfræðingur

Samkvæmt tímaritinu National Enquirer hafa vinsældir sjónvarpssálfræðingsins Dr. Phil dalað þónokkuð síðustu ár. „Það er allt á hvolfi hjá Dr. Phil. Einu sinni þótti þetta góður staður til að vinna á, en ekki lengur. Áður unnu hér um 250 manns en nú eru aðeins hundrað starfsmenn eftir. Vinnuálagið á þá starfsmenn sem eru eftir er gífurlegt og minnir helst á þrælabúðir,“ var haft eftir starfsmanni Dr. Phils.

Lífið

Megan Fox er geðveik

Kynbomban Megan Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Transformers, sagði í nýlegu viðtali að hún héldi að hún væri haldin einhvers konar geðröskun.

Lífið

Góðgerðar þolfimiveisla

„Við ætlum að taka höndum saman og hreyfa okkur til góðs,“ segir Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion Fitness Festival sem fram fer helgina 11. og 12. september í World Class Laugum. Þetta er í sjöunda sinn sem Unnur stendur fyrir hátíðinni. Eins og fyrri ár mun Páll Óskar Hjálmtýsson opna hátíðina og vera plötusnúður í þolfimi- og dansveislu föstudaginn 11. september kl. 18 í Laugum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en allur ágóðinn mun renna óskiptur til Umhyggju, stuðningsfélags langveikra barna.

Lífið

Nýr trommari Jeff Who?

„Þetta er mjög skemmtileg músík til að spila. Hún býður upp á að maður refsi settinu vel,“ segir Axel Árnason, einn ötulasti upptökustjóri landsins og nýr trommari hljómsveitarinnar Jeff Who?

Lífið

Vinnuslys á leiksviði

Leikkonan Cate Blanchett slasaðist á sýningu á leikritinu Sporvagninum Girnd í Ástralíu þegar mótleikari hennar kastaði útvarpstæki í höfuð hennar. Joel Edgerton, sem fer með hlutverk Stanley, kastaði útvarpinu eilítið of fast með þeim afleiðingum að Cate fékk það í höfuðið. Cate vankaðist við höggið og féll á gólfið en ákvað að halda leiknum áfram. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún yrði að hætta þar sem það blæddi úr höfði hennar og því var leiksýningunni frestað. Kvöldið eftir var Cate þó mætt aftur til vinnu eins og ekkert hefði í skorist.

Lífið

Trúlofuð eða ekki?

Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins OK! er greint frá því að leikararnir Robert Pattison og Kristen Stewart, sem þekktust eru fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight, séu trúlofuð. „Ef Kristen er að leita að Rob þá spyr hún hvort fólk hafi séð eiginmann sinn og Rob hefur gaman af því að kynna hana sem eiginkonu sína. Þau haga sér eins og ástfangnir unglingar, það er agalega sætt,“ var haft eftir heimildarmanni.

Lífið

Ég drap mömmu

Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum.

Lífið

Butler vill ekki Bond

Leikarinn Gerard Butler hefur gefið í skyn að hann hefði ekki áhuga á að leika James Bond ef honum yrði boðið hlutverkið. Hann telur að áhorfendur ættu erfitt með að venjast honum í öðrum hlutverkum ef hann tæki við sem 007.

Lífið

Hátíð bókmenntanna

Á morgun hefst Bókmenntahátíð í Reykjavík í níunda sinn með hátíðlegri samkomu í Norræna húsinu. Þar liggja um margt rætur hátíðarinnar og hefur húsið ásamt Iðnó lengst af verið aðalvettvangur hátíðarinnar, sem er alltaf fjölsótt af hundruðum áhugamanna um það sem í bókum stendur. Dagskráin á þessari níundu hátíð bókmenntamanna er að vanda viðamikil. Hádegisviðtöl í Iðnó, spjall í eftirmiðdaginn í Iðnó og húslestrar nokkurra höfunda á kvöldin við Tjörnina eru fyrir löngu orðnir fastir liðir og hafa forstöðumenn hátíðarinnar þráast við að færa hana í stærri hús, þótt aðsóknin sé alltaf mikil og oft þröngt setið og staðið þegar áhugaverðir höfundar eru á ferðinni. Eins og oft áður eru haldnir nokkrir fyrirlestrar á hátíðinni og verða þeir ýmist á hinu nýja Háskólatorgi eða í Hátíðasal Háskólans.

Lífið

MJ æði í Verzlunarskólanum

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands ætlar að setja upp söngleikinn Thriller og er gert ráð fyrir að frumsýning verði í Loftkastalanum 4. febrúar næstkomandi.

