Lífið

Spennandi samstarf

Hollenski plötusnúðurinn gefur út plötuna Kaleidoscope í næsta mánuði. nordicphotos/getty
Hollenski plötusnúðurinn gefur út plötuna Kaleidoscope í næsta mánuði. nordicphotos/getty
Nýtt lag hollenska plötusnúðsins Tiësto og Jónsa úr Sigur Rós, Kaleidoscope, er nú fáanlegt á iTunes. Lagið, sem er sjö og hálfrar mínútu langt, er það fyrsta á samnefndri plötu Tiësto sem kemur út 20. október.

Þar syngur Jónsi á sinn angurværa hátt yfir seiðandi tónum Tiësto, sem verða reyndar dansvænni með hverri mínútunni sem líður. Á meðal fleiri gesta á þessari fjórðu sólóplötu Tiësto eru Nelly Furtado, Kele Okereke úr hljómsveitinni Bloc Party, Emily Haines úr Metric og Kianna Alarid úr Tilly and the Wall.

Tiësto, sem áður kallaði sig DJ Tiësto, hefur verið duglegur við að troða upp víða um heiminn undanfarin ár. Hann spilaði við opnunarathöfn Ólympíuleikanna í Aþenu 2004, fyrstur allra plötusnúða, en Björk var einnig á meðal þeirra sem stigu á svið. Síðan þá hafa vinsældir hans vaxið stöðugt og á síðasta ári var hann tilnefndur til Grammy-verðlaunanna.

Fyrir tæpum tveimur árum spilaði hann hér á landi á Broadway á árshátíð Techno.is við góðar undirtektir. Hann er núna á tónleikaferð um heiminn til að fylgja nýju plötunni eftir og spilar á Spáni og í Bandaríkjunum og Kanada á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.