Lífið Smurbrauðsjómfrúin sjötug á laugardag Smurbrauðsjómfrúin Ida Davidsen verður sjötug á laugardag. Hún hefur smurt brauð til heiðurs margra helstu stjarna Danmerkur, á borð við Viktor Borge - sem var gerður ódauðlegur á rúgbrauðssneið með slettu af majónesi og sjávarréttum - og Hans Christian Andersen, sem er minnst með beikoni, tómati, kæfu og piparrót. Lífið 29.11.2007 11:35 Pete Doherty hugleiðir heróínvandræðin á braut Hinn nýlega allsgáði Pete Doherty leggur nú stund á hugleiðslu til að kljást við streituna sem fylgir tónleikaferðalögum. Félagi hans í Babyshambles, trommarinn Adam Ficek sagði að Doherty væri líka hrifinn af kínversku bardagaleikfiminni Tai Chi. Lífið 28.11.2007 16:38 Britney Spears er ólétt Þriðja barn Britney Spears er á leiðinni. Poppdívan trúði vinum sínum fyrir því í tölvupósti þann 14. nóvember að hún væri komin fjórar vikur á leið. Hún sagðist viss um að faðir barnsins væri upptökustjórinn J.R. Rotem, sem hún hefur átt vingott við frá því hún skildi við K-Fed, nýkjörinn sjöunda besta pabba í heimi. Lífið 28.11.2007 15:57 Dóra segir Dani mestu klöguskjóður í heimi Verið er að ganga frá samningum um nýja staðsetningu Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dunu Sighvatsdóttur á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Vísir sagði frá því í vikunni að til stæði að loka staðnum vegna kvartana nágranna. Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá þotuliðinu í Kaupmannahöfn. Lífið 28.11.2007 15:40 Naomi Cambell yngir upp - í felum með Lewis Hamilton Naomi Campbell er yfirleitt ekki feimin við myndavélar. Hún var hinsvegar ekki hrifin af þeim sem biðu hennar þegar hún skrúfaði niður rúðuna á bílnum sem hún og Lewis Hamilton sátu saman í um daginn. Lífið 28.11.2007 14:48 Jólauppboð Gallerís Foldar hið stærsta til þessa 260 listaverk af ýmsum toga verða boðin upp á stærsta listmunauppboði sem hefur verið haldið hérlendis. Jólauppboð Gallerís Foldar verður haldið bæði sunnudags- og mánudagskvöld á Hóteli Sögu. Lífið 28.11.2007 13:31 Grétar Rafn og Manuela giftu sig í gær Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson og fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, giftu sig í Hollandi í gær. Athöfnin var látlaus en þau giftu sig hjá borgardómara í Alkmaar en Grétar leikur með knattspyrnulliði bæjarins. Lífið 28.11.2007 13:19 Helena Christensen úr fötunum fyrir Playboy Súpermódelið danska, Helena Christensen, íhugar nú að fækka fötum fyrir frönsku útgáfu Playboy tímaritsins. Lífið 28.11.2007 11:52 K-Fed kjörinn einn af áhrifamestu mönnum samtímans Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, mistæki popparinn Kevin Federline, hefur verið kjörinn einn af áhrifamestu mönnum heims undir 45 ára aldri. Lífið 28.11.2007 10:53 Einn á móti fjörtíu og fimm fyrir Jóhönnu Völu Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir líklegust til að hreppa titilinn ungfrú Heimur þetta árið. Sé mark tekið á spám veðbanka eru líkurnar á að íslendingar eignist sýna fimmtu heimsfegurðardrottningu einn á móti fjörtíu og fimm. Þar er hún í flokki með Ungfrú Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Indónesíu svo einhverjar séu nefndar. Lífið 28.11.2007 10:16 Hulk Hogan tjáir sig um skilnaðinn Eins og víða hefur verið greint frá stendur glímukappinn Hulk Hogan nú í skilnaði en kona hans til 24 ára, Linda Hogan ætlar frá honum. Hulk sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins í gegn um umboðsmann sinn. Lífið 27.11.2007 20:48 Jackson Five saman á ný Michael Jackson ætlar að kreista út nokkra daga í frí frá lögfræðistappi á næsta ári og skella sér í