Lífið

Viðurkennir tískumistök

george Michael Fyrrverandi söngvari Wham! fer hjá sér í hvert skipti sem hann sér gamlar myndir af sjálfum sér.
george Michael Fyrrverandi söngvari Wham! fer hjá sér í hvert skipti sem hann sér gamlar myndir af sjálfum sér.

Tónlistarmaðurinn George Michael fer hjá sér í hvert sinn sem hann sér gamlar myndir af sér þegar hann söng með Wham!

„Þegar ég sé sjálfan mig hryllir mig við. Ljósa hárið er gott dæmi. Ég vildi hafa sítt ljóst hár vegna þess að ég vildi ekki vera ég sjálfur. Þannig að stutta, dökka og krullaða hárið varð að víkja," sagði Michael, sem er 46 ára.

„Þegar ég horfi til baka hefði ég líka getað verið án þessara sturtuhringja í eyrunum. Stuttbuxurnar sem ég klæddist voru líka asnalegar. Þær litu fáránlega út."

Michael afsakar sig með því að hann var ungur og að prófa sig áfram í tískunni.

„Andrew [Ridgeley] og ég vorum bara ungir strákar að leika okkur og á þessum aldri eru menn að þróa sína ímynd en að sjálfsögðu gerðum við mistök. Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég aldrei fullkomlega sáttur við útlitið mitt á þessum tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.