Lífið JK Rowling elskar að árita Harry Potter höfundurinn JK Rowling ferðst nú um Bandaríkin til að árita bækur sínar. Hún bauð skólabörnum til sín í Kodak leikhúsið í Hollywood í gær og áritaði alls 1.600 eintök. „Það spyrja mig allir að því hvort ég verði ekki þreytt en satt að segja þá er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Rowling við fréttamenn á staðnum. Lífið 16.10.2007 10:52 Farrell segir frá erfiðleikum sonar síns Leikarinn Colin Farrell segir frá því í samtali við Irish Independent að fjögurra ára sonur hans, James, sé haldinn taugasjúkdómi sem nefnist Angelman Syndrome. „Hann er hamingjusamur og hugrakkur drengur og einu skiptin sem ég verð var við að hann sé öðruvísi er þegar ég sé hann með jafnöldrum sínum. Lífið 16.10.2007 09:32 Aniston háð vaxi Jennifer Aniston er eins og mörgum er kunnugt mjög umhugað um hárið á sér. Hún sést sjaldan ótilhöfð og hefur fengið mikið lof fyrir makkann. Það sem færri vita er að Aniston er einnig mjög umhugað um þau hár sem ekki tilheyra höfðinu. Þegar kemur að þeim vill hún hins vegar sem minnst af þeim vita. Lífið 15.10.2007 16:23 Jolie kynnþokkafyllsta ofurhetjan Angelina Jolie í hlutverki Löru Croft í Tomb Raider er kynþokkafyllsta ofurhetja allra tíma samkvæmt nýrri könnun. Könnunin var gerð í tilefni af útgáfu myndarinnar Rise of The Silver Surfer á DVD með Jessicu Alba. Lífið 15.10.2007 15:55 Gaf afmælisgjafir til geðfatlaðra Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, afþakkaði allar gjafir í tilefni af sextugsafmæli sínu á dögunum en bað afmælisgesti um að láta frekar fé af hendi rakna til Dvalar sem er athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi. „Ég á allt og því fannst mér kjörið að biðja fólk um að leggja inn pening á reikning Dvalar. Ég þekki til starfseminnar og þarna er unnið gríðarlega gott starf," segir Gunnar. Lífið 15.10.2007 14:49 Árshátíð íslenskra hljómsveita í uppsiglingu Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári síðan 1999 þegar hún var fyrst haldinn, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Alls troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp í ár og þar af eru um 50 erlend númer. Lífið 15.10.2007 13:04 Jerry Hall segir alla söguna Jerry Hall, fyrrverandi eiginkona Mick Jagger söngvara Rolling Stones, hefur samið við útgáfufélagið HarperCollins um útgáfu ævisögu sinnar og verður sérstök áhersla lögð á tímann með Jagger. Lífið 15.10.2007 11:24 Friðartónleikum með Bryan Adams aflýst Friðartónleikum til stuðnings lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna hefur verið aflýst sökum þess að þátttakendum var hótað. Söngvarinn Bryan Adams ætlaði að troða upp á tvennum tónleikunum sem halda átti í Ísrael og Palestínu þann 18. október næstkomandi. Auk þess ætluðu ísraelskir og palestínskir tónlistarmenn að koma fram. Lífið 15.10.2007 10:25 Affleck borgar ekki aukaleikurum Leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck var svo mikið í mun um að halda kostnaði við gerð myndarinnar Gone Baby Gone, sem hann leikstýrir, í lágmarki að hann borgaði engum aukaleikurum. Í staðinn gerði hann óbreytta Bostonbúa að kvikmyndastjörnum. Lífið 15.10.2007 09:24 Julia Roberts hreppti Cinematheque verðlaunin "Ég er bara lítil stelpa frá smábæ í Georgíu sem átti stóran og skrítinn draum," sagði Julia Roberts þegar hún tók við bandarísku Cinematheque verðlaununum við hátíðlega athöfn í Los Angeles á föstudagskvöldið. Leikkonan sem á þrjú lítil börn sagðist vera mest stolt af því að vera eiginkona og móðir. Lífið 14.10.2007 11:13 McCartney og Mills ekki á leið í dómsalinn Sir Paul McCartney og konan hans fyrrverandi, Heather Mills ætla sér að gera úrslitatilraun til þess að komast að samkomulagi um hvernig hafa skuli skilnaði þeirra án þess að málið þurfi að fara fyrir dómara. Deilurnar standa þó enn og ekki að furða að Paul hafi ekki séð sér fært að mæta í Viðey til þess að vera viðstaddur tendrun friðarsúlunnar, enda ekki friðvænlegt á hans heimavígstöðvum. Lífið 13.10.2007 21:14 Jordan elskar brjóstin á frú Beckham Breska fyrirsætan Jordan, sem sennilega er þekktust fyrir barm sinn sem þykir bera í bakkafullan lækinn, réðst harkalega að Victoríu Beckham í breskum spjallþætti í gær. Lífið 13.10.2007 16:46 Rífandi stemning á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Lífið 13.10.2007 14:02 Madonna skiptir um plötufyrirtæki Talið er að poppdrottningin Madonna komi á næstu dögum til með að tilkynna að hún hyggist yfirgefa Warner Brothers Records plötufyrirtækið fyrir sjö milljarða samning við Live Nation. Madonna hefur verið með samning við Warner Brothers Records frá upphafi ferils síns árið 1983. Lífið 12.10.2007 16:30 Maður ákærður fyrir að áreita Umu Thurman Jack Jordan, fyrrum vistmaður á geðdeild, hefur verið ákærður fyrir að skrifa bréf til leikkonunnar Umu Thurman þar sem hann hótar því að fyrirfara sér ef hún láti sjá sig með nýjum manni. Lífið 12.10.2007 15:03 Uppselt á Iceland Airwaves Um hádegisbilið í dag varð uppselt á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2007. Þetta er fjórða árið í röð sem selst upp á hátíðina en hún nýtur sívaxandi vinsælda á erlendum vettvangi. Lífið 12.10.2007 14:15 Jude Law sleppur Fallið hefur verið frá ákæru í máli kvennabósans Jude Law en ljósmyndari kærði hann á dögunum til lögreglu. Hann sagði Law hafa ráðist á sig fyrir utan heimili leikarans í London og auk þess reynt að ná af sér myndavél. Í kjölfarið var Law færður á lögreglustöð en hann neitaði sök. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu. Lífið 12.10.2007 13:16 Roger Morre fær stjörnu í frægðarstéttina James Bond leikarinn Roger Moore var í gær heiðraður með stjörnu í frægðarstéttina í Los Angeles og mun hann vera stjarna númer 2.350 sem hlýtur þann heiður. Pierce Brosnan sem lék Bond á árunum 1995 til 2002 er eini Bondleikarinn sem hefur hlotið sama heiður. Lífið 12.10.2007 12:09 Mills og McCarntey komust ekki að samkomulagi Hjónin fyrrverandi þau Paul McCartney og Heather Mills náðu ekki samkomulagi á fundi með dómara í London í gær en þau hittust til að freista þess að gera með sér skilnaðarsáttmála. Af þeim sökum hefjast réttarhöld í málinu í febrúar á næsta ári með öllu því fjölmiðlafári fylgir. Lífið 12.10.2007 10:39 Dauðaþögn á Holtinu þegar sjálfstæðistoppar gengu í salinn Þeir félagar úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, Davið Oddsson, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurrarson áttu saman stund í koníaksstofunni á Hótel Holti í gærkvöldi. Hannes Hólmsteinn segir að sér sé