Lífið

Eurobandið afhjúpar lokaatriðið

Eurobandið afhjúpaði í dag atriði sitt eins og það verður á undanúrslitakvöldinu í Belgrad 22. maí. Sveitin tók sína fyrst æfingu á stóra sviðinu í Beogradska Arena í dag.

Lífið

Mills svíkur einfætta konu

Heather Mills er kannski ekki jafn öflug í góðgerðarmálum og hún sýnist. Mills, sem er einfætt, hefur lengi vakið athygli á málstað þeirra sem misst hafa útlimi af völdum jarðsprengja.

Lífið

Hættur að væla og mætir daglega í ræktina

"Ég er alltaf að léttast og bæta á mig til skiptis. Núna er ég að bæta á mig vöðvum og þá þyngist maður heil ósköp. Mæti í ræktina og hugsa um það sem ég borða. Þetta er sára einfalt. Bara hætta þessu væli og gera þetta tvennt," segir Friðrik Ómar aðspurður um lílkamsræktarátak Eurobandsins.

Lífið

Kate og Owen trúlofast

Leikararnir Owen Wilson og Kate Hudson hafa ákveðið að trúlofa sig, og sást til Kate í Boston fyrir skemmstu með einn stærsta trúlofunarhring sem sögur fara af.

Lífið

Aniston segir nýja kærastann sætari en Brad

Vinir Jennifer Aniston segja að sé að farast úr hamingju með nýja kærastann, tónlistamannin John Mayer. Sá er töluvert yngri en hún, og líklega stinnur og fagur í samræmi við það. Enda segir hún að hann sé girnilegasti maður sem hún hefur verið með - að Brad Pitt meðtöldum.

Lífið

Seal bað Heidi í snjóhúsi

Það verður ekki af popparanum Seal tekið að hann er frumlegur. Eiginkona hans, ofurfyrirsætan Heidi Klum, upplýsti í viðtali á dögunum að hann hefði beðið hennar í snjóhúsi í fjöllunum í Kanada.

Lífið

Dr. Gunni er bjartsýnn maður að eðlisfari og vonar að Eurobandið vinni Eurovision í ár.

Lífið

Madonna vill selja fyrir 1600 milljónir

Poppdrottningin Madonna hefur sett fasteign sína í Aschcombe í Englandi til sölu. Ásett verð er litlar 1600 milljónir íslenskra króna. Madonna og Guy Richie, eiginmaður hennar, keyptu húsið fyrir 1400 millljónir íslenskra króna árið 2001.

Lífið

Lindsay aftur sökuð um fataþjófnað

Það eru einungis nokkrir dagar síðan háskólanemi í New York sakaði Lindsay Lohan um að hafa stolið af sér pelsi, og nú er önnur stúlka komin fram með svipaðar ásakanir.

Lífið

Ófrísk að átjánda barni

Michelle Duggar fær líklega blómvönd eða tvo á mæðradaginn á morgun. Michelle, sem er fjörtíu og eins árs, er nú ófrísk að átjánda barni sínu og eiginmannsins, Jims Bob Duggar.

Lífið

Jenna Bush giftir sig í Texas

Jenna Bush, 26 ára dóttir George Bush bandaríkjaforseta, gengur í hnapphelduna í dag og verður brúðkaupið haldið á búgarði rétt utan við Crawford í Texas.

Lífið

Sálfræðingur bjargaði þættinum

Sjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn leitaði til Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings í þeirri von um að ná sáttum milli Kolfinnu Baldvins og Ásdísar Olsen eftir að upp úr sauð milli þeirra í beinni útsendingu í síðustu viku.

Lífið

Sigraði í spurningakeppni sveitarfélaganna

Lið Kópavogs sigraði lið Reykjavíkur í úrslitaþætti spurningakepninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Mikil spenna var í lokin og hefðu Reykvíkingar getað jafnað metin hefðu þeir svarað síðustu spurningunni. Lið Kópavogs vann með einu stigi.

