Lífið

Uppselt á Airwaves

Uppselt er á elleftu Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík 14. til 18. október. Miðasalan í ár hefur gengið vonum framar og aldrei í sögu Airwaves hafa miðar selst upp jafnhratt.

Lífið

Bræður berjast

Á Nýja sviði Borgarleikhússins hafa menn fylgt þeirri stefnu að kynna íslenskum áhorfendum ný erlend verk og á morgun verður þar frumsýnt írskt verk: Heima er best eftir Enda Walsh.

Lífið

Reyndi að kúga John Travolta

Bráðaliði á Bahamaeyjum reyndi að kúga fé út úr bandaríska stórleikaranum John Travolta skömmu eftir sviplegt fráfall sonar hans. Réttarhöld í málinu hófust í gær.

Lífið

Íslensk stelpa opnar hönnunarbúð í Köben

Fatahönnuðurinn Guðbjörg Reykjalín hefur opnað hönnunar- og listabúð í rólegri hliðargötu í miðbæ Kaupmannahafnar. Verslunin ber nafnið Mums Filibaba og selur flíkur frá upprennandi hönnuðum, skemmtilega hluti fyrir heimilið, listaverk og ljósmyndir frá ýmsum listamönnum auk alls konar fylgihluta.

Lífið

Hænan tekur við af egginu

Björn Bragi Arnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors, en Atli Fannar Bjarkason var ritstjóri þess. Björn Bragi segist ánægður með nýja starfið, enda sé Mónitor vel heppnað og skemmtilegt blað. „Ég er svo nýbyrjaður að ég er ennþá bara í undirbúningsvinnu, en mér líst vel á þetta og held að þetta verði spennandi áskorun,“ segir Björn Bragi.

Lífið

Hjálmar fagna

Fjórða plata Hjálma er komin í verslanir og ætla þeir að fagna útgáfunni með tónleikum á Nasa í kvöld á tónlistarröðinni Réttum ásamt Megasi & Senuþjófunum og Dr. Gunna. Formleg útgáfugleði verður síðan á Nasa á næstunni.

Lífið

Les textann við Reyndu aftur

„Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson sem les upp textann við slagarann Reyndu aftur á væntanlegri plötu Buffsins með lögum Magga Eiríks.

Lífið

Stutt á milli gríns og drama

Þriðja kvikmynd bandaríska leikstjórans Judds Apatow, Funny People, verður frumsýnd á morgun. Í símaviðtali við Fréttablaðið segir hann að jafnvel alvarlegustu augnablik lífsins séu fyndin.

Lífið

Lokar ekki á vinnandi menn

Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara.

Lífið

Sveppi og Megan Fox mæta til leiks

Úrvalið sem kvikmyndaþyrstum kvikmyndahúsagestum býðst um helgina er nokkuð fjölbreytt. Þeir allra yngstu ættu að finna sitthvað við sitt hæfi því ofurstjarnan Algjör Sveppi mætir til leiks í sinni fyrstu kvikmynd; Algjör Sveppi og leitin að Villa.

Lífið

Ármann Þorvaldsson í Berlínarmaraþoni

„Ég fékk þetta hlaup í fertugs­afmælisgjöf í fyrra frá vini mínum, Þorsteini Páli Hængssyni,“ segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í London, sem tók þátt í Berlínarmaraþoninu á dögunum. Hátt í fjörutíu þúsund manns tóku þátt í hlaupinu í ár en þátttakendur hafa, að sögn skipuleggjanda, aldrei verið fleiri.

Lífið

Busun fór úr böndunum: Bjuggu til druslulista yfir busastelpurnar

Millburn framhaldsskólinn í New Jersey í Bandaríkjunum er á lista yfir 200 bestu skóla í landinu. Hann er nú einnig kominn á kortið fyrir vægast sagt suddalegar busunaraðferðir. Í frétt sem birtist á fréttavef ABC segir frá því harðræði sem busar við skólann verða fyrir.

Lífið

Uppselt á Airwaves - miðasölu hætt í bili

Þorsteinn Stephensen einn af skipuleggjendum Airwaves segir að uppselt sé á hátíðina þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur í að hún hefjist. Hann segir mikla eftirspurn hafa verið eftir miðum en sölu hafi verið hætt í bili. Hann vonast til þess að lausn finnist á að stækka hátíðina og þannig selja fleiri miða. Hann býst við svipuðum fjölda erlendra gesta og undanfarin ár.

Lífið

Fékk föt hjá mömmu vinar síns

Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen vakti nokkra athygli fyrir tónlistarmyndbandið við lagið sitt Super­time, sem var frumsýnt í sumar. Nú er annað myndband komið í spilun á Youtube.com og þykir ekki síðra. Myndbandið er við lagið Lover In The Dark, sem er titillag væntanlegrar plötu hljómsveitarinnar.

Lífið

Sköllóttur eins og Georg

„Þetta er bara í starfslýsingunni, maður verður að fórna sér fyrir listina,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari sem gengur nú um með hatt eða húfu meðal almennings. Ástæðan er ekki sú að hann sé haldinn einhverjum sjúklegum áhuga

Lífið

Sveppi í nýju barnaleikriti Gísla Rúnars

Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa verður frumsýnd á fimmtudaginn, en stjarnan Sveppi er strax farinn að pæla í næsta verkefni. Hann er ekkert að flækja hlutina og breytir bara endingunni: fer úr Algjör Sveppi í Algjör sveppur.

