Lífið

Smurbrauðsjómfrúin sjötug á laugardag

Smurbrauðsjómfrúin Ida Davidsen verður sjötug á laugardag.

Ida er án vafa frægasta smurbrauðsdama heims. Girnilegar smurbrauðsuppskriftir hennar eru orðnar svo margar að afreka hennar er getið í heimsmetabók Guinnes. Hún hefur smurt brauð til heiðurs margra helstu stjarna Danmerkur, á borð við Viktor Borge - sem var gerður ódauðlegur á rúgbrauðssneið með slettu af majónesi og sjávarréttum - og Hans Christian Andersen, sem er minnst með beikoni, tómati, kæfu og piparrót.

Saga smurbrauðsgerðar Davidsen fjölskyldunnar nær aftur til 1888, þegar vínkaupmaðurinn Oskar Davidsen opnaði vínbar í Kaupmannahöfn. Kona hans byrjaði að smyrja brauð ofan í soltna gestina. Orðrómurinn um gómsætar brauðsneiðarnar barst sem eldur í sinu um borgina og þar með var grunnurinn að smurbrauðsveldinu lagður.

Árið 1965 hóf fjölskyldan rekstur í Söpavillonen, sem tjarnirnar liggur við tjarnirnar á Østerbro. Þar hjálpaði Ida til sem barn. 1978 hóf hún eigin rekstur á Store Kongensgade 70, þar sem veitingastaður hennar er enn þann dag í dag. Næsta kynslóð hefur í dag tekið við veldinu. Daglegur rekstur staðarins er nú í höndum sonar Idu, Oscar Siesbye Davidsen, sem er góðvinur Jóakims Danaprins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.