minnisstæðast frá þessu kvöldi að dauðaþögn hafi slegið á matsalinn á Holtinu þegar þeir gengu þar í gegn. Lífið 12.10.2007 09:57 Britney fær aukinn umgengnisrétt Hæstaréttardómarinn Scott Gordon hefur fallist á að veita Britney Spears leyfi til að hafa syni sína hjá sér yfir nótt, einn dag í viku. Í byrjun mánaðarins veitti dómarinn Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni Spears, tímabundið fullt forræði yfir sonum þeirra og fékk Spears einungis að hitta þá á daginn undir eftirliti. Lífið 12.10.2007 09:22 Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður Það er oft ekki tekið út með sældinni að vera krónprinsessa og í tilfelli Mary krónprinsessu Dana er það heldur ekki það ævintýri sem af er látið. Vikublaðið Womans Day í Ástralíu segir að hið konunglega par lifi í raun sitthvoru lífinu. Lífið 12.10.2007 07:39 Paris breytir lífi pizzasendils Líf Alexander Väggö von Zweigberg frá Svíþjóð hefur breyst til mikilla muna síðan hann kynntist ofurljóskunni Paris Hilton fyrir nokkrum vikum. Hann vann áður fyrir sér sem pizzasendill en landar nú hverjum módelsamningnum á fætur öðrum og er talinn eiga framtíðina fyrir sér á því sviði. Lífið 11.10.2007 16:08 Bobby Brown neitar því að hafa fengið hjartaáfall Bandaríski söngvarinn Bobby Brown, sem er hvað þekktastur fyrir að vera fyrrum eiginmaður Whitney Houston, neitar því að hafa fengið vægt hjartaáfall fyrr í vikunni þrátt fyrir að lögfræðingur hans, Phaedra Parks, hafi greint frá því við Associated Press. Hún sagði Brown hafa lagst inn eftir að hafa fengið fyrir hjartað og að læknar hefðu sagt að álagi og mataræði væri um að kenna. Lífið 11.10.2007 14:50 Lausgirtur Eriksson með nýja ástkonu Hinn lausgyrti Sven Göran Eriksson gerir það ekki endasleppt í kvennamálunum á Bretlandseyjum. Nú er hann kominn með nýja konu upp arminn, hina 35 ára gömlu athafnakonu Marisu Cauchi. Lífið 11.10.2007 14:14 Kveðjum Lundann í Gallerí auga fyrir auga Ljósmyndarinn Damon Younger opnar í dag ljósmyndasýningu í Gallerí auga fyrir auga að Hverfisgötu 35. Sýningin heitir Kveðjum Lundann 2007 eða Puffin Memorial 2007. Lífið 11.10.2007 13:19 Oktoberfest á Gauki og Stöng nær hámarki Hinni árlegu októberfest á skemmtistaðnum Gauki á Stöng við Tryggvagötu fer senn að ljúka. Ekkert er þó gefið eftir á lokasprettinum. Í kvöld verður boðið upp á Blúskvöld með Mood, Ragnheiði Gröndal og Johnny And The Rest og opnar húsið klukkan 20. Lífið 11.10.2007 12:43 Loststjarna í sex mánaða fangelsi Fyrrum Loststjarnan Michelle Rodriguez var í gær dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að brjóta skilorð sem hún hlaut fyrir umferðarlagabrot. Lífið 11.10.2007 12:05 Lohan komin með snjóbrettagaur upp á arminn Fyrrum vandræðakleikkonan Lindsay Lohan, sem hefur nýlokið við langa og stranga fíkniefnameðferð, hefur nú ákveðið að hefja nýtt og betra líf og er auk þess kominn með nýjan og ferskan kærasta upp á arminn. Lífið 11.10.2007 11:41 Clooney er góðmennskan uppmáluð Hinn góðhjartaði hjartaknúsari George Clooney hefur beðið yfirmenn á Palisades Medical Center í New Jersey um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja 40 heilbrigðisstarfsmönnum tímabundið úr starfi fyrir að hafa lekið upplýsingum úr sjúkraskrá hans í fjölmiðla. Lífið 11.10.2007 10:46 « ‹ ›
