Lífið

Syngur óð til Jóns Múla

Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius & Heiðurspilta verða haldnir 9. september í Austurbæ.
Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius & Heiðurspilta verða haldnir 9. september í Austurbæ.

Söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt sínum einstöku Heiðurspiltum ætlar að fagna útkomu sinnar fyrstu sólóbreiðskífu í Austurbæ, miðvikudaginn 9. september. Platan nefnist Á Ljúflingshól og er óður til laga Jóns Múla Árnasonar.

Af því tilefni hringdi Vísir í söngkonuna:

„Ég er í útlöndum með Hjaltalín. Við erum í Noregi núna. Við erum að spila hérna og komum heim á sunnudag," svarar Sigríður og bætir við að þá byrjar hún væntanlega að æfa fyrir tónleikana með Heiðurspiltum.

„Þetta verður bara skemmmtilegt og þægilegt og vonandi vel gert og áheyrilegt," svarar Sigríður aðspurð um væntanlega útgáfutónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.