Lífið Handsnyrting og brúnkumeðferð eru á undanhaldi „Ég hugsa að þetta sé tímabundin minnkun í aðsókn í handsnyrtingu, þetta kemur aftur. Konu sem fer í handsnyrtingu líður svo miklu betur með sjálfa sig,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins virðist sem aðsókn í handsnyrtingu og brúnkumeðferð hafi minnkað eftir hrun bankanna. Þær upplýsingar fengust hjá snyrtistofunum Laugum Spa, Helenu fögru, Snyrtistofu Ágústu og Nordica spa að konur létu lengra líða á milli vinsælustu meðferðanna, svo sem augnabrúnaplokkunar og fótleggjavax, og dýr andlitsböð og lúxusmeðferðir eru ekki eins vinsæl og áður. Ekki hefði viðskiptavinum fækkað sem vildu vaxmeðferð á fótleggi og plokka augabrúnir heldur reyndu konur að bíða lengur en áður með vaxið. Færri kæmu hins vegar og vildu láta sprauta líkamann í brúnum tónum eða láta setja á sig gervineglur. Lífið 16.2.2009 04:00 Nú vilja allir Íslendingar elda sjálfir „Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís. Lífið 16.2.2009 03:15 Biðlisti á sýningu Kynjakatta „Áhuginn virðist vera aukast. Við höfum aldrei haft svona marga ketti skráða á sýninguna,“ segir Ása Björg Ásgeirsdóttir, sýningarstjóri á kattasýningu Kynjakatta. Fullt er orðið á sýninguna sem haldin verður helgina 14.-15. mars. Alls hafa 120 kettir verið skráðir til leiks nú þegar, sem er óvenjulega snemma. Lífið 16.2.2009 03:00 Allan sóma stunda ber Frumsýning á sviðsetningu Selmu Björnsdóttur á Kardemommubænum er á laugardag. Nær uppselt er á fjörutíu sýningar og verður þetta vinsæla verk Torbjörns Egner sýnt fyrir fullu húsi allt þar til leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarleyfi. Uppselt er á þrjár forsýningar í þessari viku og nýttu margir sér tilboð Þjóðleikhússins til atvinnulausra en stofnunin hefur nú gefið út svokölluð samstöðukort sem veita atvinnulausum kost á ókeypis aðgangi að sýningum Þjóðleikhússins. Kristrún Heiða Hauksdóttir segir kortin hafa flogið út og hafi móttökur verið afar góðar. Margir úr hópi þeira sem misst hafa vinnu nýttu sér tilboð á forsýningar á Kardemommubænum. Lífið 16.2.2009 02:00 Perúsk mynd vann Gullbjörnin Kvikmynd perúska leikstjórans Claudia Llosa hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Myndin - La Teta Asustada - segir frá konum sem þurftu þola misnotkun á tímum harðstjórnarinnar í Perú. Lífið 15.2.2009 19:49 Ragnheiður bæjarlistamaður Seltjarnarness Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Ragnheiður sagðist vera bæði þakklát og snortin og taka við viðurkenningunni með miklu stolti. Hún gladdi síðan gesti með stuttu atriði úr ,,Sem yður þóknast” eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og upplestri úr ,,Brekkukotsannál” eftir Halldór Laxness. Þá söng hún ásamt Felixi Bergsyni nokkur lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Lífið 14.2.2009 19:19 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. Lífið 14.2.2009 10:49 Kevin Costner pabbi í fimmta sinn Leikarinn Kevin Costner, 54 ára, og eiginkona hans Christine Baumqartner, 34 ára, eignuðust sitt annað barn, dreng, sem nefndur hefur verið Hayes Logan Costner. Fyrir eiga þau 21 mánaða gamlan son, Cayeden Costner. Kevin er fimm barna faðir en hann eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi. Lífið 13.2.2009 16:40 Gefur ókunnu barni brjóst - myndband Leikkonan Salma Hayek, 42 ára, sem er enn með eins árs dóttur sína á brjósti, var stödd í Afríku á dögunum. Í meðfylgjandi fréttaskeiði abc News má sjá Sölmu gefa veikum vikugömlum afrískum dreng mjólk úr brjóstum sínum til að vekja athygli á því að gott er að gefa. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri að svíkja dóttur mína með því að gefa öðru barni mjólk," segir Selma meðal annars sjónvarpsviðtalinu sem sjá mér hér. Lífið 13.2.2009 14:26 Þegar ég dett í froðudiskóið verð ég kolvitlaus „Ég er bara staddur á kasinóinu núna, var að klára nudd og sánuna og er að róa mig aðeins niður fyrir mótið. Það er mjög mikilvægt að vera afslappaður, svarar Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sem er staddur í Lissabon ásamt Audda þar sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á pókermóti. „Landsliðið hittist áðan yfir hádegismat þar sem farið yfir allt fyrir mótið sem stendur yfir í þrjá daga," segir Egill. Lífið 13.2.2009 13:13 Geirmundur á 101-þorrablóti Hið árlega þorrablót Sindra og Stjúra verður haldið á Prikinu í kvöld fyrir luktum dyrum. Blótið, sem kallast Lopapeysan, byrjar á frumsömdu leikriti og eftir það verður snæddur þorramatur undir harmonikkuleik Reynis Jónassonar. Sjálfur Geirmundur Valtýsson treður síðan upp og heldur uppi alvöru þorrastemningu. Lífið 13.2.2009 08:00 Guffi bílasali stefnir ótrauður á þing „Hverjum geturðu treyst ef þú getur ekki treyst bílasalanum þínum?“ er slagorð Guðfinns Halldórssonar – Guffa bílasala – í komandi kosningabaráttu. Maðurinn á bak við slagorðið: Frúin hlær í betri bíl!, Guffi, ætlar fram í komandi alþingiskosningum. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjálfsögðu og stefnir á framboð í Reykjavík. Lífið 13.2.2009 07:00 Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna "Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við "minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum. Lífið 13.2.2009 06:30 Grænlenskt reggí til Íslands Tónleikar grænlensku reggí-poppsveitarinnar Liima Inui verða lokaatriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin þykir sérlega athyglisverð á sviði og er þekkt fyrir að ná upp magnaðri stemningu á tónleikum. Lífið 13.2.2009 05:00 Rokkdúett kveður Conan Rokkdúettinn The White Stripes fær þann heiður að verða síðasta hljómsveitin til að spila í kvöldþætti Conans O"Brien áður en hann hættir göngu sinni 20. febrúar. Í framhaldinu mun Conan taka við þætti Jay Leno, Tonight Show. Lífið 13.2.2009 05:00 Gerði tónlist fyrir humarsúpu Tónlistarmaðurinn 7oi fékk óvænta kynningu á veitingahúsum í Japan. Ný plata með tónlistarmanninum 7oi (Jóhann Friðgeir Jóhannsson), Don’t Push The Rocks In My Face, er komin út. Þetta er fimmta platan hans, en hinar voru heimabrugg sem vöktu athygli í ýmsum afkimum. Lífið 13.2.2009 04:30 Gefa út fjóra diska Plötusnúðarnir B-Ruff og Gísli Galdur hafa ákveðið að gefa út fjóra mix-diska með tveggja mánaða millibili. Veglegt partí fylgir hverri útgáfu sem verður haldið í höfuðstöðvum verslunarinnar Kronkron. Lífið 13.2.2009 04:15 Fjölbreyttir tónleikar Hljómsveitin Reykjavík! efnir til útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld til að kynna plötuna The Blood sem kom út fyrir jólin. Áður en rokkararnir stíga á svið mun Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni flytja prósakennda útleggingu á verkum Reykjavíkur! og eftir það spilar ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost. Í hléi flytur Mr. Silla verkið Æji, plís og listakonurnar Inga María Brynjarsdóttir og Hrund Atladóttir frumflytja vídeóverk sitt. Arnljótur Sigurðsson kemur einnig fram. Norræna húsið opnar klukkan 23.30 og lýkur tónleikunum klukkan tvö. Lífið 13.2.2009 04:00 Á föstu með stærðfræðikennara Hef lést um 9 kíló síðan 5. janúar. Nei ég er ekki að djóka," segir færeyski söngvarinn Jógvan Hansen, 30 ára, þegar Vísir spyr hvernig undirbúningurinn fyrir úrslitakeppni Júróvision sem fram fer næsta laugardag hefur gengið. Já ég var spikfeitur þegar ég var krakki. Ég er fæddur á bóndagarði og alinn upp við að borða vel. Fituna á kjötinu og allt þetta góða." Lífið 12.2.2009 10:52 Jóhanna er frambærileg kona „Nei ég hef ekki verið að þrýsta á hana. En það hafa ýmsir komið að máli við mig og ég hef bent þeim á að tala við hana sjálfa. Hún hefur ekki gefið eitt eða neitt upp í þeim efnum," svarar Vilhjálmur. Lífið 12.2.2009 10:27 Auddi og Störe á leiðinni til Lissabon að keppa í póker Félagarnir Auðunn Blöndal og Egill Einarsson betur þekktur sem Störe voru gestir kvöldsins í þættinum í Ísland í dag. Þeir eru á leiðinni í landsliðsferð til Lissabon í Portúgal til að keppa í póker. Lífið 11.2.2009 22:05 Barði gestur Betri stofunnar Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson verður gestur Ragnhildar Magnúsdóttur í „Betri stofu“ Bylgjunnar annað kvöld. Ragnhildur og Barði munu meðal annars ræða hlusta á lög af plötunum Bang Gang, Haxan og Lady and Bird. Lífið 11.2.2009 21:00 Ívari Guðmunds rænt úr Smáralind - myndir Athygli vekur að í Hagkaup Smáralind er pappaútgáfa af Arnari Grant líkamsræktarfrömuði en félagi hans Ívar Guðmundsson sem vanalega stendur honum við hlið er hvergi sjáanlegur. Félagarnir létu útbúa auglýsingaskilti þar sem þeir stilla sér upp hjá heilsudrykk sem þeir selja í eigin nafni. Ekkert hefur spurst til Ívars og enginn starfsmaður verslunarinnar kannast við að hafa séð fólk bera pabbaútgáfuna af Ívari út úr versluninni. Af hverju var þér rænt en ekki Arnari Grant? „Já þetta er góð spurning. Við höfum ekki alveg komist að neinni eðlilegri niðurstöðu í því efni en hefðum gaman af því að vita hver hún ef einhver þarna úti veit það," segir Ívar. Meðfylgjandi má sjá myndir af umræddum auglýsingaskiltum. Lífið 11.2.2009 15:28 - verður & Bókaforlagið Bjartur-Veröld hefur tekið ákvörðun um að skipta um nafn á forlaginu og heitir nú Bjartur & Veröld. Í tilkynningu frá forlaginu segir að breytingin hafi verið gerð til að „undirstrika að um sé að ræða tvö sjálfstæð bókaforlög, með mismunandi útgáfustefnu, sem þó starfi náið saman." Lífið 11.2.2009 15:00 Andrea Róberts býr til hjörtu Andrea Róberts er að framleiða hjörtu sem vakið hafa athygli. Þau hafa fengið nafnið Jórunn og eru virðingavottur við Jórunni Brynjólfsdóttur sem rak Jórunnarbúð á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs þar til í fyrra. „Jórunn átti það til að láta hvítt lítið hjarta fylgja í kaupbæti í búðinni og í hennar huga var hjartað tákn kærleikans. Allir virðast muna eftir Jórunni og ég hef heyrt ófáar sögurnar. Hún gleymist ekki auðveldlega en mig langaði samt að minnast hennar með einhverjum hætti. Það er ekki eins og það sé allt löðrandi í minnisvörðum um konur þegar við lítum í kringum okkur," svarar Andrea aðspurð hvernig