Lífið

Hefur aldrei keypt föt á fimm ára son sinn

Leikkonan Sarah Jessica Parker er kannski þekktust fyrir hlutverk sitt sem tískudrósin Carrie í Sex and the City, en hún virðist ekki jafn upptekin af fataplöggum heima hjá sér.

Parker upplýsti í viðtali við Female First að hún hefði aldrei keypt föt á fimm ára son sinn. ,,James á svo marga frændur að hann gengur bara í fötum sem hann erfir af þeim," sagði leikkonan. Hún bætti við að hún keypti þó alltaf nýja skó á drenginn, þar sem fólk væri með svo ólíka fætur.

Stjarnan segist afar umhugað um að sonurinn verði ekki dekraður þó hann eigi ríka og fræga foreldra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.