Lífið

Hættur að væla og mætir daglega í ræktina

Það fór ekki fram hjá neinum á Hlustenda-
verðlaunum FM957 að bæði Friðrik Ómar og Regína Ósk hafa lagt af.
Það fór ekki fram hjá neinum á Hlustenda- verðlaunum FM957 að bæði Friðrik Ómar og Regína Ósk hafa lagt af.

"Ég er alltaf að léttast og bæta á mig til skiptis. Núna er ég að bæta á mig vöðvum og þá þyngist maður heil ósköp. Mæti í ræktina og hugsa um það sem ég borða. Þetta er sára einfalt. Bara hætta þessu væli og gera þetta tvennt," svarar Friðrik Ómar aðspurður um lílkamsræktarátak Eurobandsins.

"Við Regína æfum oft á sama tíma en með sitthvorn þjálfarann. Hún lyftir náttúrulega ekki nálægt því eins þungum lóðum og ég. Ég æfi daglega, oftast um hádegi. Ég er ekki nógu orkumikill snemma á morgnana. Ég þarf smá tíma til að koma mér í gang. Ég er náttúrulega líka nátthrafn þannig að ég vil sofa til tíu allavega," segir Friðrik Ómar sem flýgur ásamt fríðu föruneyti til Belgrad á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.