hugmyndin að Jórunnarhjörtunum kviknaði. Lífið 11.2.2009 14:48 Upprennandi útvarpsstjarna „Ég er búin að vera á föstudögum á Útvarpi Sögu með Eiriki og Reyni og leysi Siggu Lund af í morgunþættinum Zúúber með Svala og Gassa," svarar Tobba Marínósdóttir blaðamaður hjá Séð og heyrt og upprennandi útvarpsstjarna á Íslandi. „Eiríkur er búinn að skýra mig Tobbu Tjútt af óútskýranlegum ástæðum," segir hún og bætir við: Æii hann Eiríkur er svo spes." „Þá mæti ég klukkan hálfníu á Útvarp Sögu og tala um hvað er að gerast um helgina en á Zúúber hef ég verið að prufa mig áfram," segir Tobba sem er 24 ára gömul. Lífið 11.2.2009 11:14 Byrjuð saman á ný Leikkonan Kate Hudson, 29 ára, eyddi sunnudeginum ásamt syni sínum Ryder, 5 ára, á heimili Owen Wilson, 40 ára, á Malibu. Þau byrjuðu saman í annað sinn eftir erfið sambandsslit árið 2007 og sjálfsmorðstilraun Owen í kjölfarið. Kate byrjaði þá að vera með hjólakappanum Lance Armstrong og hætti með honum nokkrum mánuðum síðar. Lífið 10.2.2009 09:56 EGÓ rokkar Davíð út úr Seðlabankanum Hljómsveitin EGÓ kemur saman fyrir utan Seðlabankann klukkan níu í fyrramálið og hyggst „rokka Davíð Oddsson í burtu!“ EGÓ var ein ástsælasta hljómsveit landsins í upphafi níunda áratugarins. Lífið 9.2.2009 20:25 Bale hraunar yfir ljósamann Leikarinn Christian Bale er nú við upptökur á kvikmyndinni Terminator 4 og virðist ekki alveg vera í jafnvægi ef marka má nýjustu fréttir af setti. Í hljóðupptöku sem finna má á youtbe vefnum má heyra Bale hreinlega missa sig yfir ljósamann. Lífið 9.2.2009 15:31 Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Lífið 9.2.2009 14:18 « ‹ ›
Handsnyrting og brúnkumeðferð eru á undanhaldi „Ég hugsa að þetta sé tímabundin minnkun í aðsókn í handsnyrtingu, þetta kemur aftur. Konu sem fer í handsnyrtingu líður svo miklu betur með sjálfa sig,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins virðist sem aðsókn í handsnyrtingu og brúnkumeðferð hafi minnkað eftir hrun bankanna. Þær upplýsingar fengust hjá snyrtistofunum Laugum Spa, Helenu fögru, Snyrtistofu Ágústu og Nordica spa að konur létu lengra líða á milli vinsælustu meðferðanna, svo sem augnabrúnaplokkunar og fótleggjavax, og dýr andlitsböð og lúxusmeðferðir eru ekki eins vinsæl og áður. Ekki hefði viðskiptavinum fækkað sem vildu vaxmeðferð á fótleggi og plokka augabrúnir heldur reyndu konur að bíða lengur en áður með vaxið. Færri kæmu hins vegar og vildu láta sprauta líkamann í brúnum tónum eða láta setja á sig gervineglur. Lífið 16.2.2009 04:00
Nú vilja allir Íslendingar elda sjálfir „Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís. Lífið 16.2.2009 03:15
Biðlisti á sýningu Kynjakatta „Áhuginn virðist vera aukast. Við höfum aldrei haft svona marga ketti skráða á sýninguna,“ segir Ása Björg Ásgeirsdóttir, sýningarstjóri á kattasýningu Kynjakatta. Fullt er orðið á sýninguna sem haldin verður helgina 14.-15. mars. Alls hafa 120 kettir verið skráðir til leiks nú þegar, sem er óvenjulega snemma. Lífið 16.2.2009 03:00
