Veitir kynlífsráðgjöf í Elle 3. september 2009 04:15 Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira