Lífið

Sjötta plata Cash

johnny cash Sjötta platan í American-seríunni er væntanleg á næsta ári.
johnny cash Sjötta platan í American-seríunni er væntanleg á næsta ári.

Sjötta platan í American-seríunni með Johnny Cash verður hugsanlega gefin út 23. febrúar næstkomandi. Þá hefði söngvarinn svartklæddi orðið 78 ára gamall. Upptökustjóri er hinn sami og áður, Rick Rubin, og notaðar eru upptökur frá árinu 2003. Litlar fregnir hafa borist af plötunni en þó tilgreinir netsíðan Amazon.com að hún heiti American VI: Ain"t No Grave.

Cash lést árið 2003, 71 árs gamall, aðeins fjórum mánuðum á eftir eiginkonu sinni June Carter. Þá var hann að taka upp fimmtu American-plötuna þar sem blandað var saman nýju efni og lögum eftir aðra. Hún var síðan gefin út í júlí 2006. Á nýju plötunni verða lög frá sama upptökuferli. Meðal annars syngur Sheryl Crow lagið Redemption Day og Kris Kristoffersson syngur For the Good Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.