Lífið

Nýr trommari Jeff Who?

Strákarnir í Jeff Who? fylkja sér að baki nýja trommaranum.
Strákarnir í Jeff Who? fylkja sér að baki nýja trommaranum.

„Þetta er mjög skemmtileg músík til að spila. Hún býður upp á að maður refsi settinu vel,“ segir Axel Árnason, einn ötulasti upptökustjóri landsins og nýr trommari hljómsveitarinnar Jeff Who?

Hinn dagfarsprúði Þormóður Dagsson yfirgaf Jeff Who? á dögunum til að einbeita sér að námi. Hljómsveitin leitaði ekki langt yfir skammt og stillti Axel upp fyrir framan trommusettið, en hann stýrði upptökum á síðustu plötu Jeff Who? og þekkir því nýju lögin vel.

Axel segir að það sé ótrúlega mikið stuð að vera byrjaður að tromma með rokkhljómsveit á ný. Hann trommaði með 200.000 Naglbítum í árdaga hljómsveitarinnar. „Það litla sem ég hef trommað síðustu ár hefur verið voða rólegt – eitthvert djöfulsins væl,“ segir hann.

Jeff Who? frumsýnir Axel í Kópavogi í kvöld, en hljómsveitin kemur fram á skemmtistaðnum Spot ásamt hinum gamalreyndu og góðkunnu Stuðmönnum. Fleiri tónleikar eru svo áformaðir á næstu vikum. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.