Lífið

MJ æði í Verzlunarskólanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands ætlar að setja upp söngleikinn Thriller og er gert ráð fyrir að frumsýning verði í Loftkastalanum 4. febrúar næstkomandi. Söngleikurinn er byggður á lögum Michaels Jackson. Leikstjóri og handritshöfundur er Ívar Örn Sverrisson og mun tónlistarstjórn verða í höndum Jóns Ólafssonar tónlistarmanns.

Reynir Hans Reynisson, formaður Nemendamótsnefndar skólans, segir í tölvupósti sem hann sendi Vísi að gríðarleg eftirvænting sé vegna komandi Nemendamóts. Það megi með sanni segja að nýtt Jackson-æði sé hafið í Verzlunarskólanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.