Lífið Keppir við vini í Eurovision „Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Lífið 29.12.2009 06:00 Litli DV-maðurinn kærir Jón Bjarki Magnússon, þekktur sem litli DV-maðurinn, hefur stefnt útgáfufélaginu Birtíngi vegna vangoldinna launa. Lífið 29.12.2009 06:00 Klovn-hjónin héldu jól á Íslandi Þau Iben Hjejle og Casper Christiansen, þekktust hér á landi fyrir leik sinn í Klovn-þáttunum vinsælu, héldu jólin hátíðleg hér á Íslandi. „Það er alltaf jafn yndislegt að koma til Íslands og þessi ferð var engin undantekning," sagði Casper þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Lífið 29.12.2009 06:00 Villi vildi ekkert gera í málinu „Hann kom í afgreiðsluna af því hann var með smá gat á hausnum, Stúlkan þurrkaði það og hann fór inn í sal aftur að æfa. Hann vildi ekki gera neitt úr þessu,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. Lífið 29.12.2009 06:00 Karlar á toppnum Kiljuútgáfan af Körlum sem hata konur eftir Stieg Larsson er mest selda bók ársins hjá Eymundsson. Larsson hefur þar með slegið Arnald Indriðason af toppnum sem hefur setið þar undanfarin tvö ár. Lífið 29.12.2009 05:30 Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Lífið 29.12.2009 04:00 Ráðgjafi í ástamálum Leikkonan Jennifer Aniston hefur mjög gaman af því að gefa vinum sínum ráð varðandi ástarsambönd. Sjálf hefur hún lent í alls kyns vandræðum þegar ástin er annars vegar en það stöðvar hana ekki í ráðgjafahlutverkinu. Lífið 29.12.2009 04:00 Sambandinu lokið Susan Sarandon og Tim Robbins staðfestu sambandsslit sín stuttu fyrir jól og sendu frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: „Leikkonan Susan Sarandon og sambýlismaður hennar til 23 ára, leikarinn Tim Robbins, slitu sambandi sínu í sumar. Parið mun ekki tjá sig frekar um sambandsslitin." Lífið 29.12.2009 03:00 Sjötta plata Cash Sjötta platan í American-seríunni með Johnny Cash verður hugsanlega gefin út 23. febrúar næstkomandi. Þá hefði söngvarinn svartklæddi orðið 78 ára gamall. Upptökustjóri er hinn sami og áður, Rick Rubin, og notaðar eru upptökur frá árinu 2003. Litlar fregnir hafa borist af plötunni en þó tilgreinir netsíðan Amazon.com að hún heiti American VI: Ain"t No Grave. Lífið 29.12.2009 02:00 Viðurkennir tískumistök Tónlistarmaðurinn George Michael fer hjá sér í hvert sinn sem hann sér gamlar myndir af sér þegar hann söng með Wham! Lífið 29.12.2009 01:00 Daðrar óstjórnlega Leikarinn Ryan Phillippe hefur lítið verið í fréttum síðan hann skildi við eiginkonu sína, Óskarsverðlaunahafann Reese Witherspoon. Tímaritið The Enquirer birti nýverið frétt þar sem samband leikarans og kærustu hans, leikkonunnar Abbie Cornish, var sagt standa á brauðfótum. Lífið 29.12.2009 00:45 Svali: Horfum saman á Skaupið „Við borðum góðan mat með allri fjölskyldunni, förum öll á brennu saman i Skerjó og svo horfum við saman á Skaupið," segir Svali Kaldalóns útvarpsmaður á FM957 spurður út í áramótin á Jól.is. „Í ár verður skotið upp á Úlfarsfelli og notið þess að horfa yfir Reykjavík." Hér má lesa viðtalið við Svala. Lífið 28.12.2009 18:00 Páll Óskar diskókóngur klikkar ekki - myndir Diskókóngurinn Páll Óskar breytti skemmtistaðnum Nasa í hið sögufræga Stúdíó 54 í New York á annan í jólum. Eins og Palli lofaði var sett upp risastór sviðsmynd, brjálaðar skreytingar og flottasta ljósasjóv sem sést hefur í húsinu í samstarfi við Bacardi. Það var troðfullt hús og skemmti fólk sér stórkostlega eins og sést á meðfylgjandi myndum. Lífið 28.12.2009 13:00 Árámótaheit: Stefnir á að komast í dúndurform „Í ár ætla ég að setja áramótaheit í fyrsta skipti í mörg mörg ár." svarar Sólveig Eiríksdóttir í viðtali á Jol.is hvort hún ætlar að setja sér áramótaheit þessi áramót og segir: „Þar sem ég verð fimmtug á nýja árinu þá ætla ég að stefna á að verða í betra