Lífið

Selma léttist um 3 kíló á 10 dögum

"Ég hefði viljað taka með mér nesti til Ukraínu því verri mat hef ég aldrei fengið. Ég missti 3 kíló á 10 dögum," segir Selma Björnsdóttur sem söng eins og landsmenn muna árið 2005 lagið If I had your Love í undankeppninni í Kiev.

Lífið

Hélt hann væri í falinni myndavél

Stefán Hilmarsson poppsöngvari hélt að hann væri í falinni myndavél hjá Auðunni Blöndal þegar honum var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar. Það þurfti að segja honum fréttirnar tvisvar svo hann tryði þeim.

Lífið

Hefner vill þær ungar

Hugh Hefner, rúmlega áttræður ritstjóri Playboy, segir Disneystjörnunni Miley Cyrus guðvelkomið að sitja fyrir hjá blaðinu þegar hún er orðin átján.

Lífið

Svava Johansen fær samúðarkveðjur

"En svona er nú smekkurinn misjafn. Ég hef fengið ótrúleg komment og fundið fyrir undrun fólks fyrir svona vali en þetta eru bara álitsgjafar að segja hvað þeim finnst.," svaraði Svava Johansen eigandi tískukeðjunnar NTC þegar Visir hafði samband við hana eftir að hún var valin ein af verst klæddu konum landsins í Föstudegi, fylgiblaði Fréttablaðsins.

Lífið

Dónaleg og niðurlægjandi ummæli

"Ég er hættur að taka þátt í að vera álitsgjafi af því að ég segi ekki slíka hluti um fólk eins og sagt er um konurnar í Fréttablaðinu í dag. Ég tala aldrei svona til fólks og myndi ekki láta hafa svona eftir mér" svarar Heiðar Jónsson snyrtir aðspurður um hans skoðun á vali dómnefndar Föstudags, fylgirits Fréttablaðsins um verst og best klæddu konum landsins.

Lífið

Logi Bergmann leikur nashyrning

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson sýnir á sér nýja hlið í sumar í íslenskri útgáfu myndarinnar Kung Fu Panda, þar sem hann fer með lítið hlutverk nashyrningsins Commander Rhino.

Lífið

Gulli Helga hleður batteríin í París

Gulli Helga og eiginkona ætla í langþráð frí um næstu helgi og hlaða batteríin í París. „Þetta er búið að vera svolítið mikið. Vægast sagt,“ segir Gulli. Hann hefur hvergi slegið slöku við undanfarið, og sinnt öllum hefðbundum störfum sínum auk þess að vinna við Hæðina. „Þetta er eiginlega búin að vera samfelld törn frá því í september.“

Lífið

Fagnað eins og stjórstjörnu í Royal Albert Hall

Aðstoðarritstjóri breska glanstímaritsins Hello, Rosie Nixon, var ein af gestum Garðars Thórs í gærkveldi í Royal Albert Hall. Með honum á borði í gærkvöldi voru einnig Tinna Lind Gunnarsdóttir eiginkona hans, Tryggvi Jónsson stjórnarmaður í Believer Music útgáfufyrirtæki Garðars, Einar Bárðarson ásamt fleiri samstarfsmönnum.

Lífið

Boðorð borgarstjórans

Í devteronomion, sem er grísk-latneskt heiti fimmtu Mósebókar, er að finna frásögn af því þegar guð steig niður af himnum í eldstólpa og opinberaðist Móse á Sínaífjalli.

Lífið

Tom og Katie vilja fleiri börn

Katie Holmes getur ekki beðið eftir því að verða ólétt aftur. Suri litla er orðin tveggja ára, og samkvæmt heimildum E-online saknar Katie þess að vera með ungabarn á heimilinu. Vinir parsins segja að Tom hafi alls ekki neitt á móti hugmyndum eiginkonunnar. Hann hafi alltaf langað í fleiri börn, en Katie hafi hingað til staðið á bremsunni.

Lífið