Allan sóma stunda ber Frumsýning á sviðsetningu Selmu Björnsdóttur á Kardemommubænum er á laugardag. Nær uppselt er á fjörutíu sýningar og verður þetta vinsæla verk Torbjörns Egner sýnt fyrir fullu húsi allt þar til leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarleyfi. Uppselt er á þrjár forsýningar í þessari viku og nýttu margir sér tilboð Þjóðleikhússins til atvinnulausra en stofnunin hefur nú gefið út svokölluð samstöðukort sem veita atvinnulausum kost á ókeypis aðgangi að sýningum Þjóðleikhússins. Kristrún Heiða Hauksdóttir segir kortin hafa flogið út og hafi móttökur verið afar góðar. Margir úr hópi þeira sem misst hafa vinnu nýttu sér tilboð á forsýningar á Kardemommubænum. Lífið 16.2.2009 02:00
Perúsk mynd vann Gullbjörnin Kvikmynd perúska leikstjórans Claudia Llosa hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Myndin - La Teta Asustada - segir frá konum sem þurftu þola misnotkun á tímum harðstjórnarinnar í Perú. Lífið 15.2.2009 19:49
Ragnheiður bæjarlistamaður Seltjarnarness Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona, var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2009 við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni bæjarins. Ragnheiður sagðist vera bæði þakklát og snortin og taka við viðurkenningunni með miklu stolti. Hún gladdi síðan gesti með stuttu atriði úr ,,Sem yður þóknast” eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og upplestri úr ,,Brekkukotsannál” eftir Halldór Laxness. Þá söng hún ásamt Felixi Bergsyni nokkur lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Lífið 14.2.2009 19:19
Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. Lífið 14.2.2009 10:49
Kevin Costner pabbi í fimmta sinn Leikarinn Kevin Costner, 54 ára, og eiginkona hans Christine Baumqartner, 34 ára, eignuðust sitt annað barn, dreng, sem nefndur hefur verið Hayes Logan Costner. Fyrir eiga þau 21 mánaða gamlan son, Cayeden Costner. Kevin er fimm barna faðir en hann eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi. Lífið 13.2.2009 16:40
Gefur ókunnu barni brjóst - myndband Leikkonan Salma Hayek, 42 ára, sem er enn með eins árs dóttur sína á brjósti, var stödd í Afríku á dögunum. Í meðfylgjandi fréttaskeiði abc News má sjá Sölmu gefa veikum vikugömlum afrískum dreng mjólk úr brjóstum sínum til að vekja athygli á því að gott er að gefa. „Ég velti því fyrir mér hvort ég væri að svíkja dóttur mína með því að gefa öðru barni mjólk," segir Selma meðal annars sjónvarpsviðtalinu sem sjá mér hér. Lífið 13.2.2009 14:26
Þegar ég dett í froðudiskóið verð ég kolvitlaus „Ég er bara staddur á kasinóinu núna, var að klára nudd og sánuna og er að róa mig aðeins niður fyrir mótið. Það er mjög mikilvægt að vera afslappaður, svarar Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sem er staddur í Lissabon ásamt Audda þar sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á pókermóti. „Landsliðið hittist áðan yfir hádegismat þar sem farið yfir allt fyrir mótið sem stendur yfir í þrjá daga," segir Egill. Lífið 13.2.2009 13:13
Geirmundur á 101-þorrablóti Hið árlega þorrablót Sindra og Stjúra verður haldið á Prikinu í kvöld fyrir luktum dyrum. Blótið, sem kallast Lopapeysan, byrjar á frumsömdu leikriti og eftir það verður snæddur þorramatur undir harmonikkuleik Reynis Jónassonar. Sjálfur Geirmundur Valtýsson treður síðan upp og heldur uppi alvöru þorrastemningu. Lífið 13.2.2009 08:00
Guffi bílasali stefnir ótrauður á þing „Hverjum geturðu treyst ef þú getur ekki treyst bílasalanum þínum?“ er slagorð Guðfinns Halldórssonar – Guffa bílasala – í komandi kosningabaráttu. Maðurinn á bak við slagorðið: Frúin hlær í betri bíl!, Guffi, ætlar fram í komandi alþingiskosningum. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjálfsögðu og stefnir á framboð í Reykjavík. Lífið 13.2.2009 07:00
Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna "Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við "minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum. Lífið 13.2.2009 06:30
Grænlenskt reggí til Íslands Tónleikar grænlensku reggí-poppsveitarinnar Liima Inui verða lokaatriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin þykir sérlega athyglisverð á sviði og er þekkt fyrir að ná upp magnaðri stemningu á tónleikum. Lífið 13.2.2009 05:00
Rokkdúett kveður Conan Rokkdúettinn The White Stripes fær þann heiður að verða síðasta hljómsveitin til að spila í kvöldþætti Conans O"Brien áður en hann hættir göngu sinni 20. febrúar. Í framhaldinu mun Conan taka við þætti Jay Leno, Tonight Show. Lífið 13.2.2009 05:00
Gerði tónlist fyrir humarsúpu Tónlistarmaðurinn 7oi fékk óvænta kynningu á veitingahúsum í Japan. Ný plata með tónlistarmanninum 7oi (Jóhann Friðgeir Jóhannsson), Don’t Push The Rocks In My Face, er komin út. Þetta er fimmta platan hans, en hinar voru heimabrugg sem vöktu athygli í ýmsum afkimum. Lífið 13.2.2009 04:30
Gefa út fjóra diska Plötusnúðarnir B-Ruff og Gísli Galdur hafa ákveðið að gefa út fjóra mix-diska með tveggja mánaða millibili. Veglegt partí fylgir hverri útgáfu sem verður haldið í höfuðstöðvum verslunarinnar Kronkron. Lífið 13.2.2009 04:15
Fjölbreyttir tónleikar Hljómsveitin Reykjavík! efnir til útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld til að kynna plötuna The Blood sem kom út fyrir jólin. Áður en rokkararnir stíga á svið mun Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni flytja prósakennda útleggingu á verkum Reykjavíkur! og eftir það spilar ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost. Í hléi flytur Mr. Silla verkið Æji, plís og listakonurnar Inga María Brynjarsdóttir og Hrund Atladóttir frumflytja vídeóverk sitt. Arnljótur Sigurðsson kemur einnig fram. Norræna húsið opnar klukkan 23.30 og lýkur tónleikunum klukkan tvö. Lífið 13.2.2009 04:00
Á föstu með stærðfræðikennara Hef lést um 9 kíló síðan 5. janúar. Nei ég er ekki að djóka," segir færeyski söngvarinn Jógvan Hansen, 30 ára, þegar Vísir spyr hvernig undirbúningurinn fyrir úrslitakeppni Júróvision sem fram fer næsta laugardag hefur gengið. Já ég var spikfeitur þegar ég var krakki. Ég er fæddur á bóndagarði og alinn upp við að borða vel. Fituna á kjötinu og allt þetta góða." Lífið 12.2.2009 10:52
Jóhanna er frambærileg kona „Nei ég hef ekki verið að þrýsta á hana. En það hafa ýmsir komið að máli við mig og ég hef bent þeim á að tala við hana sjálfa. Hún hefur ekki gefið eitt eða neitt upp í þeim efnum," svarar Vilhjálmur. Lífið 12.2.2009 10:27
Auddi og Störe á leiðinni til Lissabon að keppa í póker Félagarnir Auðunn Blöndal og Egill Einarsson betur þekktur sem Störe voru gestir kvöldsins í þættinum í Ísland í dag. Þeir eru á leiðinni í landsliðsferð til Lissabon í Portúgal til að keppa í póker. Lífið 11.2.2009 22:05
Barði gestur Betri stofunnar Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson verður gestur Ragnhildar Magnúsdóttur í „Betri stofu“ Bylgjunnar annað kvöld. Ragnhildur og Barði munu meðal annars ræða hlusta á lög af plötunum Bang Gang, Haxan og Lady and Bird. Lífið 11.2.2009 21:00