tónleikaferðalag með bræðrum sínum. The Jackson Five eru að skipuleggja tónleikaferðalag, sitt fyrsta frá því 1984. Jermaine Jackson greindi frá þessu í viðtali á BBC á mánudaginn. Jermaine sagði að hann og bræður hans myndu jafnvel hefja ferðalagið á næsta ári, og að þegar væri farið að ræða staði og dagsetningar. Lífið 27.11.2007 16:12 Jóhanna Vala undirbýr sig undir Ungfrú Heim ,,Jújú, ég er orðin voða spennt." segir Ungfrú Ísland, Jóhanna Vala Jónsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd um titilinn Ungfrú Heimur í Kína á laugardaginn. Lífið 27.11.2007 15:25 Marglitar rollur Madonnu valda reiði dýraverndunarsinna Dýraverndunarsinnar eru ekki par hrifnir af Madonnu eftir nýjasta uppátæki hennar. Söngkonan litaði ull kinda á búgarði sínum bláa, bleika, gula og græna fyrir myndaþátt í Vogue Living. Lífið 27.11.2007 14:56 Börnin hjá Britney um jólin Britney Spears fær að hafa börnin sín hjá sér um jólin. Britney, sem missti fyrir skemmstu forræði yfir sonum sínum tveimur, er sögð hafa sótt það afar fast að fá að hafa þá hjá sér á jóladag. Í síðasta forræðisfundi hennar og fyrrverandi eiginmannsins Kevins Federlines ákað dómari í máli þeirra að verða við bóninni. Lífið 27.11.2007 14:35 Hljómsveitin Hraun í undanúrslit í tónlistakeppni BBC Hljómsveitin Hraun er komin í 20 hljómsveita úrslit í tónlistarkeppni BBC world service sem nefnist The Next Big Thing. Þegar Vísir náði í Svavar Knút Kristinsson, söngvara sveitarinnar, vildi hann ekki gera mikið úr árangrinum. ,,Ég mundi ekki segja að þetta væri neinn árangur ennþá, það er ekki fyrr en maður er kominn út að spila." Svavar sagði sveitarmeðlimi þó að vonum ánægða. ,,Við vonum bara að þetta verði til að vekja athygli á því sem við erum að gera. Lífið 27.11.2007 14:13 Milljarðamæringur á níræðisaldri yngir upp Joe Hardy III, 84 ára milljarðamæringur frá Pennsylvaníu var harmi slegin þegar eiginkona hans fór frá honum. Hardy og Kristin Georgi, 23ja ára naglasérfræðingur, giftu sig fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og sögðu illar tungur að hjónabandið hefði eitthvað með timburvinnsluauðæfi Hardys að gera.Í takti við spár entist hjónabandið ekki lengi - 107 daga, og þá flutti Georgi aftur heim til mömmu. Auðkýfingurinn var niðurbrotinn og hóf strax leit að konun til að eyða restinni af lífinu með, hversu lengi sem það yrði. Lífið 27.11.2007 12:46 Bubbi á gylltum Range Rover Bubbi Morthens er mikill bílaáhugamaður eins og hefur vart farið fram hjá neinum. Hann fjárfesti á dögunum í splunkunýjum stórglæsilegum gylltum Range Rover Vogue. Bíllinn er búinn öllum helstu fídusum, er með 272 hestafla V8 díselvél og kostar rétt tæpar fjórtán milljónir. Bubbi hefur líklega fengið ágætis afslátt af bílnum, en hann hefur undanfarin ár komið fram í auglýsingum fyrir B&L, sem flytur inn Range Rover. Bubbi vildi lítið tjá sig um bílakaupin þegar Vísir náði tali af honum. Lífið 27.11.2007 11:32 Oprah styður Barack Obama Forsetaframbjóðandinn Barack Obama upplýsti í gær að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hygðist liðsinna honum í kosningabaráttunni í þremur fylkjum Bandaríkjanna í næsta mánuði. Lífið 27.11.2007 08:14 Hanson bræður fjölga mannkyninu Zac Hanson, yngsti Hanson bróðirinn í hljómsveitinni vinsælu, á von á sínu fyrsta barni í maí. Zac, sem er 22 ára gamall, er kvæntur Kate Hanson, en hún er 23 ára. Lífið 26.11.2007 19:27 Íslendingabar Dóru Takefusa í Köben lokað vegna hávaða Skemmtistaðnum Jolene í Kaupmannahöfn, sem er í eigu Dóru Takefusa og Dóru Dúnu Sighvatsdóttur, verður lokað þann 30 nóvember næstkomandi. Lífið 26.11.2007 17:35 Fyrsta jólabókin uppseld