Lífið

Madonna vill selja fyrir 1600 milljónir

Madonna vill 1600 milljónir fyrir húsið sitt.
Madonna vill 1600 milljónir fyrir húsið sitt.
Poppdrottningin Madonna hefur sett fasteign sína í Aschcombe í Englandi til sölu. Ásett verð er litlar 1600 milljónir íslenskra króna. Madonna og Guy Richie, eiginmaður hennar, keyptu húsið fyrir 1400 millljónir íslenskra króna árið 2001.

Það verður að teljast ólíklegt að Madonna og eiginmaður hennar verði heimilislaus þótt þau selji húsið. Fyrir eiga þau sex önnur hús í London, eitt í Beverly Hills og íbúð í New York. Madonna hefur nýlokið við gerð nýjustu hljóðskífu sinnar sem ber titilinn Hard Candy. Hún ætlar að fylgja útgáfunni eftir með tónleikaferðalagi um heiminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.