Lífið

Pete Doherty hugleiðir heróínvandræðin á braut

Pete Doherty
Pete Doherty
Hinn nýlega allsgáði Pete Doherty leggur nú stund á hugleiðslu til að kljást við streituna sem fylgir tónleikaferðalögum. Félagi hans í Babyshambles, trommarinn Adam Ficek sagði að Doherty væri líka hrifinn af kínversku bardagaleikfiminni Tai Chi.

,,Ég veit þú trúir því ekki, en Pete er í herberginu hér við hliðina á okkur að hugleiða í augnablikinu." sagði Ficek í viðtali á XFM útvarpsstöðinni í Bretlandi. Trommarinn sagði að hann bæri hluta af ábyrgðinni á þessari nýju stefnu, þar sem hann stundaði sjálfur Tai Chi.

Doherty hefur farið í fjölda meðferða á árinu. Fyrir tveimur vikum baðst hann afsökunnar á því að hafa sprautað sig með heróíni einungis örfáum klukkustundum eftir að hann lýsti því yfir opinberlega að hann væri hættur öllu rugli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.