sex vikum á undan áætlun Íslendingar virðast ætla að endurvekja bókaþjóðarstimpiilinn. Sala á jólabókum er með hressilegasta móti, og er fyrsta bókin orðin uppseld hjá útgefanda, 6 vikum á undan áætlun. Þetta er ævisaga Skáld-Rósu, sem er betur þekkt sem Vatnsenda-Rósa. Bókaútgáfan Salka taldi víst að prentað upplag bókarinnar mundi duga fram að jólum og rúmlega það. En lagerinn tæmdist strax og ekki hefur verið hægt að afgreiða viðbótarpantanir sem fóru að streyma inn frá verslunum vegna þess að bókin kláraðist mjög hratt. Lífið 26.11.2007 15:05 Ölið trekkir á leiksýningu Leikhópurinn Peðið frumsýnir þann fyrsta desember á menningarbúllunni Grand Rokk söngleikinn Tröllaperu. ,,Þetta er söngleikur með svona nútímavæddu þjóðlegu ívafi" segir Jón Benjamín Einarsson höfundur verksins, sem fjallar meðal annars um Giltrutt, Leppalúða og jólasveinana. Lífið 26.11.2007 15:02 Mozart á miðnætti - Requiem flutt á dánartíma tónskáldsins Laust eftir miðnætti fjórða desember næstkomandi flytur Óperukórinn Requiem Mozarts í Langholtskirkju. Ástæða þessa sérstæða tónleikatíma, þ.e. kl. 00.30 aðfararnótt 5.des. er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Mozarts, sem lést laust eftir miðnætti aðfararnótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni. Það tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Syßmaer. Lífið 26.11.2007 12:57 Britney Spears að ættleiða kínverska tvíbura Britney Spears hefur ákveðið að ættleiða sex ára kínverska tvíbura. Breska blaðið News of The World segir að með þessu hyggist poppdívan reyna að fylla það tómarúm sem myndaðist þegar hún missti forræði yfir sonum sínum tveimur til K-Fed. Lífið 26.11.2007 12:26 Hulk Hogan fréttir um eigin skilnað í viðtali Linda Hogan, eiginkona Hulks Hogans til 24 ára, sótti um skilnað frá glímutröllinu þann 20. nóvember. Hulk, sem heitir réttu nafni Terry Bollea, frétti af skilnaðinum þegar blaðamaður sagði honum að eiginkonan hefði skilað inn skilnaðarpappírunum. ,,Takk fyrir upplýsingarnar!" sagði Hulk við blaðamann St. Petersburg times. ,,Konan mín er búin að vera í Kaliforníu í þrjár vikur. Andskotinn. Vá, þú gerðir mig bara kjaftstopp." Lífið 26.11.2007 11:13 Jordan viðrar E skálarnar í síðasta sinn Ein stærstu brjóst sem sést hafa munu brátt heyra sögunni til. Glamúrmódelið Jordan skartaði ofvöxnum silikonbrjóstunum í síðasta sinn í Late, Late Show þættinum í Dublin á dögunum. Lífið 26.11.2007 10:44 Lindsay í Ljótu Betty Lindsay Lohan er áköf í að taka sér frí frá verslunarferðum um sinn og taka að sér hlutverk í Ljótu Betty samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins New York Post. Talsmaður Lindsay sagði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samning og ekki væri ljóst hvenær verkfalli handritshöfunda lýkur. Þegar það gerðist væri leikkonan mjög spennt fyrir því að leika starfsmann veitingastaðar sem er vinkona Betty. Lífið 25.11.2007 19:26 Kayne grætur móðir sína á sviði Bandaríski rapparinn Kayne West brotnaði saman á sviði í London þegar hann flutti lag um móður sína sem lést í síðustu viku. Þetta var í fyrsta sinn sem Kayne kom fram opinberlega eftir að Donda West var jarðsett síðastliðinn þriðjudag. Lífið 25.11.2007 16:12 Samningaviðræður vegna verkfalls á Broadway Leikritaframleiðendur í New York og sviðsmenn í verkfalli munu halda samningaviðræðum sem komnar voru í hnút áfram til að leysa deilu á milli þeirra og hefur lamað leikhúslíf á Broadway. Fjöldi sýninga, meðal annars Chicago, Wicked og Hairspray, hafa ekki verið sýndar síðan 10. nóvember þegar sviðsmenn gengu út í aðgerðum vegna nýrra samninga. Lífið 25.11.2007 13:09 « ‹ ›