formi heldur en þegar ég varð fertug." Lesa viðtalið í heild sinni. Lífið 28.12.2009 10:30 Álfakynlífslúði í hispurslausu viðtali - myndband „Ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri svæfu hjá álfum,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, rithöfundur, sem skrifaði bókina Please yoursELF en í viðtali á netsíðunni vbs.tv lýsir hún kynlífi sínu með álfum hér á landi. Hallgerður, sem var blaðakona á Nýju lífi, heldur því fram að hún hafi sofið hjá huldufólki hér á landi. Lífið 27.12.2009 10:59 Ómálaður ofurkroppur - myndir Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova, 28 ára, verslaði inn í Hollywood í gærdag. „Umboðsmaðurinn minn vill að ég klæðist eins og nunna en ég vil klæða mig eins og ung kona," lét Anna hafa eftir sér. Eins og myndirnar sýna var Anna ómáluð í andliti. Lífið 27.12.2009 09:15 Eurobandið spilar á Akureyri í kvöld „Stemningin á Akureyri er frábær. Það er svo rosalega jólalegt hérna. Þetta eru hvítustu jól í mörg ár," segir Friðrik Ómar sem telur niður í Eurovision á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni á Akureyri með Eurobandinu í kvöld, annan í jólum. „Það er alltaf gaman að koma hingað og spila og okkur hlakkar mikið til kvöldsins." Lífið 26.12.2009 17:00 Charlie Sheen handtekinn fyrir heimilisofbeldi Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var handtekinn á jóladag fyrir heimilisofbeldi í húsi í skíðabænum Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hvort ofbeldið beindist gegn nýlegri eiginkonu hans, Brooke Mueller, sem hann gekk í hjónaband með á síðasta ári og eiga þau saman tvíbura. Lífið 26.12.2009 12:15 Sjóðheitur nýársfagnaður - myndir „Þetta er í níunda skiptið sem við höldum þetta," svarar Andrés Pétur sem stendur fyrir árlegum nýársfagnaði ásamt félögum sínum. „Við byrjuðum í heimahúsi og höfum síðan verið á Einari Ben, Hótel Borg, Lídó, Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu. Vel hefur tekist til og alltaf verið fullt hús." Lífið 26.12.2009 10:30 Evróvisjónhljómsveit Jóhönnu kosin sú besta Bakraddasöngvararnir og tónlistarmennirnir sem studdu dyggilega við söng Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur voru kosin besta hljómsveitin í Evróvisjón keppninni á síðasta ári. Það voru Þau Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk, Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sungu með Jóhönnu en Hallgrímur Jensson spilaði á selló og Börkur Birgisson á gítar. Lífið 26.12.2009 09:44 Sverrir Stormsker: Jólin eru skemmtilegustu ofurölvunardagar ársins „Þegar einhver slysast til að kveikja á útvarpinu og það er verið að útvarpa messu þá tryllist bókstaflega öll famelían," svarar Sverrir Stormsker aðspurður út í jólahátíðina og bætir við: „Erum oft lengi að jafna okkur." „Hefðbundnir jólasálmar fara líka í mínar fínustu, þetta grefilsins mjálm einsog „Heims um tól" og „Hjá betlurum er barn oss fætt" og allt það geðveikisjukk." Lífið 25.12.2009 10:00 Bros nauðsynlegt í skammdeginu Auður Lind Aðalsteinsdóttir 34 ára einstæð móðir úr Garðabæ stendur fyrir verkefninu Brosum saman. Hún hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem dóttir hennar Hanna María Petersdóttir, 4 ára, teiknaði. Allur ágóðinn rennur til Fjölskylduhjálpar. „Hugmyndin með endurskinsmerkinu fékk ég þegar ég var að keyra dóttur mína í leikskólann," segir Auður. Lífið 25.12.2009 09:45 Fyrsti grínhópurinn á Litla-Hraun „Við erum gríðarlega spenntir og eigum ekki von á öðru en góðum viðtökum. Við hlökkum mikið til og ætlum að vera með ógeðslega skemmtilegt efni,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. Lífið 24.12.2009 09:00 Jólamaturinn hjá sjónvarpskokkunum „Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadagskvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt