Lífið

Naomi Cambell yngir upp - í felum með Lewis Hamilton

Parið áður en það áttaði sig á paparössunum.
Parið áður en það áttaði sig á paparössunum.
Naomi Campbell er yfirleitt ekki feimin við myndavélar. Hún var hinsvegar ekki hrifin af þeim sem biðu hennar þegar hún skrúfaði niður rúðuna á bílnum sem hún og Lewis Hamilton sátu saman í um daginn.

Parið hafði fyrr um kvöldið verið í samkvæmi hjá velferðarsjóði Karls Bretaprins. Þau fóru heim saman rétt fyrir miðnætti. Ofurfyrirsætan reyndi allt hvað hún gat til að forðast linsur paprassanna meðan hún og formúluökuþórinn ungi - sem var engu minna feiminn - skutust úr bílnum og inn á Dorchester hótelið í London.
Í felum á leið inn á hótel
Parið kynntist á hátíð GQ tíimaritsins í september þar sem voru veitt verðlaun fyrir mann ársins. Þau sátu saman á borði og Naomi veitti Lewis verðlaunin fyrir besta íþróttamann ársins. Að sögn viðstaddra daðraði parið stanslaust. Stuttu eftir hátíðina bauð Lewis, sem er fimmtán árum yngri en fyrirsætan, Naomi á kappakstur í Brasilíu í október, sem hún þáði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Naomi á í sambandi við formúluökuþór. Hún átti í afar stormasömu fjögurra á sambandi við ítalskan liðstjóra Renault liðsins, Flavio Briatore. Sá sannar betur en margir að fegurðin ein skiptir ekki máli. Hann hefur, þrátt fyrir að bera sjarmann ekki utan á sér, meðal annars afrekað það að eignast barn með Heidi Klum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.