Lífið

Sex spila í Norðrinu

Hljómsveitin Mammút spilar á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöld.
Hljómsveitin Mammút spilar á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöld.
Tónleikahelgin Norðrið verður haldin á Sódómu Reykjavík um helgina. Á föstudeginum koma fram Cosmic Call, Vicky og Mammút og kvöldið eftir stíga á svið Lydia Grétarsdóttir, Klive og Kira Kira. Mammút hefur þegar spilað í Þýskalandi í tengslum við Norðrið, sem er ætlað að kynna íslenska tónlist þar í landi. Með verkefninu er byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm í Berlín, sem er ein af stærri tónlistar­kaupstefnum í Evrópu. Klive og Kira Kira munu síðan fljótlega fylgja í fótspor Mammúts og spila í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.