Lífið 24.12.2009 08:00 Ný sjónvarpsseríafrá Vaktar-mönnum „Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þessum Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Lífið 24.12.2009 07:00 Ryðguð skæri í jólagjöf „Eitt mjög fyndið atvik kom upp í eitt skipti þegar ég var að opna pakka frá ömmu minni," segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona á Jól.is. „Ég man nú ekkert hvað hún gaf mér en í pakkanum voru líka ryðguð skæri." „Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann. Þegar við minntumst á þetta við hana talaði hún um að hún hafi bara ekkert skilið hvað af skærunum hefði orðið." Viðtalið við Ingibjörgu í heild sinni hér. Lífið 23.12.2009 19:00 Eyðum engu í gjafir „Þetta árið verða fáir pakkar undir trénu þar sem við ákváðum að eyða engu í gjafir til hvors annars," segir Pálmi Gunnarsson á Jol.is. „Ánöfnum þess í stað upphæðinni sem hefði farið í jólagjafainnkaup til fólks sem hefur minna en við. Svo er það bara slökun og meiri slökun." Lesa viðtalið við Pálma hér. Lífið 23.12.2009 17:00 Gillz uppseldur hjá útgefanda „Staðan á bókinni er þannig að hún er uppseld hjá útgefanda en það liggja eintök hér og þar í búðunum," svarar Egill Gillz Einarsson aðspurður um söluna á Mannasiðabókinni hans. „Það er ljóst að færri fá Mannasiðabók en vildu og það þykir mér gríðarlega leiðinlegt." Lífið 23.12.2009 10:45 Tveir er hin fullkomna tala Út eru komnar tvær plötur sem eiga það sameiginlegt að Henrik Björnsson í Singapore Sling er á þeim báðum. Þetta er platan Songs for the birds með dúettinum Hank & Tank (Henrik og Þorgeir Guðmundsson) og samnefnd plata með dúettinum The Go-Go Darkness (Henrik og Elsa María Blöndal). Öll þrjú hittu Dr. Gunna. Lífið 23.12.2009 06:00 Ham bjargaði jólunum „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Lífið 23.12.2009 06:00 « ‹ ›
Keppir við vini í Eurovision „Okkur finnst þetta bara fyndið og skemmtilegt,“ segir Steinarr Logi Nesheim, sem keppir á móti vinum sínum úr rokksveitinni Dead Sea Apple og Kung Fu í undankeppni Eurovision. Lífið 29.12.2009 06:00
Litli DV-maðurinn kærir Jón Bjarki Magnússon, þekktur sem litli DV-maðurinn, hefur stefnt útgáfufélaginu Birtíngi vegna vangoldinna launa. Lífið 29.12.2009 06:00
Klovn-hjónin héldu jól á Íslandi Þau Iben Hjejle og Casper Christiansen, þekktust hér á landi fyrir leik sinn í Klovn-þáttunum vinsælu, héldu jólin hátíðleg hér á Íslandi. „Það er alltaf jafn yndislegt að koma til Íslands og þessi ferð var engin undantekning," sagði Casper þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Lífið 29.12.2009 06:00
Villi vildi ekkert gera í málinu „Hann kom í afgreiðsluna af því hann var með smá gat á hausnum, Stúlkan þurrkaði það og hann fór inn í sal aftur að æfa. Hann vildi ekki gera neitt úr þessu,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class. Lífið 29.12.2009 06:00
Karlar á toppnum Kiljuútgáfan af Körlum sem hata konur eftir Stieg Larsson er mest selda bók ársins hjá Eymundsson. Larsson hefur þar með slegið Arnald Indriðason af toppnum sem hefur setið þar undanfarin tvö ár. Lífið 29.12.2009 05:30
Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Lífið 29.12.2009 04:00
Ráðgjafi í ástamálum Leikkonan Jennifer Aniston hefur mjög gaman af því að gefa vinum sínum ráð varðandi ástarsambönd. Sjálf hefur hún lent í alls kyns vandræðum þegar ástin er annars vegar en það stöðvar hana ekki í ráðgjafahlutverkinu. Lífið 29.12.2009 04:00
Sambandinu lokið Susan Sarandon og Tim Robbins staðfestu sambandsslit sín stuttu fyrir jól og sendu frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: „Leikkonan Susan Sarandon og sambýlismaður hennar til 23 ára, leikarinn Tim Robbins, slitu sambandi sínu í sumar. Parið mun ekki tjá sig frekar um sambandsslitin." Lífið 29.12.2009 03:00