Ívari Guðmunds rænt úr Smáralind - myndir Athygli vekur að í Hagkaup Smáralind er pappaútgáfa af Arnari Grant líkamsræktarfrömuði en félagi hans Ívar Guðmundsson sem vanalega stendur honum við hlið er hvergi sjáanlegur. Félagarnir létu útbúa auglýsingaskilti þar sem þeir stilla sér upp hjá heilsudrykk sem þeir selja í eigin nafni. Ekkert hefur spurst til Ívars og enginn starfsmaður verslunarinnar kannast við að hafa séð fólk bera pabbaútgáfuna af Ívari út úr versluninni. Af hverju var þér rænt en ekki Arnari Grant? „Já þetta er góð spurning. Við höfum ekki alveg komist að neinni eðlilegri niðurstöðu í því efni en hefðum gaman af því að vita hver hún ef einhver þarna úti veit það," segir Ívar. Meðfylgjandi má sjá myndir af umræddum auglýsingaskiltum. Lífið 11.2.2009 15:28
- verður & Bókaforlagið Bjartur-Veröld hefur tekið ákvörðun um að skipta um nafn á forlaginu og heitir nú Bjartur & Veröld. Í tilkynningu frá forlaginu segir að breytingin hafi verið gerð til að „undirstrika að um sé að ræða tvö sjálfstæð bókaforlög, með mismunandi útgáfustefnu, sem þó starfi náið saman." Lífið 11.2.2009 15:00
Andrea Róberts býr til hjörtu Andrea Róberts er að framleiða hjörtu sem vakið hafa athygli. Þau hafa fengið nafnið Jórunn og eru virðingavottur við Jórunni Brynjólfsdóttur sem rak Jórunnarbúð á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs þar til í fyrra. „Jórunn átti það til að láta hvítt lítið hjarta fylgja í kaupbæti í búðinni og í hennar huga var hjartað tákn kærleikans. Allir virðast muna eftir Jórunni og ég hef heyrt ófáar sögurnar. Hún gleymist ekki auðveldlega en mig langaði samt að minnast hennar með einhverjum hætti. Það er ekki eins og það sé allt löðrandi í minnisvörðum um konur þegar við lítum í kringum okkur," svarar Andrea aðspurð hvernig hugmyndin að Jórunnarhjörtunum kviknaði. Lífið 11.2.2009 14:48
Upprennandi útvarpsstjarna „Ég er búin að vera á föstudögum á Útvarpi Sögu með Eiriki og Reyni og leysi Siggu Lund af í morgunþættinum Zúúber með Svala og Gassa," svarar Tobba Marínósdóttir blaðamaður hjá Séð og heyrt og upprennandi útvarpsstjarna á Íslandi. „Eiríkur er búinn að skýra mig Tobbu Tjútt af óútskýranlegum ástæðum," segir hún og bætir við: Æii hann Eiríkur er svo spes." „Þá mæti ég klukkan hálfníu á Útvarp Sögu og tala um hvað er að gerast um helgina en á Zúúber hef ég verið að prufa mig áfram," segir Tobba sem er 24 ára gömul. Lífið 11.2.2009 11:14
Byrjuð saman á ný Leikkonan Kate Hudson, 29 ára, eyddi sunnudeginum ásamt syni sínum Ryder, 5 ára, á heimili Owen Wilson, 40 ára, á Malibu. Þau byrjuðu saman í annað sinn eftir erfið sambandsslit árið 2007 og sjálfsmorðstilraun Owen í kjölfarið. Kate byrjaði þá að vera með hjólakappanum Lance Armstrong og hætti með honum nokkrum mánuðum síðar. Lífið 10.2.2009 09:56
EGÓ rokkar Davíð út úr Seðlabankanum Hljómsveitin EGÓ kemur saman fyrir utan Seðlabankann klukkan níu í fyrramálið og hyggst „rokka Davíð Oddsson í burtu!“ EGÓ var ein ástsælasta hljómsveit landsins í upphafi níunda áratugarins. Lífið 9.2.2009 20:25
Bale hraunar yfir ljósamann Leikarinn Christian Bale er nú við upptökur á kvikmyndinni Terminator 4 og virðist ekki alveg vera í jafnvægi ef marka má nýjustu fréttir af setti. Í hljóðupptöku sem finna má á youtbe vefnum má heyra Bale hreinlega missa sig yfir ljósamann. Lífið 9.2.2009 15:31
Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Lífið 9.2.2009 14:18