JK Rowling elskar að árita Harry Potter höfundurinn JK Rowling ferðst nú um Bandaríkin til að árita bækur sínar. Hún bauð skólabörnum til sín í Kodak leikhúsið í Hollywood í gær og áritaði alls 1.600 eintök. „Það spyrja mig allir að því hvort ég verði ekki þreytt en satt að segja þá er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Rowling við fréttamenn á staðnum. Lífið 16.10.2007 10:52
Farrell segir frá erfiðleikum sonar síns Leikarinn Colin Farrell segir frá því í samtali við Irish Independent að fjögurra ára sonur hans, James, sé haldinn taugasjúkdómi sem nefnist Angelman Syndrome. „Hann er hamingjusamur og hugrakkur drengur og einu skiptin sem ég verð var við að hann sé öðruvísi er þegar ég sé hann með jafnöldrum sínum. Lífið 16.10.2007 09:32
Aniston háð vaxi Jennifer Aniston er eins og mörgum er kunnugt mjög umhugað um hárið á sér. Hún sést sjaldan ótilhöfð og hefur fengið mikið lof fyrir makkann. Það sem færri vita er að Aniston er einnig mjög umhugað um þau hár sem ekki tilheyra höfðinu. Þegar kemur að þeim vill hún hins vegar sem minnst af þeim vita. Lífið 15.10.2007 16:23
Jolie kynnþokkafyllsta ofurhetjan Angelina Jolie í hlutverki Löru Croft í Tomb Raider er kynþokkafyllsta ofurhetja allra tíma samkvæmt nýrri könnun. Könnunin var gerð í tilefni af útgáfu myndarinnar Rise of The Silver Surfer á DVD með Jessicu Alba. Lífið 15.10.2007 15:55
Gaf afmælisgjafir til geðfatlaðra Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, afþakkaði allar gjafir í tilefni af sextugsafmæli sínu á dögunum en bað afmælisgesti um að láta frekar fé af hendi rakna til Dvalar sem er athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi. „Ég á allt og því fannst mér kjörið að biðja fólk um að leggja inn pening á reikning Dvalar. Ég þekki til starfseminnar og þarna er unnið gríðarlega gott starf," segir Gunnar. Lífið 15.10.2007 14:49
Árshátíð íslenskra hljómsveita í uppsiglingu Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári síðan 1999 þegar hún var fyrst haldinn, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Alls troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp í ár og þar af eru um 50 erlend númer. Lífið 15.10.2007 13:04
Jerry Hall segir alla söguna Jerry Hall, fyrrverandi eiginkona Mick Jagger söngvara Rolling Stones, hefur samið við útgáfufélagið HarperCollins um útgáfu ævisögu sinnar og verður sérstök áhersla lögð á tímann með Jagger. Lífið 15.10.2007 11:24
Friðartónleikum með Bryan Adams aflýst Friðartónleikum til stuðnings lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna hefur verið aflýst sökum þess að þátttakendum var hótað. Söngvarinn Bryan Adams ætlaði að troða upp á tvennum tónleikunum sem halda átti í Ísrael og Palestínu þann 18. október næstkomandi. Auk þess ætluðu ísraelskir og palestínskir tónlistarmenn að koma fram. Lífið 15.10.2007 10:25
Affleck borgar ekki aukaleikurum Leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck var svo mikið í mun um að halda kostnaði við gerð myndarinnar Gone Baby Gone, sem hann leikstýrir, í lágmarki að hann borgaði engum aukaleikurum. Í staðinn gerði hann óbreytta Bostonbúa að kvikmyndastjörnum. Lífið 15.10.2007 09:24