Sjötta plata Cash Sjötta platan í American-seríunni með Johnny Cash verður hugsanlega gefin út 23. febrúar næstkomandi. Þá hefði söngvarinn svartklæddi orðið 78 ára gamall. Upptökustjóri er hinn sami og áður, Rick Rubin, og notaðar eru upptökur frá árinu 2003. Litlar fregnir hafa borist af plötunni en þó tilgreinir netsíðan Amazon.com að hún heiti American VI: Ain"t No Grave. Lífið 29.12.2009 02:00
Viðurkennir tískumistök Tónlistarmaðurinn George Michael fer hjá sér í hvert sinn sem hann sér gamlar myndir af sér þegar hann söng með Wham! Lífið 29.12.2009 01:00
Daðrar óstjórnlega Leikarinn Ryan Phillippe hefur lítið verið í fréttum síðan hann skildi við eiginkonu sína, Óskarsverðlaunahafann Reese Witherspoon. Tímaritið The Enquirer birti nýverið frétt þar sem samband leikarans og kærustu hans, leikkonunnar Abbie Cornish, var sagt standa á brauðfótum. Lífið 29.12.2009 00:45
Svali: Horfum saman á Skaupið „Við borðum góðan mat með allri fjölskyldunni, förum öll á brennu saman i Skerjó og svo horfum við saman á Skaupið," segir Svali Kaldalóns útvarpsmaður á FM957 spurður út í áramótin á Jól.is. „Í ár verður skotið upp á Úlfarsfelli og notið þess að horfa yfir Reykjavík." Hér má lesa viðtalið við Svala. Lífið 28.12.2009 18:00
Páll Óskar diskókóngur klikkar ekki - myndir Diskókóngurinn Páll Óskar breytti skemmtistaðnum Nasa í hið sögufræga Stúdíó 54 í New York á annan í jólum. Eins og Palli lofaði var sett upp risastór sviðsmynd, brjálaðar skreytingar og flottasta ljósasjóv sem sést hefur í húsinu í samstarfi við Bacardi. Það var troðfullt hús og skemmti fólk sér stórkostlega eins og sést á meðfylgjandi myndum. Lífið 28.12.2009 13:00
Árámótaheit: Stefnir á að komast í dúndurform „Í ár ætla ég að setja áramótaheit í fyrsta skipti í mörg mörg ár." svarar Sólveig Eiríksdóttir í viðtali á Jol.is hvort hún ætlar að setja sér áramótaheit þessi áramót og segir: „Þar sem ég verð fimmtug á nýja árinu þá ætla ég að stefna á að verða í betra formi heldur en þegar ég varð fertug." Lesa viðtalið í heild sinni. Lífið 28.12.2009 10:30
Álfakynlífslúði í hispurslausu viðtali - myndband „Ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri svæfu hjá álfum,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, rithöfundur, sem skrifaði bókina Please yoursELF en í viðtali á netsíðunni vbs.tv lýsir hún kynlífi sínu með álfum hér á landi. Hallgerður, sem var blaðakona á Nýju lífi, heldur því fram að hún hafi sofið hjá huldufólki hér á landi. Lífið 27.12.2009 10:59
Ómálaður ofurkroppur - myndir Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova, 28 ára, verslaði inn í Hollywood í gærdag. „Umboðsmaðurinn minn vill að ég klæðist eins og nunna en ég vil klæða mig eins og ung kona," lét Anna hafa eftir sér. Eins og myndirnar sýna var Anna ómáluð í andliti. Lífið 27.12.2009 09:15
Eurobandið spilar á Akureyri í kvöld „Stemningin á Akureyri er frábær. Það er svo rosalega jólalegt hérna. Þetta eru hvítustu jól í mörg ár," segir Friðrik Ómar sem telur niður í Eurovision á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni á Akureyri með Eurobandinu í kvöld, annan í jólum. „Það er alltaf gaman að koma hingað og spila og okkur hlakkar mikið til kvöldsins." Lífið 26.12.2009 17:00
Charlie Sheen handtekinn fyrir heimilisofbeldi Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var handtekinn á jóladag fyrir heimilisofbeldi í húsi í skíðabænum Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hvort ofbeldið beindist gegn nýlegri eiginkonu hans, Brooke Mueller, sem hann gekk í hjónaband með á síðasta ári og eiga þau saman tvíbura. Lífið 26.12.2009 12:15
Sjóðheitur nýársfagnaður - myndir „Þetta er í níunda skiptið sem við höldum þetta," svarar Andrés Pétur sem stendur fyrir árlegum nýársfagnaði ásamt félögum sínum. „Við byrjuðum í heimahúsi og höfum síðan verið á Einari Ben, Hótel Borg, Lídó, Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu. Vel hefur tekist til og alltaf verið fullt hús." Lífið 26.12.2009 10:30
