Lífið

Bono pistlahöfundur hjá New York Times

Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins.

Lífið

James Blunt tekinn saman við Íslandsvin

Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum.

Lífið

Ekki fara í sleik við Simma og Jóa í Idol áheyrnaprufunum

Þeir sem vita að þeir komast ekki áfram í Idol en vilja gjarnan upplifa þriggja mínútna frægð með þátttöku í keppninni geta til ýmissa ráða gripið. Þeir sem ætla að ná langt í keppninni ættu hins vegar að forðast eftirfarandi hefðun á meðan að á vali keppenda stendur.

Lífið

Enginn tengir mig við íslenska útrásargengið

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Evróvisiónkeppninnar sem fram fer í danska Ríkissjónvarpinu 31.janúar næstkomandi. Vísir hafði samband við Heru Björk sem er stödd í Danmörku.

Lífið

Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið

Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni.

Lífið

Kannski finnum við nýjan Kalla Bjarna

Áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram á morgun á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Vísir hafði samband við annan kynninn Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktan sem Jóa, og dómarann Jón Ólafsson. „Ég er rígspenntur alveg. Er að búa mig undir hópfaðmlög, gleði, svita og tár," svarar Jói aðspurður hvernig honum líður en rúmlega 2000 manns hafa nú þegar skráð sig í keppnina. „Ég held að morgundagurinn verði erfiðasti

Lífið

Pönk á bar

Í kvöld verða haldnir hressandi tónleikar á Bar 11. Þrjár sveitir ætla að reyna á hlustir gesta. Fyrst kemur Monuments, sem spilar drungalegan málm. Þar innanborðs er Þórir, öðru nafni My summer as a salvation soldier. Næstur er Aðalsteinn Jörundsson, eða AMFJ eins og hann kallar sig. AMFJ spilar óhljóðatónlist. Síðastur er dúettinn Fist fokkers. Þar syngur Úlfur og spilar á gítar en Kári

Lífið

Morrison elskar Ísland

Fjölskyldan er aðal andagiftin, segir James Morrison sem er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann hefur bakið mikla athygli upp á síðkastið eða frá þvi að fyrsta platan hans

Lífið

Sungið fyrir 2 milljónir

Aðeins 2 dagar eru í að áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram. Þær fara fram á laugardaginn og hefjast stundvíslega kl. 08:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Lífið

Tolli gefur málverk

Myndlistamaðurinn Tolli hefur gefið ABC barnahjálp tvö af málverkum sínum. Málverkin, sem voru til sýnis á málverkasýningu Tolla í Reykjavik Art Gallery í desember, voru seld hæstbjóðanda á uppboði og rennur andvirði þeirra til reksturs ABC skólanna á Indlandi og í Pakistan.

Lífið

50 ára í fáránlega góðu formi

Takk fyrir það. Það er óumflýjanlegt. Svona er að lifa hollu og heilbrigðu lífi, svarar Þorgrímur Þráinsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með fimmtugsafmælið í dag og líkamlegt ásigkomulag.

Lífið

Draugar í Hólavallakirkjugarði

"Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur sem náði dularfullum fyrirbærum á mynd á jóladag.

Lífið

Eva María Jónsdóttir í Eurovision

Eva María Jónsdóttir hefur gengið til liðs við hið árlega Eurovision-æði sem grípur þjóðina því hún mun verða kynnir Eurovision ásamt Ragnhildi Steinunni.

Lífið

André Bachmann sextugur

„André Bachmann er náttúrulega einn af helstu sjentilmönnum þessa samfélags og hefur liðsinnt ótrúlegum fjölda landsmanna, ekki síst þeim sem minna mega sín.

Lífið

Paris Hilton gerir lítið úr kynlífsreynslu sinni

Glaðlyndi hótelerfinginn Paris Hilton reynir hvað hún getur til þess að gera lítið úr bólförum sínum í fortíðinni, ef marka má frétt breska slúðurblaðsins The Sun. Þar er haft eftir henna að hún hafi einungis sængað hjá fáeinum mönnum. Hilton er ein af nafntoguðustu djammdrottningum í Hollywood og sést sjaldnast opinberlega án þess að vera með karlmann upp á arminn.

Lífið

Pétur Jóhann skíthræddur - myndband

„Pétur Jóhann segir að hann sé skíthræddur við að stíga á leiksvið í fyrsta skipti en hann er að hefja æfingar á einleik sem heitir Sannleikurinn, " segir Sigrún Ósk aðspurð um efnistök þáttarins Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lífið

Brynhildur fær Bjartsýnisverðlaun

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikskáld hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag og afhenti Brynhildi áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar

Lífið

Vanvirðing að stela Pabbanum

„Ég veit ekki hvernig er hægt að bregðast við þessu,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson. Mynddiskur hans, Pabbinn, hefur verið sóttur rúmlega 1.700 sinnum á netsíðunni Viking Bay síðan hann kom út um miðjan nóvember.

Lífið

Útrásarvíkingur í utanlandsreisu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er nú á leið til Suðurheimskautsins, ásamt hópi Íslendinga. Undirbúningur var mikill, en ferðin kostar um 3,5 milljón króna á mann.

Lífið

Medium stjarna skilin

Leikkonan Patricia Arquette sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Medium er skilin við eiginmann sinn, leikarann Thomas Jane.

Lífið

Tilbúin að eignast barn núna

„Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt.

Lífið

Lýtalæknir: Gloss stækkar ekki varirnar

„Það eru tveir möguleikar í þessu. Gloss er ekki hægt að nota til að stækka varirnar með. Í sumum tilfellum er notuð fita úr sjúklingnum og sett í varir viðkomandi. Það er varanleg aðgerð," segir Ólafur.

Lífið

Þunglyndur yfir fréttunum

Pétur Magnússon býr í Kolding í Danmörku og hefur aldrei haft eins há laun í íslenskum krónum talið. Hann á erfitt með að átta sig á ástandinu á Íslandi og gat ómögulega útskýrt það fyrir tyrkneskættuðum leigubílstjóra á dögunum.

Lífið

Oldman yngir upp

Hinn fimmtugi Gary Oldman giftist þrjátíu og eins árs gamalli jazzsöngkonu í síðustu viku.

Lífið

Linda Pé og Gillzenegger saman

Linda Pé og Gillzenegger koma í settið til okkar í kvöld," svarar Sigrún Ósk einn umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Ísland í dag sem hefst strax í kjölfar frétta Stöðvar 2 aðspurð um efni þáttarins.

Lífið

Árni Matt er Skítseyði ársins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra vann yfirburðarsigur í kosningu um Skítseyði ársins 2008 meðal hlustenda X-ins 977. Það var útvarpsþátturinn Harmageddon sem stóð fyrir valinu og voru hlustendur hvattir til að hringja inn atkvæði sín síðustu tvær vikurnar í desember.

Lífið