Lífið

Þrjú hundruð þátttakendur

Þátttakendur í tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem hefst í Reykjavík í dag verða um þrjú hundruð talsins. Á síðasta ári voru þeir 160 og því er aukningin á milli ára um fjörutíu prósent, sem verður að teljast ansi vel af sér vikið.

Lífið

Ég er ástfangin af Íslandi

Danska leikkonan Iben Hjejle er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Hér á landi er hún eflaust þekktust sem Iben í Klovn en ferill hennar spannar næstum tuttugu ár í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikkonuna um Ísland, útrásina og Klovn, en ekki hvað?

Lífið

Íhuga að halda risafyrirpartí í stað busaballs

„Þetta er erfitt fyrir Hraðbraut,“ segir Nadía Lind Atladóttir, formaður nemendafélagsins Autobahn. Hún segir ekkert busaball hafa verið haldið við skólann, því illa gangi að fá aðra skóla í samstarf með þeim.

Lífið

Ekki búið að ræða við Davíð Oddsson

„Það hefur ekkert verið rætt við mig," segir Davíð Oddsson í samtali við fréttastofu aðspurður hvort forsvarsamenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hafi rætt við sig um að taka við ristjórn blaðsins. Hann segist í raun hafa lítinn áhuga á að taka við blaðinu og ætlar að einbeita sér að Partýþætti Davíðs Oddssonar sem hann heldur úti á útvarpsstöðinni Voice á Akureyri.

Lífið

Ómáluð í flegnu - myndir

Breska leikkonan Sienna Miller, 27 ára, var mynduð ómáluð eins og myndirnar sýna. Fleginn bolur Siennu fór ekki framhjá neinum, heldur ekki brjóstarhaldarinn sem hún klæddist. Skoða má Siennu betur í myndasafninu.

Lífið

Laus við stjörnustæla - viðtal

„Hún segir í spjallinu að hún hafi einu sinni misst stjórn á skapi sínu á tónleikaferðinni og verið hoppandi brjáluð út á götu. Strákarnir í bandinu hafi nú bara hlegið að henni enda aldrei séð hana missa sig svona," segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni aðspurður um fróðlegt viðtal sem hann tók við söngkonuna Emilíönu Torrini sem gerir það gott erlendis. Hlusta á útvarpsviðtalið hér.

Lífið

Eina tækifærið til að sjá Age of Stupid í hérlendu bíói

Heimildamyndin og vitundarvakningin Age of Stupid verður sýnd í fyrsta og eina skiptið á Íslandi í kvöld. Það er Franny Armstrong sem leikstýrir myndinni en hún gerist árið 2055 og fjallar um hugsanleg áhrif hækkandi hitastigs í heiminum, svonefndrar hnattrænnar hlýnunar.

Lífið

Spennandi samstarf

Nýtt lag hollenska plötusnúðsins Tiësto og Jónsa úr Sigur Rós, Kaleidoscope, er nú fáanlegt á iTunes. Lagið, sem er sjö og hálfrar mínútu langt, er það fyrsta á samnefndri plötu Tiësto sem kemur út 20. október.

Lífið

Vildi gera mynd á Íslandi

Tékkneski leikstjórinn Mil­os Forman er staddur hér á landi á vegum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Á blaðamannafundi í gærdag upplýsti Forman að hann hafi ætlað að gera kvikmynd á Íslandi.

Lífið

Drekka Guinness saman á föstudögum

Eina skráða íslenska áhugamannafélagið um írska drykkinn Guinness er tíu ára á þessu ári. Þessi hressi karlahópur hittist á hverju föstudagssíðdegi á Kringlukránni, ber saman bækur sínar og skellir að sjálfsögðu einum Guinness eða svo í sig.

Lífið

Íslenskt tónskáld semur fyrir endurgerð Karate Kid

Atli Örvarsson, íslenska kvikmyndatónskáldið í Hollywood, hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við endurgerð Karate Kid með Jackie Chan og Jaden Smith í aðalhlutverkum. Jaden þessi er sonur Hollywood-stórleikarans Will Smith en myndinni hefur verið gefið nafnið The Kung Fu Kid.

Lífið

Góðgerðarráð Verzló: Safnaði 116.000 með íssölu

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands hefur verið starfandi síðastliðin tvö ár. Nefndin hefur látið margt gott af sér leiða. Eitt afrekið er Litli Verzló sem er barnaskóli í Úganda sem ráðið byggði í samstarfi við ABC barnahjálp.

Lífið

Sigið af þaki Turnsins í fyrstu íslensku hasarmyndinni

Skotbardagar, blóðsúthellingar, þyrluflug, sprengingar og sig niður af þaki Turnsins í Kópavogi er meðal þess sem fyrir augu ber í nýjasta þætti 12:00, en það er skemmtiþáttur Verzlinga sem nemendur við skólann eiga veg og vanda að. Til að kynna sig til leiks útbjó nefndin sem stendur að baki þættinum eins konar stuttmynd, sem formaður nefndarinnar tekur undir að sé eiginlega fyrsta alvöru íslenska hasarmyndin. Þar bregða nefndarmenn sér í hlutverk sérsveitar sem þarf að berjast við hryðjuverkamenn sem hyggjast sprengja upp Turninn.

Lífið