Julia Roberts hreppti Cinematheque verðlaunin "Ég er bara lítil stelpa frá smábæ í Georgíu sem átti stóran og skrítinn draum," sagði Julia Roberts þegar hún tók við bandarísku Cinematheque verðlaununum við hátíðlega athöfn í Los Angeles á föstudagskvöldið. Leikkonan sem á þrjú lítil börn sagðist vera mest stolt af því að vera eiginkona og móðir. Lífið 14.10.2007 11:13
McCartney og Mills ekki á leið í dómsalinn Sir Paul McCartney og konan hans fyrrverandi, Heather Mills ætla sér að gera úrslitatilraun til þess að komast að samkomulagi um hvernig hafa skuli skilnaði þeirra án þess að málið þurfi að fara fyrir dómara. Deilurnar standa þó enn og ekki að furða að Paul hafi ekki séð sér fært að mæta í Viðey til þess að vera viðstaddur tendrun friðarsúlunnar, enda ekki friðvænlegt á hans heimavígstöðvum. Lífið 13.10.2007 21:14
Jordan elskar brjóstin á frú Beckham Breska fyrirsætan Jordan, sem sennilega er þekktust fyrir barm sinn sem þykir bera í bakkafullan lækinn, réðst harkalega að Victoríu Beckham í breskum spjallþætti í gær. Lífið 13.10.2007 16:46
Rífandi stemning á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Lífið 13.10.2007 14:02
Madonna skiptir um plötufyrirtæki Talið er að poppdrottningin Madonna komi á næstu dögum til með að tilkynna að hún hyggist yfirgefa Warner Brothers Records plötufyrirtækið fyrir sjö milljarða samning við Live Nation. Madonna hefur verið með samning við Warner Brothers Records frá upphafi ferils síns árið 1983. Lífið 12.10.2007 16:30
Maður ákærður fyrir að áreita Umu Thurman Jack Jordan, fyrrum vistmaður á geðdeild, hefur verið ákærður fyrir að skrifa bréf til leikkonunnar Umu Thurman þar sem hann hótar því að fyrirfara sér ef hún láti sjá sig með nýjum manni. Lífið 12.10.2007 15:03
Uppselt á Iceland Airwaves Um hádegisbilið í dag varð uppselt á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2007. Þetta er fjórða árið í röð sem selst upp á hátíðina en hún nýtur sívaxandi vinsælda á erlendum vettvangi. Lífið 12.10.2007 14:15
Jude Law sleppur Fallið hefur verið frá ákæru í máli kvennabósans Jude Law en ljósmyndari kærði hann á dögunum til lögreglu. Hann sagði Law hafa ráðist á sig fyrir utan heimili leikarans í London og auk þess reynt að ná af sér myndavél. Í kjölfarið var Law færður á lögreglustöð en hann neitaði sök. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu. Lífið 12.10.2007 13:16
Roger Morre fær stjörnu í frægðarstéttina James Bond leikarinn Roger Moore var í gær heiðraður með stjörnu í frægðarstéttina í Los Angeles og mun hann vera stjarna númer 2.350 sem hlýtur þann heiður. Pierce Brosnan sem lék Bond á árunum 1995 til 2002 er eini Bondleikarinn sem hefur hlotið sama heiður. Lífið 12.10.2007 12:09
Mills og McCarntey komust ekki að samkomulagi Hjónin fyrrverandi þau Paul McCartney og Heather Mills náðu ekki samkomulagi á fundi með dómara í London í gær en þau hittust til að freista þess að gera með sér skilnaðarsáttmála. Af þeim sökum hefjast réttarhöld í málinu í febrúar á næsta ári með öllu því fjölmiðlafári fylgir. Lífið 12.10.2007 10:39
Dauðaþögn á Holtinu þegar sjálfstæðistoppar gengu í salinn Þeir félagar úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, Davið Oddsson, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurrarson áttu saman stund í koníaksstofunni á Hótel Holti í gærkvöldi. Hannes Hólmsteinn segir að sér sé minnisstæðast frá þessu kvöldi að dauðaþögn hafi slegið á matsalinn á Holtinu þegar þeir gengu þar í gegn. Lífið 12.10.2007 09:57
