Lífið

Bush fannst brúðkaup dóttur sinnar stórkostlegt

Feðginin George og Jenna Bush á brúðkaupsdaginn. Mynd/ AFP.
Feðginin George og Jenna Bush á brúðkaupsdaginn. Mynd/ AFP.

Jenna Bush, 26 ára gömul dóttir George Bush Bandaríkjaforseta, giftist Henry Hager, unnusta sínum í dag. Hager er sonur áhrifamanns úr Repúblikanaflokknum í Virginíu. „Brúðkaupið var stórkostlegt. Það var eins gott og hægt var að vona," sagði Bush í dag áður en hann hélt í flug með forsetaflugvélinni. Jenna var klædd hvítum Oscar de la Renta kjól við athöfnina. Hvíta húsið hefur ekki viljað lýsa brúðkaupinu í smáatriðum og segir að forsetafjölskyldan hafi óskað eftir næði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.