Smurbrauðsjómfrúin sjötug á laugardag Smurbrauðsjómfrúin Ida Davidsen verður sjötug á laugardag. Hún hefur smurt brauð til heiðurs margra helstu stjarna Danmerkur, á borð við Viktor Borge - sem var gerður ódauðlegur á rúgbrauðssneið með slettu af majónesi og sjávarréttum - og Hans Christian Andersen, sem er minnst með beikoni, tómati, kæfu og piparrót. Lífið 29.11.2007 11:35
Pete Doherty hugleiðir heróínvandræðin á braut Hinn nýlega allsgáði Pete Doherty leggur nú stund á hugleiðslu til að kljást við streituna sem fylgir tónleikaferðalögum. Félagi hans í Babyshambles, trommarinn Adam Ficek sagði að Doherty væri líka hrifinn af kínversku bardagaleikfiminni Tai Chi. Lífið 28.11.2007 16:38
Britney Spears er ólétt Þriðja barn Britney Spears er á leiðinni. Poppdívan trúði vinum sínum fyrir því í tölvupósti þann 14. nóvember að hún væri komin fjórar vikur á leið. Hún sagðist viss um að faðir barnsins væri upptökustjórinn J.R. Rotem, sem hún hefur átt vingott við frá því hún skildi við K-Fed, nýkjörinn sjöunda besta pabba í heimi. Lífið 28.11.2007 15:57
Dóra segir Dani mestu klöguskjóður í heimi Verið er að ganga frá samningum um nýja staðsetningu Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dunu Sighvatsdóttur á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Vísir sagði frá því í vikunni að til stæði að loka staðnum vegna kvartana nágranna. Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá þotuliðinu í Kaupmannahöfn. Lífið 28.11.2007 15:40
Naomi Cambell yngir upp - í felum með Lewis Hamilton Naomi Campbell er yfirleitt ekki feimin við myndavélar. Hún var hinsvegar ekki hrifin af þeim sem biðu hennar þegar hún skrúfaði niður rúðuna á bílnum sem hún og Lewis Hamilton sátu saman í um daginn. Lífið 28.11.2007 14:48
Jólauppboð Gallerís Foldar hið stærsta til þessa 260 listaverk af ýmsum toga verða boðin upp á stærsta listmunauppboði sem hefur verið haldið hérlendis. Jólauppboð Gallerís Foldar verður haldið bæði sunnudags- og mánudagskvöld á Hóteli Sögu. Lífið 28.11.2007 13:31
Grétar Rafn og Manuela giftu sig í gær Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson og fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, giftu sig í Hollandi í gær. Athöfnin var látlaus en þau giftu sig hjá borgardómara í Alkmaar en Grétar leikur með knattspyrnulliði bæjarins. Lífið 28.11.2007 13:19
Helena Christensen úr fötunum fyrir Playboy Súpermódelið danska, Helena Christensen, íhugar nú að fækka fötum fyrir frönsku útgáfu Playboy tímaritsins. Lífið 28.11.2007 11:52
K-Fed kjörinn einn af áhrifamestu mönnum samtímans Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears, mistæki popparinn Kevin Federline, hefur verið kjörinn einn af áhrifamestu mönnum heims undir 45 ára aldri. Lífið 28.11.2007 10:53
Einn á móti fjörtíu og fimm fyrir Jóhönnu Völu Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir líklegust til að hreppa titilinn ungfrú Heimur þetta árið. Sé mark tekið á spám veðbanka eru líkurnar á að íslendingar eignist sýna fimmtu heimsfegurðardrottningu einn á móti fjörtíu og fimm. Þar er hún í flokki með Ungfrú Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Indónesíu svo einhverjar séu nefndar. Lífið 28.11.2007 10:16
Hulk Hogan tjáir sig um skilnaðinn Eins og víða hefur verið greint frá stendur glímukappinn Hulk Hogan nú í skilnaði en kona hans til 24 ára, Linda Hogan ætlar frá honum. Hulk sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins í gegn um umboðsmann sinn. Lífið 27.11.2007 20:48