Evróvisjónhljómsveit Jóhönnu kosin sú besta Bakraddasöngvararnir og tónlistarmennirnir sem studdu dyggilega við söng Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur voru kosin besta hljómsveitin í Evróvisjón keppninni á síðasta ári. Það voru Þau Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk, Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sungu með Jóhönnu en Hallgrímur Jensson spilaði á selló og Börkur Birgisson á gítar. Lífið 26.12.2009 09:44
Sverrir Stormsker: Jólin eru skemmtilegustu ofurölvunardagar ársins „Þegar einhver slysast til að kveikja á útvarpinu og það er verið að útvarpa messu þá tryllist bókstaflega öll famelían," svarar Sverrir Stormsker aðspurður út í jólahátíðina og bætir við: „Erum oft lengi að jafna okkur." „Hefðbundnir jólasálmar fara líka í mínar fínustu, þetta grefilsins mjálm einsog „Heims um tól" og „Hjá betlurum er barn oss fætt" og allt það geðveikisjukk." Lífið 25.12.2009 10:00
Bros nauðsynlegt í skammdeginu Auður Lind Aðalsteinsdóttir 34 ára einstæð móðir úr Garðabæ stendur fyrir verkefninu Brosum saman. Hún hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem dóttir hennar Hanna María Petersdóttir, 4 ára, teiknaði. Allur ágóðinn rennur til Fjölskylduhjálpar. „Hugmyndin með endurskinsmerkinu fékk ég þegar ég var að keyra dóttur mína í leikskólann," segir Auður. Lífið 25.12.2009 09:45
Fyrsti grínhópurinn á Litla-Hraun „Við erum gríðarlega spenntir og eigum ekki von á öðru en góðum viðtökum. Við hlökkum mikið til og ætlum að vera með ógeðslega skemmtilegt efni,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. Lífið 24.12.2009 09:00
Jólamaturinn hjá sjónvarpskokkunum „Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadagskvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt Lífið 24.12.2009 08:00
Ný sjónvarpsseríafrá Vaktar-mönnum „Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þessum Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Lífið 24.12.2009 07:00
Ryðguð skæri í jólagjöf „Eitt mjög fyndið atvik kom upp í eitt skipti þegar ég var að opna pakka frá ömmu minni," segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona á Jól.is. „Ég man nú ekkert hvað hún gaf mér en í pakkanum voru líka ryðguð skæri." „Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann. Þegar við minntumst á þetta við hana talaði hún um að hún hafi bara ekkert skilið hvað af skærunum hefði orðið." Viðtalið við Ingibjörgu í heild sinni hér. Lífið 23.12.2009 19:00
Eyðum engu í gjafir „Þetta árið verða fáir pakkar undir trénu þar sem við ákváðum að eyða engu í gjafir til hvors annars," segir Pálmi Gunnarsson á Jol.is. „Ánöfnum þess í stað upphæðinni sem hefði farið í jólagjafainnkaup til fólks sem hefur minna en við. Svo er það bara slökun og meiri slökun." Lesa viðtalið við Pálma hér. Lífið 23.12.2009 17:00
Gillz uppseldur hjá útgefanda „Staðan á bókinni er þannig að hún er uppseld hjá útgefanda en það liggja eintök hér og þar í búðunum," svarar Egill Gillz Einarsson aðspurður um söluna á Mannasiðabókinni hans. „Það er ljóst að færri fá Mannasiðabók en vildu og það þykir mér gríðarlega leiðinlegt." Lífið 23.12.2009 10:45
Tveir er hin fullkomna tala Út eru komnar tvær plötur sem eiga það sameiginlegt að Henrik Björnsson í Singapore Sling er á þeim báðum. Þetta er platan Songs for the birds með dúettinum Hank & Tank (Henrik og Þorgeir Guðmundsson) og samnefnd plata með dúettinum The Go-Go Darkness (Henrik og Elsa María Blöndal). Öll þrjú hittu Dr. Gunna. Lífið 23.12.2009 06:00
Ham bjargaði jólunum „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Lífið 23.12.2009 06:00