Lífið

Downey í stríð við geimverur

Nýtt par. Robert Downey Jr. og Jon Favreau eru hugsanlega nýtt par í kvikmyndaheiminum, en þeir ætla að gera kvikmynd um stríð kúreka og geimvera.
Nýtt par. Robert Downey Jr. og Jon Favreau eru hugsanlega nýtt par í kvikmyndaheiminum, en þeir ætla að gera kvikmynd um stríð kúreka og geimvera.

Leikstjórinn Jon Favreau hefur samþykkt, samkvæmt kvikmyndabiblíunni Variety, að leikstýra kvikmyndinni Kúrekar og geimverur eða Cowboys and Aliens. Þeir sem halda að myndin fjalli um kúreka sem eigi í stríði við indjána þar til geimverur lenda á miðri sléttunni í Arizona og gefa stríðinu nýja vídd hafa bara nokkuð rétt fyrir sér. Myndin er byggð á hasarmyndasögu eftir Fred Van Lente og Andrew Foley sem kom út fyrir þremur árum og hefur notið töluverðra vinsælda meðal hasarmyndasagna­nörda.

Þetta verður allt athyglisverðara í ljósi þess að Robert Downey Jr. mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið, því þá er kominn vísir að nýju tvíeyki í Hollywood. Hefð hefur verið fyrir nánu sambandi leikstjóra og leikara og nægir þar að nefna De Niro og Scorsese, Ridley Scott og Russell Crowe og svona mætti lengi telja. Favreau og Downey eru mennirnir á bak við Iron Man-myndirnar en númer tvö verður frumsýnd næsta sumar. Fyrsta myndin sló í gegn í miðasölu enda fór Downey á kostum í hlutverki Tony Starks, hins drykkfellda og lausgirta uppfinningamanns, sem fær óvænt tækifæri til að bjarga heiminum í járngallanum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.