Jackson Five saman á ný Michael Jackson ætlar að kreista út nokkra daga í frí frá lögfræðistappi á næsta ári og skella sér í tónleikaferðalag með bræðrum sínum. The Jackson Five eru að skipuleggja tónleikaferðalag, sitt fyrsta frá því 1984. Jermaine Jackson greindi frá þessu í viðtali á BBC á mánudaginn. Jermaine sagði að hann og bræður hans myndu jafnvel hefja ferðalagið á næsta ári, og að þegar væri farið að ræða staði og dagsetningar. Lífið 27.11.2007 16:12
Jóhanna Vala undirbýr sig undir Ungfrú Heim ,,Jújú, ég er orðin voða spennt." segir Ungfrú Ísland, Jóhanna Vala Jónsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd um titilinn Ungfrú Heimur í Kína á laugardaginn. Lífið 27.11.2007 15:25
Marglitar rollur Madonnu valda reiði dýraverndunarsinna Dýraverndunarsinnar eru ekki par hrifnir af Madonnu eftir nýjasta uppátæki hennar. Söngkonan litaði ull kinda á búgarði sínum bláa, bleika, gula og græna fyrir myndaþátt í Vogue Living. Lífið 27.11.2007 14:56
Börnin hjá Britney um jólin Britney Spears fær að hafa börnin sín hjá sér um jólin. Britney, sem missti fyrir skemmstu forræði yfir sonum sínum tveimur, er sögð hafa sótt það afar fast að fá að hafa þá hjá sér á jóladag. Í síðasta forræðisfundi hennar og fyrrverandi eiginmannsins Kevins Federlines ákað dómari í máli þeirra að verða við bóninni. Lífið 27.11.2007 14:35
Hljómsveitin Hraun í undanúrslit í tónlistakeppni BBC Hljómsveitin Hraun er komin í 20 hljómsveita úrslit í tónlistarkeppni BBC world service sem nefnist The Next Big Thing. Þegar Vísir náði í Svavar Knút Kristinsson, söngvara sveitarinnar, vildi hann ekki gera mikið úr árangrinum. ,,Ég mundi ekki segja að þetta væri neinn árangur ennþá, það er ekki fyrr en maður er kominn út að spila." Svavar sagði sveitarmeðlimi þó að vonum ánægða. ,,Við vonum bara að þetta verði til að vekja athygli á því sem við erum að gera. Lífið 27.11.2007 14:13
Milljarðamæringur á níræðisaldri yngir upp Joe Hardy III, 84 ára milljarðamæringur frá Pennsylvaníu var harmi slegin þegar eiginkona hans fór frá honum. Hardy og Kristin Georgi, 23ja ára naglasérfræðingur, giftu sig fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og sögðu illar tungur að hjónabandið hefði eitthvað með timburvinnsluauðæfi Hardys að gera.Í takti við spár entist hjónabandið ekki lengi - 107 daga, og þá flutti Georgi aftur heim til mömmu. Auðkýfingurinn var niðurbrotinn og hóf strax leit að konun til að eyða restinni af lífinu með, hversu lengi sem það yrði. Lífið 27.11.2007 12:46
Bubbi á gylltum Range Rover Bubbi Morthens er mikill bílaáhugamaður eins og hefur vart farið fram hjá neinum. Hann fjárfesti á dögunum í splunkunýjum stórglæsilegum gylltum Range Rover Vogue. Bíllinn er búinn öllum helstu fídusum, er með 272 hestafla V8 díselvél og kostar rétt tæpar fjórtán milljónir. Bubbi hefur líklega fengið ágætis afslátt af bílnum, en hann hefur undanfarin ár komið fram í auglýsingum fyrir B&L, sem flytur inn Range Rover. Bubbi vildi lítið tjá sig um bílakaupin þegar Vísir náði tali af honum. Lífið 27.11.2007 11:32
Oprah styður Barack Obama Forsetaframbjóðandinn Barack Obama upplýsti í gær að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hygðist liðsinna honum í kosningabaráttunni í þremur fylkjum Bandaríkjanna í næsta mánuði. Lífið 27.11.2007 08:14
Hanson bræður fjölga mannkyninu Zac Hanson, yngsti Hanson bróðirinn í hljómsveitinni vinsælu, á von á sínu fyrsta barni í maí. Zac, sem er 22 ára gamall, er kvæntur Kate Hanson, en hún er 23 ára. Lífið 26.11.2007 19:27
Íslendingabar Dóru Takefusa í Köben lokað vegna hávaða Skemmtistaðnum Jolene í Kaupmannahöfn, sem er í eigu Dóru Takefusa og Dóru Dúnu Sighvatsdóttur, verður lokað þann 30 nóvember næstkomandi. Lífið 26.11.2007 17:35