Lífið

Syngur óð til Jóns Múla

Söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt sínum einstöku Heiðurspiltum ætlar að fagna útkomu sinnar fyrstu sólóbreiðskífu í Austurbæ, miðvikudaginn 9. september. Platan nefnist Á Ljúflingshól og er óður til laga Jóns Múla Árnasonar. Af því tilefni hringdi Vísir í söngkonuna: „Ég er í útlöndum með Hjaltalín. Við erum í Noregi núna. Við erum að spila hérna og komum heim á sunnudag," svarar Sigríður og bætir við að þá byrjar hún væntanlega að æfa fyrir tónleikana með Heiðurspiltum. „Þetta verður bara skemmmtilegt og þægilegt og vonandi vel gert og áheyrilegt," segir Sigríður.

Lífið

Norðlenskt stuð á Kringlukránni

Hátt í 300 ára löng norðlensk söngreynsla verður samankomin á einu sviði helgina 4. til 5. september á Kringlukránni. Þar munu troða upp þau Stefán Jónsson, kenndur við Lúdó, Helena Eyjólfsdóttir, Skapti Ólafsson, Þorvaldur Halldórsson og Geir Ólafsson. Með þeim spila hljómsveit Andra Backmann og Furstarnir. Þau Stefán, Skapti, Helena og Þorvaldur hafa öll sungið í yfir hálfa öld, Andri hefur verið í bransanum í yfir 30 ár og Geir er svo aftur „unglingurinn" í hópnum. Vart þarf að kynna Stefán og Lúdó sem hafa verið heimilisnafn síðan þeir settu tvistinn út. Helena Eyjólfsdóttir er einnig þjóðkunn enda stóð hún lengi vaktina með hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri. Hvað varðar Skapta Ólafsson og Þorvald Halldórsson má nefna að þeir hafa sungið „Allt á fullu" og „Á sjó" frá því að gömlu síðutogararnir voru hámark tækninnar á Íslandi. Til að reyna að létta mönnum kreppuna munu happaþrennur fylgja öllum aðgöngumiðum á þessa skemmtun.

Lífið

Ágústa Johnson: Mjótt mitti á methraða

„Það er ekki hægt að stytta sér leið þegar kemur að því að minnka mittismálið. Við erum hættar að reyra korselettið í fyrsta gat og láta fjarlægja innyflin til að mjókka mittið," svarar Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar brosandi aðspurð hvernig mjótt mitt fæst á skjótan og öruggan máta.

Lífið

Felix slapp við Icesave

„Góð vinkona mín, sem var að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki hér í bæ, hringir í mig og býður mér að koma í prufu fyrir „stærstu auglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi“. Hún sagði að þetta væri auglýsing sem ég vildi ekki missa af fjárhagslega. Það var mjög skýrt,“ segir leikarinn góðkunni Felix Bergsson, sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave-reikninganna í Hollandi.

Lífið

Dagur Kári leikstýrir nýjum sjónvarpsþætti

Dagur Kári Pétursson mun leikstýra nýjum sjónvarpsþætti sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið en þættirnir fjalla um blokk í Breiðholti og persónurnar sem þar búa. „Það er voðalega lítið hægt að segja núna um þættina, við erum bara að fjármagna þá og svona. En þeir eru teikniborðinu,“ segir Jóhann Ævar í samtali við Fréttablaðið.

Lífið

Gríðarleg verðmæti í húfi

„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006.

Lífið

Sex spila í Norðrinu

Tónleikahelgin Norðrið verður haldin á Sódómu Reykjavík um helgina. Á föstudeginum koma fram Cosmic Call, Vicky og Mammút og kvöldið eftir stíga á svið Lydia Grétarsdóttir, Klive og Kira Kira. Mammút hefur þegar spilað í Þýskalandi í tengslum við Norðrið, sem er ætlað að kynna íslenska tónlist þar í landi. Með verkefninu er byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm í Berlín, sem er ein af stærri tónlistar­kaupstefnum í Evrópu. Klive og Kira Kira munu síðan fljótlega fylgja í fótspor Mammúts og spila í Þýskalandi.

Lífið

Dans fyrir alla í Kramhúsinu

„Við ætlum að kynna þá dansstíla sem við verðum að kenna í Kramhúsinu í vetur. Fólki er boðið að koma og læra nokkur spor hjá hverjum kennara og svo verður opið dansgólf að kennslu lokinni,“ segir Sandra Erlingsdóttir, danskennari hjá Kramhúsinu. Sandra, ásamt Natöshu og Rögnu Þyrí, standa að „Street dans jam session“ þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa dansa á borð við hiphop, krump, break dans og locking.