Britney fær aukinn umgengnisrétt Hæstaréttardómarinn Scott Gordon hefur fallist á að veita Britney Spears leyfi til að hafa syni sína hjá sér yfir nótt, einn dag í viku. Í byrjun mánaðarins veitti dómarinn Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni Spears, tímabundið fullt forræði yfir sonum þeirra og fékk Spears einungis að hitta þá á daginn undir eftirliti. Lífið 12.10.2007 09:22
Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður Það er oft ekki tekið út með sældinni að vera krónprinsessa og í tilfelli Mary krónprinsessu Dana er það heldur ekki það ævintýri sem af er látið. Vikublaðið Womans Day í Ástralíu segir að hið konunglega par lifi í raun sitthvoru lífinu. Lífið 12.10.2007 07:39
Paris breytir lífi pizzasendils Líf Alexander Väggö von Zweigberg frá Svíþjóð hefur breyst til mikilla muna síðan hann kynntist ofurljóskunni Paris Hilton fyrir nokkrum vikum. Hann vann áður fyrir sér sem pizzasendill en landar nú hverjum módelsamningnum á fætur öðrum og er talinn eiga framtíðina fyrir sér á því sviði. Lífið 11.10.2007 16:08
Bobby Brown neitar því að hafa fengið hjartaáfall Bandaríski söngvarinn Bobby Brown, sem er hvað þekktastur fyrir að vera fyrrum eiginmaður Whitney Houston, neitar því að hafa fengið vægt hjartaáfall fyrr í vikunni þrátt fyrir að lögfræðingur hans, Phaedra Parks, hafi greint frá því við Associated Press. Hún sagði Brown hafa lagst inn eftir að hafa fengið fyrir hjartað og að læknar hefðu sagt að álagi og mataræði væri um að kenna. Lífið 11.10.2007 14:50
Lausgirtur Eriksson með nýja ástkonu Hinn lausgyrti Sven Göran Eriksson gerir það ekki endasleppt í kvennamálunum á Bretlandseyjum. Nú er hann kominn með nýja konu upp arminn, hina 35 ára gömlu athafnakonu Marisu Cauchi. Lífið 11.10.2007 14:14
Kveðjum Lundann í Gallerí auga fyrir auga Ljósmyndarinn Damon Younger opnar í dag ljósmyndasýningu í Gallerí auga fyrir auga að Hverfisgötu 35. Sýningin heitir Kveðjum Lundann 2007 eða Puffin Memorial 2007. Lífið 11.10.2007 13:19
Oktoberfest á Gauki og Stöng nær hámarki Hinni árlegu októberfest á skemmtistaðnum Gauki á Stöng við Tryggvagötu fer senn að ljúka. Ekkert er þó gefið eftir á lokasprettinum. Í kvöld verður boðið upp á Blúskvöld með Mood, Ragnheiði Gröndal og Johnny And The Rest og opnar húsið klukkan 20. Lífið 11.10.2007 12:43
Loststjarna í sex mánaða fangelsi Fyrrum Loststjarnan Michelle Rodriguez var í gær dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að brjóta skilorð sem hún hlaut fyrir umferðarlagabrot. Lífið 11.10.2007 12:05
Lohan komin með snjóbrettagaur upp á arminn Fyrrum vandræðakleikkonan Lindsay Lohan, sem hefur nýlokið við langa og stranga fíkniefnameðferð, hefur nú ákveðið að hefja nýtt og betra líf og er auk þess kominn með nýjan og ferskan kærasta upp á arminn. Lífið 11.10.2007 11:41
Clooney er góðmennskan uppmáluð Hinn góðhjartaði hjartaknúsari George Clooney hefur beðið yfirmenn á Palisades Medical Center í New Jersey um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja 40 heilbrigðisstarfsmönnum tímabundið úr starfi fyrir að hafa lekið upplýsingum úr sjúkraskrá hans í fjölmiðla. Lífið 11.10.2007 10:46