Lífið

Góðgerðar þolfimiveisla

Unnur Pálmarsdóttir stendur fyrir Fusion fitness festival, en Páll Óskar mun opna hátíðina með þolfimi- og dansveislu til styrktar Umhyggju.
Unnur Pálmarsdóttir stendur fyrir Fusion fitness festival, en Páll Óskar mun opna hátíðina með þolfimi- og dansveislu til styrktar Umhyggju.

„Við ætlum að taka höndum saman og hreyfa okkur til góðs,“ segir Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion Fitness Festival sem fram fer helgina 11. og 12. september í World Class Laugum. Þetta er í sjöunda sinn sem Unnur stendur fyrir hátíðinni. Eins og fyrri ár mun Páll Óskar Hjálmtýsson opna hátíðina og vera plötusnúður í þolfimi- og dansveislu föstudaginn 11. september kl. 18 í Laugum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en allur ágóðinn mun renna óskiptur til Umhyggju, stuðningsfélags langveikra barna.

„Þetta er þriðja árið í röð sem við höfum góðgerðartíma. Fyrir tveimur árum studdum við Blátt áfram, í fyrra var það Kraftur, stuðningshópur ungs fólks sem hefur greinst með Krabbamein og núna völdum við Umhyggju. Við slógum öll met í fyrra, en þá mættu um 160 manns. Gólfið hreinlega hristist og við söfnuðum yfir 100 þúsund krónum sem við afhendum strax í lok tímans.“ útskýrir Unnur, en sjö erlendir kennarar munu vera á hátíðinni auk fjölda íslenskra kennara.

„Nú vonum við bara að það mæti enn fleiri. Góðgerðartíminn er fyrir alla, það er ekkert aldurstakmark og það er frábært að geta látið gott af sér leiða með því að dansa,“ segir Unnur. Allar frekari upplýsingar og dagskrá Fusion Fitness Festival er að finna á fusion.is. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.