Dóra segir Dani mestu klöguskjóður í heimi 28. nóvember 2007 15:40 Dórurnar tvær þurfa loka Jolene á föstudaginn. MYND/Fréttablaðið Verið er að ganga frá samningum um nýja staðsetningu Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dunu Sighvatsdóttur á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Vísir sagði frá því í vikunni að til stæði að loka staðnum vegna kvartana nágranna. Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá þotuliðinu í Kaupmannahöfn. Hann lokar á núverandi staðsetningu á föstudaginn. ,,Við tókum þessa ákvörðun vegna þess að staðurinn býður ekki upp á að barinn hafi leyfi nema til tólf á kvöldin, sem gengur ekki upp." sagði Dóra Takefusa þegar Vísir náði tali af henni. Dórurnar tvær ákváðu því að pakka saman og færa sig um set. Hún segir einnig að nágrannarnir á Sörgefrigade hafi kvartað mikið undan hávaða. Ekki hafi þar verið dúndrandi techno um að kenna, tónlistin hafi verið lægri en tal gesta. Húsnæðið sé þó illa hljóðeinangrað og því hafi ekki verið hægt að hafa gesti þar inni eftir miðnætti. Dóra segir að þetta sé ekki einsdæmi, enda séu Danir með mestu klöguskjóðum í heimi. Politiken birti frétt um lokun Jolene í vikunni. Dóra segir að blaðið hafi skrifað töluvert undanfarið um bari sem þurfi að loka vegna athugasemda nágranna. og bætir við að kannski sé Politiken að benda fólki á að það ætti frekar að flytja út í sveit sé það svona viðkvæmt fyrir hávaða. Barinn hefur verið afar vinsæll hjá íbúum Norðurbrúar og segir Dóra að mikil pressa sé á þeim stöllum að hafa barinn áfram í því hverfi. Hún vill þó ekkert gefa upp um hvort svo verði, enda bera fæst orð minnsta ábyrgð í þeim efnum. ,,Við erum bara að ganga frá samningum, það er betra að hafa allt undirskrifað áður en maður gefur neitt upp um það." segir Dóra. Hún lofar því þó að fastakúnnarnir þurfi ekki að óttast miklar breytingar. Staðurinn verði ,,Copy Paste" af þeim gamla. Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Verið er að ganga frá samningum um nýja staðsetningu Jolene, bar Dóru Takefusa og Dóru Dunu Sighvatsdóttur á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Vísir sagði frá því í vikunni að til stæði að loka staðnum vegna kvartana nágranna. Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá þotuliðinu í Kaupmannahöfn. Hann lokar á núverandi staðsetningu á föstudaginn. ,,Við tókum þessa ákvörðun vegna þess að staðurinn býður ekki upp á að barinn hafi leyfi nema til tólf á kvöldin, sem gengur ekki upp." sagði Dóra Takefusa þegar Vísir náði tali af henni. Dórurnar tvær ákváðu því að pakka saman og færa sig um set. Hún segir einnig að nágrannarnir á Sörgefrigade hafi kvartað mikið undan hávaða. Ekki hafi þar verið dúndrandi techno um að kenna, tónlistin hafi verið lægri en tal gesta. Húsnæðið sé þó illa hljóðeinangrað og því hafi ekki verið hægt að hafa gesti þar inni eftir miðnætti. Dóra segir að þetta sé ekki einsdæmi, enda séu Danir með mestu klöguskjóðum í heimi. Politiken birti frétt um lokun Jolene í vikunni. Dóra segir að blaðið hafi skrifað töluvert undanfarið um bari sem þurfi að loka vegna athugasemda nágranna. og bætir við að kannski sé Politiken að benda fólki á að það ætti frekar að flytja út í sveit sé það svona viðkvæmt fyrir hávaða. Barinn hefur verið afar vinsæll hjá íbúum Norðurbrúar og segir Dóra að mikil pressa sé á þeim stöllum að hafa barinn áfram í því hverfi. Hún vill þó ekkert gefa upp um hvort svo verði, enda bera fæst orð minnsta ábyrgð í þeim efnum. ,,Við erum bara að ganga frá samningum, það er betra að hafa allt undirskrifað áður en maður gefur neitt upp um það." segir Dóra. Hún lofar því þó að fastakúnnarnir þurfi ekki að óttast miklar breytingar. Staðurinn verði ,,Copy Paste" af þeim gamla.
Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira