Lífið

Sambandinu lokið

Skilin Susan Sarandon og Tim Robbins eru hætt saman.
Skilin Susan Sarandon og Tim Robbins eru hætt saman.

Susan Sarandon og Tim Robbins staðfestu sambandsslit sín stuttu fyrir jól og sendu frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: „Leikkonan Susan Sarandon og sambýlismaður hennar til 23 ára, leikarinn Tim Robbins, slitu sambandi sínu í sumar. Parið mun ekki tjá sig frekar um sambandsslitin."

Sarandon og Robbins eiga saman tvo syni, Jack sem er tvítugur og hinn sautján ára gamla Miles. Samband þeirra var eitt hið langlífasta í Hollywood og var parið lengi talið sönnun þess að Hollywood-sambönd gætu gengið upp.

Tímaritin The Observer og Page Six halda því fram að ástæða sambandsslitanna sé sú að Sarandon hafi verið ótrú. Samkvæmt Page Six er leikkonan í tygjum við 31 árs gamlan skemmtistaðaeiganda, en Sarandon er meðeigandi skemmtistaðarins sem opnaði í september. Þegar Jonathan Bricklin var spurður út í meint samband sitt og Sarandon sagði hann þau einungis vera viðskiptafélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.