Fyrsta jólabókin uppseld sex vikum á undan áætlun Íslendingar virðast ætla að endurvekja bókaþjóðarstimpiilinn. Sala á jólabókum er með hressilegasta móti, og er fyrsta bókin orðin uppseld hjá útgefanda, 6 vikum á undan áætlun. Þetta er ævisaga Skáld-Rósu, sem er betur þekkt sem Vatnsenda-Rósa. Bókaútgáfan Salka taldi víst að prentað upplag bókarinnar mundi duga fram að jólum og rúmlega það. En lagerinn tæmdist strax og ekki hefur verið hægt að afgreiða viðbótarpantanir sem fóru að streyma inn frá verslunum vegna þess að bókin kláraðist mjög hratt. Lífið 26.11.2007 15:05
Ölið trekkir á leiksýningu Leikhópurinn Peðið frumsýnir þann fyrsta desember á menningarbúllunni Grand Rokk söngleikinn Tröllaperu. ,,Þetta er söngleikur með svona nútímavæddu þjóðlegu ívafi" segir Jón Benjamín Einarsson höfundur verksins, sem fjallar meðal annars um Giltrutt, Leppalúða og jólasveinana. Lífið 26.11.2007 15:02
Mozart á miðnætti - Requiem flutt á dánartíma tónskáldsins Laust eftir miðnætti fjórða desember næstkomandi flytur Óperukórinn Requiem Mozarts í Langholtskirkju. Ástæða þessa sérstæða tónleikatíma, þ.e. kl. 00.30 aðfararnótt 5.des. er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Mozarts, sem lést laust eftir miðnætti aðfararnótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni. Það tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Syßmaer. Lífið 26.11.2007 12:57
Britney Spears að ættleiða kínverska tvíbura Britney Spears hefur ákveðið að ættleiða sex ára kínverska tvíbura. Breska blaðið News of The World segir að með þessu hyggist poppdívan reyna að fylla það tómarúm sem myndaðist þegar hún missti forræði yfir sonum sínum tveimur til K-Fed. Lífið 26.11.2007 12:26
Hulk Hogan fréttir um eigin skilnað í viðtali Linda Hogan, eiginkona Hulks Hogans til 24 ára, sótti um skilnað frá glímutröllinu þann 20. nóvember. Hulk, sem heitir réttu nafni Terry Bollea, frétti af skilnaðinum þegar blaðamaður sagði honum að eiginkonan hefði skilað inn skilnaðarpappírunum. ,,Takk fyrir upplýsingarnar!" sagði Hulk við blaðamann St. Petersburg times. ,,Konan mín er búin að vera í Kaliforníu í þrjár vikur. Andskotinn. Vá, þú gerðir mig bara kjaftstopp." Lífið 26.11.2007 11:13
Jordan viðrar E skálarnar í síðasta sinn Ein stærstu brjóst sem sést hafa munu brátt heyra sögunni til. Glamúrmódelið Jordan skartaði ofvöxnum silikonbrjóstunum í síðasta sinn í Late, Late Show þættinum í Dublin á dögunum. Lífið 26.11.2007 10:44
Lindsay í Ljótu Betty Lindsay Lohan er áköf í að taka sér frí frá verslunarferðum um sinn og taka að sér hlutverk í Ljótu Betty samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins New York Post. Talsmaður Lindsay sagði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samning og ekki væri ljóst hvenær verkfalli handritshöfunda lýkur. Þegar það gerðist væri leikkonan mjög spennt fyrir því að leika starfsmann veitingastaðar sem er vinkona Betty. Lífið 25.11.2007 19:26
Kayne grætur móðir sína á sviði Bandaríski rapparinn Kayne West brotnaði saman á sviði í London þegar hann flutti lag um móður sína sem lést í síðustu viku. Þetta var í fyrsta sinn sem Kayne kom fram opinberlega eftir að Donda West var jarðsett síðastliðinn þriðjudag. Lífið 25.11.2007 16:12
Samningaviðræður vegna verkfalls á Broadway Leikritaframleiðendur í New York og sviðsmenn í verkfalli munu halda samningaviðræðum sem komnar voru í hnút áfram til að leysa deilu á milli þeirra og hefur lamað leikhúslíf á Broadway. Fjöldi sýninga, meðal annars Chicago, Wicked og Hairspray, hafa ekki verið sýndar síðan 10. nóvember þegar sviðsmenn gengu út í aðgerðum vegna nýrra samninga. Lífið 25.11.2007 13:09