Lífið

Felix slapp við Icesave

Felix Bergsson hefði getað orðið andlit Icesave í Hollandi en fór í staðinn til útlanda. Sem betur fer fyrir hann.Fréttablaðið/Hari
Felix Bergsson hefði getað orðið andlit Icesave í Hollandi en fór í staðinn til útlanda. Sem betur fer fyrir hann.Fréttablaðið/Hari

„Góð vinkona mín, sem var að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki hér í bæ, hringir í mig og býður mér að koma í prufu fyrir „stærstu auglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi". Hún sagði að þetta væri auglýsing sem ég vildi ekki missa af fjárhagslega. Það var mjög skýrt," segir leikarinn góðkunni Felix Bergsson, sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave-reikninganna í Hollandi.

Í maí í fyrra stóð yfir leit að Íslendingi í umrædda auglýsingu. Felix Bergsson var einn af þeim sem boðaðir voru í prufu, en hann var á leiðinni til útlanda og komst því ekki á tilgreindum tíma. Hann fékk samt að vita að auglýsingin væri fyrir Landsbankann og að verið væri að leita að andliti Icesave í Hollandi.

„Andlit herferðarinnar! Mér finnst það best. Maður hefði ekki getað farið til Niðurlandanna næstu árin eða áratugina," segir Felix.

Ónefndur íslenskur leikari fékk giggið, en auglýsingin var aldrei framleidd - til allrar lukku fyrir þennan saklausa leikara sem hefði orðið andlit horfinna auðæfa Hollendinga sem treystu Íslendingum.- afb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.