Lífið

Löngu tímabær Bítlaútgáfa

Bítlarnir eru á allra vörum um þessar mundir, bæði vegna nýs tölvuleiks og vegna þess að fjórtán plötur þeirra eru að koma út í endurhljóðblönduðum útgáfum.

Lífið

Veitir kynlífsráðgjöf í Elle

Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood.

Lífið

Brown úr samhengi

Söngvarinn Chris Brown var gestur spjallþáttastjórnandans Larry King fyrr í vikunni. Þar ræddi Brown opinberlega í fyrsta sinn kvöldið sem hann réðst á fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Stutt brot úr viðtalinu þar sem Brown segist ekki muna eftir árásinni hefur verið notað til að auglýsa þáttinn. Brown er óánægður með myndbrotið og segir það gefa ranga mynd af því sem sagt var.

Lífið

Downey í stríð við geimverur

Leikstjórinn Jon Favreau hefur samþykkt, samkvæmt kvikmyndabiblíunni Variety, að leikstýra kvikmyndinni Kúrekar og geimverur eða Cowboys and Aliens. Þeir sem halda að myndin fjalli um kúreka sem eigi í stríði við indjána þar til geimverur lenda á miðri sléttunni í Arizona og gefa stríðinu nýja vídd hafa bara nokkuð rétt fyrir sér. Myndin er byggð á hasarmyndasögu eftir Fred Van Lente og Andrew Foley sem kom út fyrir þremur árum og hefur notið töluverðra vinsælda meðal hasarmyndasagna­nörda.

Lífið

Gammar í tónleikaferð

Ofurgrúppa Daves Grohl úr Foo Fighters, Them Crooked Vultures, er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands síðar á árinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Austin í Texas 1. október en þeir síðustu í London 17. desember. Alls verða tónleikarnir fjórtán og eru farnir til að kynna fyrstu plötu sveitarinnar, Never Deserved the Future, sem kemur hugsanlega út í október.

Lífið

Sjá ekki tilgang í að halda áfram að borga

Ísland í dag: „Við ætlum ekki að láta hlekkja okkur við íbúðina og bílinn,“ segir fjölskyldufaðir í Keflavík sem segir að þrátt fyrir að þau hjón geti enn borgað af skuldum sínum, sjái þau ekki fram á að eignast íbúð sína og bíl nokkurn tíma. Því sé kannski best að hætta að borga og flýja land. Við kynnum okkur mál fjölskyldunnar, fáum skoðun þingmanna og lögfræðinga á málinu. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 í kvöld.

Lífið

Buff leikur lög Magga Eiríks

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann.

Lífið

Vill setja heimsmet á friðardeginum

„Mig langar að reyna að safna eins mörgum einstaklingum og ég mögulega get til að taka þátt í þessum gjörningi. Í heimsmetabók Guinness stendur að metið í öðrum eins gjörningi sé fjórtán hundrað manns og það væri gaman ef hægt væri að slá það met,“ segir Peter Andersson, dansari hjá Íslenska dansflokknum, sem skipuleggur sérstaka friðaröldu í tilefni alþjóðlegs friðardags.

Lífið

Hörmungar hversdagsins

Hallur Ingólfsson og Halldóra Malín Pétursdóttir gefa út plötu 11. september sem heitir Disaster Songs. Hallur segist alltaf hafa langað til að gera plötu sem fjallar um ömurlegar aðstæður frá A til Ö.

Lífið

Sólkrossinn gefinn út í Þýskalandi

„Loðinn um lófana? Tja, þetta er gott forlag og forlög borga eftir stærð. Þetta forlag er mjög stórt þótt þeir upplifi sig örugglega ekki eins og þeir séu einhverjir höfðingjar,“ segir Óttar Martin Norðfjörð en þýski útgefandinn Der Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn að skáldsögu Óttars, Sólkrossinum. Þjóðverjar hafa undanfarin ár verið ákaflega hrifnir af íslenskum rithöfundum, Arnaldur Indriðason er vinsæll spennusagnahöfundur þar og rithöfundar á borð við Auði Jónsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa fengið verk sín útgefin í Þýskalandi að undanförnu. Der Aufbau er virt forlag og gefur út marga af snjöllustu rithöfundum heims, þeirra á meðal Paul Auster. „Þetta er því mikill heiður fyrir mig og ég átti alls ekki von á þessu.“

Lífið